Tvíþætt barátta um Íslandsmeistaratitilinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 2. október 2018 08:30 Stólarnir eru meistarar meistaranna og líklegir til afreka í vetur. fréttablaðið Domino's-deild karla hefst á fimmtudaginn. Fréttablaðið spáir í spilin fyrir komandi tímabil og spáir því að Garðbæingar vinni sinn fyrsta deildarmeistaratitil en nýliðarnir tveir, Breiðablik og Skallagrímur falli strax úr efstu deild1. Stjarnan Garðbæingar mæta til leiks með gjörbreytt en gríðarlega sterkt lið undir stjórn Arnars Guðjónssonar sem tók við keflinu af Hrafni Kristjánssyni í sumar. Honum er ætlað að koma liðinu yfir þröskuldinn og vinna fyrsta meistaratitilinn í sögu félagsins. Þeir sóttu bandarískan leikmann sem þekkir deildina vel, Paul Jones sem lék með Haukum í fyrra ásamt því að fá öfluga bakvarðasveit í Ægi Þór Steinarssyni og Antti Kanervo sem er finnskur landsliðsmaður. Stjarnan er með öflugan kjarna og góða leikmenn af bekk ef menn eru að slaka á og ætti ekki að sætta sig við neitt minna en annað af efstu tveimur sætunum.2. Tindastóll Óhætt er að segja að ekkert lið hafi vakið jafn mikla athygli á félagsskiptamarkaðnum og Tindastóll þegar þeir sömdu við fyrirliða og herra KR, Brynjar Þór Björnsson, í sumar. Þar fengu þeir aðila inn sem þekkir það manna best á Íslandi hvað þarf til að vinna titla. Israel Martin, þjálfari liðsins, tekur ákveðna áhættu og sækir fjóra nýja byrjunarliðsmenn í lið sem var tveimur leikjum frá því að vinna tvöfalt í fyrra en þeir sendu sterk skilaboð með stórsigri á KR í meistarakeppni KKÍ um helgina. Danero Thomas og Urald King ættu ekki að þurfa neinn aðlögunartíma í deildinni en það verður fróðlegt að sjá hvernig það gengur að spila liðið saman í byrjun tímabils.3. Njarðvík Einar Árni er kominn heim til Njarðvíkur og tekur við keflinu af Daníel Guðmundssyni eftir að hafa áður stýrt Þór Þorlákshöfn. Hinn 38 árs gamli Jeb Ivey er kominn aftur í grænt en þrátt fyrir að vera að nálgast fertugt lék hann að meðaltali 33 mínútur í finnsku deildinni í fyrra og skilaði þar 17,1 stigi og 5,3 stoðsendingu að meðaltali í leik. Gaman verður að sjá hvað Kristinn Pálsson gerir með undirbúningstímabil undir beltinu og eru Njarðvíkingar með öflugan hóp íslenskra leikmanna til að styðja við erlendu leikmennina. Þá verður gaman að sjá hvernig Einari tekst að nýta Loga Gunnarsson sem verður eflaust í minna en skilvirkara hlutverki en undanfarin ár.4. Keflavík Keflvíkingar sömdu við einn besta leikmann íslensku deildarinnar fyrir tveimur árum, miðherjann Michael Craion sem lék fyrstu árin sín á Íslandi með Keflavík. Keflavík sendi tvo erlenda leikmenn heim á dögunum og skal því ekki útiloka að þeir bæti við einum evrópskum leikmanni á næstu vikum. Sverrir Þór Sverrisson tók við liðinu í vor eftir að hafa unnið frábært starf með kvennalið félagsins og er honum ætlað að binda enda á tíu ára bið Keflvíkinga eftir tíunda meistaratitlinum í sögu félagsins. Það skiptir Keflvíkinga gríðarlegu máli að hafa Hörð Axel með frá byrjun og er það undir honum og Craion komið hversu langt þetta lið fer.KR-ingar gætu verið í basli.vísir/bára5. KR Fimmfaldir meistarar KR detta niður um eitt sæti í deildarkeppninni og ná fimmta sætinu undir stjórn Inga Þórs Steinþórssonar sem sneri aftur heim í KR og tók við liðinu af Finni Frey Stefánssyni. Ekkert starf deildarinnar er jafn