Samtök atvinnulífsins vilja hefja kjaraviðræður strax Heimir Már Pétursson skrifar 2. október 2018 20:54 Samtök atvinnulífsins vilja hefja formlegar viðræður við verkalýðshreyfinguna um nýja kjarasamninga nú þegar og hefur kynnt henni áherslur sínar. Formaður VR segir að þar kveði við kunnuglegan tón um litlar launahækkanir sem ekki geti orðið grundvöllur til samninga. Í bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar segir að mikilvægt sé að breytingar launa í komandi kjarasamningum verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir að bæta megi lífskjör og starfsánægju með öðru en beinum launahækkunum. Ný forysta í stærstu verkalýðsfélögunum hefur hins vegar lagt áherslu á töluverða hækkun lægstu launa.Má ekki búast við að það mætist stálin stinn við samningaborðið?„Það vona ég sannarlega ekki. Vegna þess að lífskjör þjóðarinnar eru undir og við verðum einfaldlega að finna út úr því með hvað hætti við ætlum að lenda þessum samningum. Mín sýn er að það sé mikilvægt að aðilar hefji viðræður án tafar og reyni að finna einhvern sameiginlegan samningsgrundvöll. Því á endanum endar þetta með því að við verðum að undirrita kjarasamning. Til þess er leikurinn gerður,“ segir Halldór Benjamín.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að í bréfi frá Samtökum atvinnulífsins felist köld kveðja.Vísir/stöð2Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir félagið hafa átt í óformlegum viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Þessi tónn er ekkert nýr. En það er klárt mál að þetta er köld kveðja. Ein af mörgum sem við höfum fengið inn í viðræðurnar,“ segir Ragnar Þór. Í bréfi SA er lýst vilja til að ræða sveigjanlegri vinnutíma með það að markmiði að draga úr vægi yfirvinnu í launum. „Hugmyndir SA hafa fyrst og fremst verið þær að auka sveigjanleika vinnutímans með því að leyfa fólki að vinna dagvinnu um helgar og leyfa fólki jafnvel að vinna dagvinnu og teygja hana fram á kvöld. Það er ekki sá sveigjanleiki sem við erum að berjast fyrir. Við erum að berjast fyrir styttingu vinnuvikunnar og þannig fjölskylduvænni nálgun,“ segir Ragnar Þór. Halldór Benjamín segir yfirvinnu mun hærra hlutfall launa hér en þekkist víða annars staðar. „Það er hagur bæði launþega og atvinnurekenda að auka sveigjanleika á íslenskum vinnumarkaði. Sem er miklu minni en til dæmis sveigjanleiki á Norðurlöndunum. Ég held að við eigum að læra sem mest af vinnumarkaðnum eins og hann er praktiseraður á Norðurlöndum og þetta er mikilvægt skref í því,“ segir framkvæmdastjóri SA. Báðir aðilar virðast hins vegar sammála að auka þurfi húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir lægst launaða fólkið í landinu. Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira
Samtök atvinnulífsins vilja hefja formlegar viðræður við verkalýðshreyfinguna um nýja kjarasamninga nú þegar og hefur kynnt henni áherslur sínar. Formaður VR segir að þar kveði við kunnuglegan tón um litlar launahækkanir sem ekki geti orðið grundvöllur til samninga. Í bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar segir að mikilvægt sé að breytingar launa í komandi kjarasamningum verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir að bæta megi lífskjör og starfsánægju með öðru en beinum launahækkunum. Ný forysta í stærstu verkalýðsfélögunum hefur hins vegar lagt áherslu á töluverða hækkun lægstu launa.Má ekki búast við að það mætist stálin stinn við samningaborðið?„Það vona ég sannarlega ekki. Vegna þess að lífskjör þjóðarinnar eru undir og við verðum einfaldlega að finna út úr því með hvað hætti við ætlum að lenda þessum samningum. Mín sýn er að það sé mikilvægt að aðilar hefji viðræður án tafar og reyni að finna einhvern sameiginlegan samningsgrundvöll. Því á endanum endar þetta með því að við verðum að undirrita kjarasamning. Til þess er leikurinn gerður,“ segir Halldór Benjamín.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að í bréfi frá Samtökum atvinnulífsins felist köld kveðja.Vísir/stöð2Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir félagið hafa átt í óformlegum viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Þessi tónn er ekkert nýr. En það er klárt mál að þetta er köld kveðja. Ein af mörgum sem við höfum fengið inn í viðræðurnar,“ segir Ragnar Þór. Í bréfi SA er lýst vilja til að ræða sveigjanlegri vinnutíma með það að markmiði að draga úr vægi yfirvinnu í launum. „Hugmyndir SA hafa fyrst og fremst verið þær að auka sveigjanleika vinnutímans með því að leyfa fólki að vinna dagvinnu um helgar og leyfa fólki jafnvel að vinna dagvinnu og teygja hana fram á kvöld. Það er ekki sá sveigjanleiki sem við erum að berjast fyrir. Við erum að berjast fyrir styttingu vinnuvikunnar og þannig fjölskylduvænni nálgun,“ segir Ragnar Þór. Halldór Benjamín segir yfirvinnu mun hærra hlutfall launa hér en þekkist víða annars staðar. „Það er hagur bæði launþega og atvinnurekenda að auka sveigjanleika á íslenskum vinnumarkaði. Sem er miklu minni en til dæmis sveigjanleiki á Norðurlöndunum. Ég held að við eigum að læra sem mest af vinnumarkaðnum eins og hann er praktiseraður á Norðurlöndum og þetta er mikilvægt skref í því,“ segir framkvæmdastjóri SA. Báðir aðilar virðast hins vegar sammála að auka þurfi húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir lægst launaða fólkið í landinu.
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira