Bíó og sjónvarp

Christian Bale óþekkjanlegur sem Dick Cheney

Samúel Karl Ólason skrifar
Christian Bale í hlutverki Dick Cheney.
Christian Bale í hlutverki Dick Cheney.
Búið er að birta fyrstu stikluna fyrir myndina Vice, eftir Adam McKay, sem fjallar um ríkisstjórn George W. Bush og þá sérstaklega varaforseta hans, Dick Cheney. Það sem hefur vakið hvað mesta athygli við stikluna er útlit leikarans Christian Bale.

Myndin mun taka fyrir fyrstu ár Cheney í stjórnmálum, tíma hans sem varaforseti Bush og aðkomu hans að ýmsum umdeildum málum. Þar má nefna Íraksstríðið og atvikið þar sem Cheney skaut veiðifélaga sinn fyrir slysni.

Sam Rockwell leikur Bush, Amy Adams leikur eiginkonu Cheney, Lynne og Steve Carell leikur Donald Rumsfeld, sem var varnarmálaráðherra Bush.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.