Ræðu Boris Johnson beðið með mikilli eftirvæntingu Atli Ísleifsson skrifar 2. október 2018 11:32 Boris Johnson sagði af sér sem utanríkisráðherra Bretlands í sumar. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, vonast til að hún geti þétt raðirnar innan breska Íhaldsflokksins og fengið flokkinn að fylkjast á bakvið umdeilda Brexit-áætlun sína, á flokksþingi sem nú fer fram í Birmingham. Þó má telja líklegt að klofningurinn innan flokksins verði enn áþreifanlegri þegar utanríkisráðherrann fyrrverandi, Boris Johnson, flytur sína ræðu á þinginu síðar í dag. Ræðunnar er beðið með mikilli eftirvæntingu, en margir telja að Johnson stefni sjálfur á leiðtogaembættið innan flokksins og þannig skora May á hólm.Skot á May? Þrátt fyrir að vera víðs fjarri hefur Johnson tekist að vekja athygli á flokksþinginu. Mynd af Johnson var mikið í umræðunni á fyrsta degi þingsins þar sem sást til hans hlaupa um í háu grasi. Var það túlkað sem skot á May sem hefur áður sagt að það villtasta sem hún gerði á sínum yngri árum hafi verið að hlaupa yfir hveitiakur án leyfis. Flokksþingið snýst að langstærstum hluta um Brexit og reynir May nú allt til að fá flokkinn til að ná saman um Chequers-áætlun sína um útgöngu.Sagði af sér í sumarJohnson sagði af sér sem utanríkisráðherra fyrr í sumar vegna óánægju sinnar þegar kom að afstöðu May til Brexit. Búist er við að hann muni í ræðu sinni gera tilraun til að auka á óvinsældir May og Brexit-áætlunar hennar. Dominic Raab, ráðherra Brexit-mála, segir Chequers-áætlunina ekki vera fullkomna, en að málamiðlanir séu nauðsynlegar. Johnson hefur sjálfur barist fyrir „hörðu Brexit“. May mun sjálf flytja sína ræðu í fyrramálið og má telja líklegt að viðbrögð flokksfélaga muni ráða úrslitum um framhaldið. Brexit Tengdar fréttir Útiloka ekki að Bretland verði áfram í Evrópusambandinu eftir allt saman Lófatakið ætlaði enga enda að taka eftir að þingmaður breska Verkamannaflokksins lýsti því yfir á flokksþingi í morgun að enginn gæti lengur útilokað þann möguleika að Bretland yrði um kyrrt í Evrópusambandinu eftir allt saman. Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um málið væri nú í kortunum. 25. september 2018 11:54 Harðnandi tónn gegn stefnu May Gjáin í breska Íhaldsflokknum vegna útgöngumála breikkar og dýpkar. 1. október 2018 06:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, vonast til að hún geti þétt raðirnar innan breska Íhaldsflokksins og fengið flokkinn að fylkjast á bakvið umdeilda Brexit-áætlun sína, á flokksþingi sem nú fer fram í Birmingham. Þó má telja líklegt að klofningurinn innan flokksins verði enn áþreifanlegri þegar utanríkisráðherrann fyrrverandi, Boris Johnson, flytur sína ræðu á þinginu síðar í dag. Ræðunnar er beðið með mikilli eftirvæntingu, en margir telja að Johnson stefni sjálfur á leiðtogaembættið innan flokksins og þannig skora May á hólm.Skot á May? Þrátt fyrir að vera víðs fjarri hefur Johnson tekist að vekja athygli á flokksþinginu. Mynd af Johnson var mikið í umræðunni á fyrsta degi þingsins þar sem sást til hans hlaupa um í háu grasi. Var það túlkað sem skot á May sem hefur áður sagt að það villtasta sem hún gerði á sínum yngri árum hafi verið að hlaupa yfir hveitiakur án leyfis. Flokksþingið snýst að langstærstum hluta um Brexit og reynir May nú allt til að fá flokkinn til að ná saman um Chequers-áætlun sína um útgöngu.Sagði af sér í sumarJohnson sagði af sér sem utanríkisráðherra fyrr í sumar vegna óánægju sinnar þegar kom að afstöðu May til Brexit. Búist er við að hann muni í ræðu sinni gera tilraun til að auka á óvinsældir May og Brexit-áætlunar hennar. Dominic Raab, ráðherra Brexit-mála, segir Chequers-áætlunina ekki vera fullkomna, en að málamiðlanir séu nauðsynlegar. Johnson hefur sjálfur barist fyrir „hörðu Brexit“. May mun sjálf flytja sína ræðu í fyrramálið og má telja líklegt að viðbrögð flokksfélaga muni ráða úrslitum um framhaldið.
Brexit Tengdar fréttir Útiloka ekki að Bretland verði áfram í Evrópusambandinu eftir allt saman Lófatakið ætlaði enga enda að taka eftir að þingmaður breska Verkamannaflokksins lýsti því yfir á flokksþingi í morgun að enginn gæti lengur útilokað þann möguleika að Bretland yrði um kyrrt í Evrópusambandinu eftir allt saman. Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um málið væri nú í kortunum. 25. september 2018 11:54 Harðnandi tónn gegn stefnu May Gjáin í breska Íhaldsflokknum vegna útgöngumála breikkar og dýpkar. 1. október 2018 06:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Útiloka ekki að Bretland verði áfram í Evrópusambandinu eftir allt saman Lófatakið ætlaði enga enda að taka eftir að þingmaður breska Verkamannaflokksins lýsti því yfir á flokksþingi í morgun að enginn gæti lengur útilokað þann möguleika að Bretland yrði um kyrrt í Evrópusambandinu eftir allt saman. Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um málið væri nú í kortunum. 25. september 2018 11:54
Harðnandi tónn gegn stefnu May Gjáin í breska Íhaldsflokknum vegna útgöngumála breikkar og dýpkar. 1. október 2018 06:00