Bíó og sjónvarp

Hrútar verða Rams í Ástralíu

Andri Eysteinsson skrifar
Michael Caton og Sam Neill fara með aðalhlutverkin í Rams.
Michael Caton og Sam Neill fara með aðalhlutverkin í Rams. Vísir/Merlyn Moon
Kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Hrútar, sem hlaut Un Certain Regard verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2015 verður endurgerð af ástralska framleiðslufyrirtækinu WBMC. Tökur hefjast í suðvesturhluta Ástralíu í vikunni.

Myndin sem fjallar um samband bræðranna Gumma og Kidda sem leiknir voru af Sigurði Sigurjónssyni og Theódóri Júlíussyni var framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2016 en hlaut ekki tilnefningu. Myndin vakti þó lukku víða um heim og hlaut fjölda verðlauna á hátíðum um heim allan. 

Nýsjálenski stórleikarinn Sam Neil sem lék meðal annars í Jurassic Park mun ásamt Michael Caton fara með aðalhlutverk í áströlsku endurgerðinni. Leikstjóri er Jeremy Sims. 

Sims segist vera spenntur fyrir tækifærinu að vinna með þessa kraftmiklu sögu. Einnig segist hann vera spenntur fyrir því að vinna með aðalleikurunum Caton og Neill.

Þó Rams sé byggð á íslensku myndinni Hrútar segir í tilkynningunni að hér sé ekki um að ræða hreina endurgerð heldur sé um að ræða ferska nálgun á söguna og mun útgáfan gefa sögunni sterkan ástralskan blæ.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.