erfitt og KR þessa dagana, eftir að hafa unnið fimm meistaratitla í röð er kjarni liðsins sem afrekaði það nánast allur horfinn á brott. Brynjar Þór Björnsson yfirgaf félagið og Darri Hilmarsson og Kristófer Acox fluttu utan, Kristófer í atvinnumennsku og Darri fylgdi konu sinni út í nám. Óvíst er um framhaldið hjá Pavel Ermolinskij og verður Jón Arnór að eiga frábært tímabil til þess að KR geri atlögu að titlinum. Fróðlegt verður að sjá hvernig Emil Barja kemur inn í lið KR og hafa erlendu leikmennirnir litið vel út á undirbúningstímabilinu. Erfitt verður fyrir KR-inga ef illa gengur eftir að hafa einokað íslenskan körfubolta undanfarin ár en ef allt smellur og Pavel snýr aftur skyldi enginn afskrifa KR.6. ÍR Breiðhyltingar eru búnir að taka stöðug skref fram á við undir stjórn Borce Ilievski tímabilin þrjú sem hann hefur stýrt liðinu. Eftir að hafa forðast fall fyrsta árið kom hann liði ÍR í úrslitakeppnina á fyrsta heila tímabili sínu. ÍR rétt missti af deildarmeistaratitlinum í fyrra en missir tvo reynslubolta úr leikmannahópnum ásamt Ryan Taylor sem átti stóran þátt í góðu gengi liðsins í fyrra. Sigvaldi Eggertsson, einn besti leikmaður 1. deildarinnar, stoppaði stutt í Breiðholtinu þegar tilboð í atvinnumennsku bauðst en fróðlegt verður að sjá hvort Borce tekst að vekja landsliðsmanninn Sigurð Þorsteinsson aftur til lífsins. Breiðhyltingar gætu fengið liðsstyrk á næstu vikum en þeir eru að skoða möguleikann á að bæta við evrópskum leikmanni.7. Grindavík Grindavík mætir með talsvert breytt lið til leiks í ár og ef miðað er við liðið sem komst alla leið í úrslitaleikinn fyrir tveimur árum er Ólafur Ólafsson eini lykilleikmaðurinn sem eftir er. Sigtryggur Arnar Björnsson er gríðarlegur liðsstyrkur ef honum tekst að haldast heill eftir baráttu við erfið meiðsli í fyrra og honum er eflaust ætlað að leysa af Dag Kár Jónsson í vetur. Grindvíkingar eru með öflugt byrjunarlið en spurningin er um breiddina hjá liðinu ef meiðsli koma upp.8. Valur Nýliðar Vals gerðu vel og héldu sér uppi á fyrsta tímabili í fyrra og munu ef spáin rætist ná sæti í úrslitakeppninni í ár undir stjórn Ágústs Björgvinssonar. Valsmenn misstu mikilvægasta leikmann sinn og einn af bestu leikmönnum deildarinnar frá því í fyrra til Tindastóls, Urald King, en fengu tvo erlenda leikmenn inn ásamt Ragnari Nathanaelssyni. Með Ragnari kemur ný vídd í leik Vals og getur Ágúst verið fjölbreyttari á báðum endum vallarins í vetur.Deildarmeistararnir verða nær fallinu.Vísir/Bára9. Þór Þorlákshöfn Það er nýr maður í brúnni í Þorlákshöfn, maður sem þekkir félagið vel eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari bæði Þórs og yngri landsliða Íslands undanfarin ár. Þórsarar misstu af sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan þeir komu upp árið 2011 í fyrra og mæta til leiks með heimamann í brúnni sem ætti að þekkja vel hvernig hægt er að nýta íslenska leikmenn liðsins. Þeir mæta til leiks með þrjá erlenda leikmenn og eru með öfluga leikmenn í hópnum sem verða tilbúnir að hrifsa hvert tækifæri sem þeir fá.10. Haukar Deildarmeistarar síðasta árs misstu af glugganum til að vinna fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í 30 ár í fyrra og þarf Ívar Ásgrímsson nú að byggja upp nýtt lið frá grunni. Án Kára Jónssonar gekk lítið fyrir tveimur árum og rétt sluppu Haukar við fall en í ár er brottfallið