Þúsundir sagðar strandaglópar vegna gjaldþrots Primera Air Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2018 21:02 Flugvél flugfélagsins Primera Air. Vísir/Getty Farþegar sem áttu far með Primera Air frá London til Bandaríkjanna fengu að vita af gjaldþroti flugfélagsins þegar þeir biðu á Stansted-flugvelli í dag. Þúsundir breskra viðskiptavina félagsins eru sagðir fastir í Norður-Ameríku og Evrópu vegna gjaldþrotsins. Stjórn Primera Air hefur sagt gjaldþrotið ekki koma niður á farþegum íslenskra ferðaskrifstofa. Breska blaðið The Independent segir að Stansted-flugvöllur hafi lagt hald á að minnsta kosti eina flugvél Primera Air. Farþegar sem ætluðu að fara til Washington-borgar hafi beðið úti í vél á meðan að flugstjórarinn beið fyrirmæla. Þeir sem ætluðu með félaginu til New York hafi aldrei fengið að fara um borð. Margir farþeganna hafi verið Bandaríkjamenn á leið heim til sín. Þúsundir Breta sitji að sama skapi fastir í Norður-Ameríku og á meginlandi Evrópu. Flugmiðar þeirra heim séu nú verðlausir en að auki sitji fjöldi manns sem hafði krafist bóta vegna raskana á ferðum Primera Air í sumar eftir með sárt ennið. Blaðið segist hafa fengið hundruð tölvupósta frá reiðum viðskiptavinum Primera Air vegna lélegrar þjónustu fyrirtækisins, ekki síst eftir að félagið féll frá áformum um Bandaríkjaflug frá Bretlandi. Norrænir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að fleiri hundruð farþega danskra og sænskra ferðaskrifstofa sitji föst eftir gjaldþrotið. Í yfirlýsingu stjórnar Primera Air í dag kom fram að farþegar íslenskra ferðaskrifstofa ættu ekki að verða fyrir áhrifum af gjaldþrotinu. Tékkneskt leiguflugfélag hafi tekið yfir samninga Primera Air. Einni ferð Primera Air frá Palma á Mallorca til Keflavíkur var aflýst í gær samkvæmt flugáætlun á vef Keflavíkurflugvallar. Ekki er ljóst hvað varð um þá farþega sem áttu miða í þá ferð. Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Minna á réttindi viðskiptavina Primera Air en engar fregnir af vandræðum íslenskra farþega Isavia verður fyrir einhverju fjárhagstjóni vegna gjaldþrots Primera Air. Samgöngustofa minnir á að viðskiptavinir félagsins hafi ýmis réttindi. 1. október 2018 20:21 Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Farþegar sem áttu far með Primera Air frá London til Bandaríkjanna fengu að vita af gjaldþroti flugfélagsins þegar þeir biðu á Stansted-flugvelli í dag. Þúsundir breskra viðskiptavina félagsins eru sagðir fastir í Norður-Ameríku og Evrópu vegna gjaldþrotsins. Stjórn Primera Air hefur sagt gjaldþrotið ekki koma niður á farþegum íslenskra ferðaskrifstofa. Breska blaðið The Independent segir að Stansted-flugvöllur hafi lagt hald á að minnsta kosti eina flugvél Primera Air. Farþegar sem ætluðu að fara til Washington-borgar hafi beðið úti í vél á meðan að flugstjórarinn beið fyrirmæla. Þeir sem ætluðu með félaginu til New York hafi aldrei fengið að fara um borð. Margir farþeganna hafi verið Bandaríkjamenn á leið heim til sín. Þúsundir Breta sitji að sama skapi fastir í Norður-Ameríku og á meginlandi Evrópu. Flugmiðar þeirra heim séu nú verðlausir en að auki sitji fjöldi manns sem hafði krafist bóta vegna raskana á ferðum Primera Air í sumar eftir með sárt ennið. Blaðið segist hafa fengið hundruð tölvupósta frá reiðum viðskiptavinum Primera Air vegna lélegrar þjónustu fyrirtækisins, ekki síst eftir að félagið féll frá áformum um Bandaríkjaflug frá Bretlandi. Norrænir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að fleiri hundruð farþega danskra og sænskra ferðaskrifstofa sitji föst eftir gjaldþrotið. Í yfirlýsingu stjórnar Primera Air í dag kom fram að farþegar íslenskra ferðaskrifstofa ættu ekki að verða fyrir áhrifum af gjaldþrotinu. Tékkneskt leiguflugfélag hafi tekið yfir samninga Primera Air. Einni ferð Primera Air frá Palma á Mallorca til Keflavíkur var aflýst í gær samkvæmt flugáætlun á vef Keflavíkurflugvallar. Ekki er ljóst hvað varð um þá farþega sem áttu miða í þá ferð.
Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Minna á réttindi viðskiptavina Primera Air en engar fregnir af vandræðum íslenskra farþega Isavia verður fyrir einhverju fjárhagstjóni vegna gjaldþrots Primera Air. Samgöngustofa minnir á að viðskiptavinir félagsins hafi ýmis réttindi. 1. október 2018 20:21 Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06
Minna á réttindi viðskiptavina Primera Air en engar fregnir af vandræðum íslenskra farþega Isavia verður fyrir einhverju fjárhagstjóni vegna gjaldþrots Primera Air. Samgöngustofa minnir á að viðskiptavinir félagsins hafi ýmis réttindi. 1. október 2018 20:21
Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05