ekki aðeins Kári. Finnur Atli Magnússon og Emil Barja hafa verið í lykilhlutverkum hjá Haukum undanfarin ár en hverfa nú á braut og einnig missir félagið Breka Gylfason og Hilmar Pétursson. Alls sömdu níu leikmenn til viðbótar við Haukaliðið sem er stórt spurningarmerki í aðdraganda móts, þar af tveir erlendir leikmenn sem þekkja íslenskan körfubolta. Það stefnir í erfiðan vetur á Ásvöllum en hrökkvi lykilmenn í gang gætu þeir gert atlögu að áttunda og síðasta sætinu sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni.11. Skallagrímur Nýliðarnir sem unnu 1. deildina í fyrra munu veðja á erlenda leikmenn í vetur til að halda sér uppi. Borgnesingar sóttu þrjá nýja erlenda leikmenn, einn bandarískan og tvo frá Evrópu, ásamt því að Björgvin Hafþór Ríkharðsson snýr aftur heim. Þeir sýndu fína takta á undirbúningstímabilinu og unnu meðal annars sigur á Tindastól þar sem erlendu leikmennirnir settu 84 stig. Eyjólfur Ásberg Halldórsson átti öfluga spretti inn á milli síðast þegar Skallagrímur var í efstu deild fyrir tveimur árum en það er undir Björgvini og erlendu leikmönnunum komið að halda liðinu uppi.12. Breiðablik Nýliðar Breiðabliks munu sömuleiðis falla. Þeir fá marga unga leikmenn og leikmenn sem hafa ekki verið í lykilhlutverkum og vonast til þess að þeir stígi upp með stærra hlutverki. Pétur Ingvarsson tók við liðinu af Chris Woods í sumar eftir að hafa þar áður stýrt liði Hamars. Það mun mikið mæða á Christian Covile að skila stigum en hann fór á kostum með liði Snæfells í 1. deildinni í fyrra og ættu Blikar því að vita hvernig hægt er að nýta hann til hins ýtrasta. Líklegt er að þeir þurfi að bæta við einum erlendum leikmanni en það stefnir í erfiðan vetur í Kópavoginum. Dominos-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira
Domino's-deild karla hefst á fimmtudaginn. Fréttablaðið spáir í spilin fyrir komandi tímabil og spáir því að Garðbæingar vinni sinn fyrsta deildarmeistaratitil en nýliðarnir tveir, Breiðablik og Skallagrímur falli strax úr efstu deild1. Stjarnan Garðbæingar mæta til leiks með gjörbreytt en gríðarlega sterkt lið undir stjórn Arnars Guðjónssonar sem tók við keflinu af Hrafni Kristjánssyni í sumar. Honum er ætlað að koma liðinu yfir þröskuldinn og vinna fyrsta meistaratitilinn í sögu félagsins. Þeir sóttu bandarískan leikmann sem þekkir deildina vel, Paul Jones sem lék með Haukum í fyrra ásamt því að fá öfluga bakvarðasveit í Ægi Þór Steinarssyni og Antti Kanervo sem er finnskur landsliðsmaður. Stjarnan er með öflugan kjarna og góða leikmenn af bekk ef menn eru að slaka á og ætti ekki að sætta sig við neitt minna en annað af efstu tveimur sætunum.2. Tindastóll Óhætt er að segja að ekkert lið hafi vakið jafn mikla athygli á félagsskiptamarkaðnum og Tindastóll þegar þeir sömdu við fyrirliða og herra KR, Brynjar Þór Björnsson, í sumar. Þar fengu þeir aðila inn sem þekkir það manna best á Íslandi hvað þarf til að vinna titla. Israel Martin, þjálfari liðsins, tekur ákveðna áhættu og sækir fjóra nýja byrjunarliðsmenn í lið sem var tveimur leikjum frá því að vinna tvöfalt í fyrra en þeir sendu sterk skilaboð með stórsigri á KR í meistarakeppni KKÍ um helgina. Danero Thomas og Urald King ættu ekki að þurfa neinn aðlögunartíma í deildinni en það verður fróðlegt að sjá hvernig það gengur að spila liðið saman í byrjun tímabils.3. Njarðvík Einar Árni er kominn heim til Njarðvíkur og tekur við keflinu af Daníel Guðmundssyni eftir að hafa áður stýrt Þór Þorlákshöfn. Hinn 38 árs gamli Jeb Ivey er kominn aftur í grænt en þrátt fyrir að vera að nálgast fertugt lék hann að meðaltali 33 mínútur í finnsku deildinni í fyrra og skilaði þar 17,1 stigi og 5,3 stoðsendingu að meðaltali í leik. Gaman verður að sjá hvað Kristinn Pálsson gerir með undirbúningstímabil undir beltinu og eru Njarðvíkingar með öflugan hóp íslenskra leikmanna til að styðja við erlendu leikmennina. Þá verður gaman að sjá hvernig Einari tekst að nýta Loga Gunnarsson sem verður eflaust í minna en skilvirkara hlutverki en undanfarin ár.4. Keflavík Keflvíkingar sömdu við einn besta leikmann íslensku deildarinnar fyrir tveimur árum, miðherjann Michael Craion sem lék fyrstu árin sín á Íslandi með Keflavík. Keflavík sendi tvo erlenda leikmenn heim á dögunum og skal því ekki útiloka að þeir bæti við einum evrópskum leikmanni á næstu vikum. Sverrir Þór Sverrisson tók við liðinu í vor eftir að hafa unnið frábært starf með kvennalið félagsins og er honum ætlað að binda enda á tíu ára bið Keflvíkinga eftir tíunda meistaratitlinum í sögu félagsins. Það skiptir Keflvíkinga gríðarlegu máli að hafa Hörð Axel með frá byrjun og er það undir honum og Craion komið hversu langt þetta lið fer.KR-ingar gætu verið í basli.vísir/bára5. KR Fimmfaldir meistarar KR detta niður um eitt sæti í deildarkeppninni og ná fimmta sætinu undir stjórn Inga Þórs Steinþórssonar sem sneri aftur heim í KR og tók við liðinu af Finni Frey Stefánssyni. Ekkert starf deildarinnar er jafn erfitt og KR þessa dagana, eftir að hafa unnið fimm meistaratitla í röð er kjarni liðsins sem afrekaði það nánast allur horfinn á brott. Brynjar Þór Björnsson yfirgaf félagið og Darri Hilmarsson og Kristófer Acox fluttu utan, Kristófer í atvinnumennsku og Darri fylgdi konu sinni út í nám. Óvíst er um framhaldið hjá Pavel Ermolinskij og verður Jón Arnór að eiga frábært tímabil til þess að KR geri atlögu að titlinum. Fróðlegt verður að sjá hvernig Emil Barja kemur inn í lið KR og hafa erlendu leikmennirnir litið vel út á undirbúningstímabilinu. Erfitt verður fyrir KR-inga ef illa gengur eftir að hafa einokað íslenskan körfubolta undanfarin ár en ef allt smellur og Pavel snýr aftur skyldi enginn afskrifa KR.6. ÍR Breiðhyltingar eru búnir að taka stöðug skref fram á við undir stjórn Borce Ilievski tímabilin þrjú sem hann hefur stýrt liðinu. Eftir að hafa forðast fall fyrsta árið kom hann liði ÍR í úrslitakeppnina á fyrsta heila tímabili sínu. ÍR rétt missti af deildarmeistaratitlinum í fyrra en missir tvo reynslubolta úr leikmannahópnum ásamt Ryan Taylor sem átti stóran þátt í góðu gengi liðsins í fyrra. Sigvaldi Eggertsson, einn besti leikmaður 1. deildarinnar, stoppaði stutt í Breiðholtinu þegar tilboð í atvinnumennsku bauðst en fróðlegt verður að sjá hvort Borce tekst að vekja landsliðsmanninn Sigurð Þorsteinsson aftur til lífsins. Breiðhyltingar gætu fengið liðsstyrk á næstu vikum en þeir eru að skoða möguleikann á að bæta við evrópskum leikmanni.7. Grindavík Grindavík mætir með talsvert breytt lið til leiks í ár og ef miðað er við liðið sem komst alla leið í úrslitaleikinn fyrir tveimur árum er Ólafur Ólafsson eini lykilleikmaðurinn sem eftir er. Sigtryggur Arnar Björnsson er gríðarlegur liðsstyrkur ef honum tekst að haldast heill eftir baráttu við erfið meiðsli í fyrra og honum er eflaust ætlað að leysa af Dag Kár Jónsson í vetur. Grindvíkingar eru með öflugt byrjunarlið en spurningin er um breiddina hjá liðinu ef meiðsli koma upp.8. Valur Nýliðar Vals gerðu vel og héldu sér uppi á fyrsta tímabili í fyrra og munu ef spáin rætist ná sæti í úrslitakeppninni í ár undir stjórn Ágústs Björgvinssonar. Valsmenn misstu mikilvægasta leikmann sinn og einn af bestu leikmönnum deildarinnar frá því í fyrra til Tindastóls, Urald King, en fengu tvo erlenda leikmenn inn ásamt Ragnari Nathanaelssyni. Með Ragnari kemur ný vídd í leik Vals og getur Ágúst verið fjölbreyttari á báðum endum vallarins í vetur.Deildarmeistararnir verða nær fallinu.Vísir/Bára9. Þór Þorlákshöfn Það er nýr maður í brúnni í Þorlákshöfn, maður sem þekkir félagið vel eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari bæði Þórs og yngri landsliða Íslands undanfarin ár. Þórsarar misstu af sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan þeir komu upp árið 2011 í fyrra og mæta til leiks með heimamann í brúnni sem ætti að þekkja vel hvernig hægt er að nýta íslenska leikmenn liðsins. Þeir mæta til leiks með þrjá erlenda leikmenn og eru með öfluga leikmenn í hópnum sem verða tilbúnir að hrifsa hvert tækifæri sem þeir fá.10. Haukar Deildarmeistarar síðasta árs misstu af glugganum til að vinna fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í 30 ár í fyrra og þarf Ívar Ásgrímsson nú að byggja upp nýtt lið frá grunni. Án Kára Jónssonar gekk lítið fyrir tveimur árum og rétt sluppu Haukar við fall en í ár er brottfallið ekki aðeins Kári. Finnur Atli Magnússon og Emil Barja hafa verið í lykilhlutverkum hjá Haukum undanfarin ár en hverfa nú á braut og einnig missir félagið Breka Gylfason og Hilmar Pétursson. Alls sömdu níu leikmenn til viðbótar við Haukaliðið sem er stórt spurningarmerki í aðdraganda móts, þar af tveir erlendir leikmenn sem þekkja íslenskan körfubolta. Það stefnir í erfiðan vetur á Ásvöllum en hrökkvi lykilmenn í gang gætu þeir gert atlögu að áttunda og síðasta sætinu sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni.11. Skallagrímur Nýliðarnir sem unnu 1. deildina í fyrra munu veðja á erlenda leikmenn í vetur til að halda sér uppi. Borgnesingar sóttu þrjá nýja erlenda leikmenn, einn bandarískan og tvo frá Evrópu, ásamt því að Björgvin Hafþór Ríkharðsson snýr aftur heim. Þeir sýndu fína takta á undirbúningstímabilinu og unnu meðal annars sigur á Tindastól þar sem erlendu leikmennirnir settu 84 stig. Eyjólfur Ásberg Halldórsson átti öfluga spretti inn á milli síðast þegar Skallagrímur var í efstu deild fyrir tveimur árum en það er undir Björgvini og erlendu leikmönnunum komið að halda liðinu uppi.12. Breiðablik Nýliðar Breiðabliks munu sömuleiðis falla. Þeir fá marga unga leikmenn og leikmenn sem hafa ekki verið í lykilhlutverkum og vonast til þess að þeir stígi upp með stærra hlutverki. Pétur Ingvarsson tók við liðinu af Chris Woods í sumar eftir að hafa þar áður stýrt liði Hamars. Það mun mikið mæða á Christian Covile að skila stigum en hann fór á kostum með liði Snæfells í 1. deildinni í fyrra og ættu Blikar því að vita hvernig hægt er að nýta hann til hins ýtrasta. Líklegt er að þeir þurfi að bæta við einum erlendum leikmanni en það stefnir í erfiðan vetur í Kópavoginum.
Dominos-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira