Magga Stína borgar tvo þriðju launa sinna í húsaleigu Jakob Bjarnar skrifar 1. október 2018 16:45 Magga Stína, nýkjörinn formaður Leigjendasamtakanna, segir farir sínar ekki sléttar eftir basl á leigumarkaði. Alda Lóa Nýkjörinn formaður Leigjendasamtakanna, tónlistarkonan Margrét Kristín Blöndal, segir af miklum hremmingum sínum á leigumarkaði. Hún sé láglaunakona og greiði tvo þriðju útborgaðra launa sinna í húsaleigu. Þetta gerir hún í sagnaröð sem þau Alda Lóa Leifsdóttir ljósmyndari og Gunnar Smári Egilsson blaðamaður hafa tekið saman og fjalla um vonlitla stöðu leigjenda á Íslandi. Vísir hefur þegar birt eina slíka sögu og birtir nú þessa með góðfúslegu leyfi höfunda. Millifyrirsagnir eru Vísis.Meiri hluti teknanna fer í leiguna „Eins og svo margt fólk hef ég að öllum líkindum velt á undan mér einhverjum óraunveruleika, hugmyndum um að ég tilheyrði millistétt og byggi við fjárhagslegt öryggi. En ég er alveg hætt að blekkja mig. Ég er láglaunakona og greiði í dag 2/3 af útborguðum launum mínum fyrir kjallaraíbúð á Melunum. Og ég veit líka að eins og húsnæðismarkaðurinn er orðinn get bara talist heppin að þurfa ekki að borga meira,“ segir Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, betur þekkt sem Magga Stína. Íbúðin er þriggja herbergja, við Hagamel, svefnherbergi og tvær samliggjandi stofur. „Hún átti fyrst að kosta 240 þúsund krónur á mánuði, en ég fékk hana lækkaða niður í 200 þúsund krónur, sagði sem var að ég gæti alls ekki borgað 240 þúsund krónur. En auðvitað get ég í raun ekki HELDUR borgað 200 þúsund. Ég geri það samt um hver mánaðamót, en miðað við þær tekjur sem ég hef get ég það ekki. Bara alls ekki. Ég fæ fastar tekjur, um það bil 317 þúsund krónur útborgaðar um hver mánaðamót. Ég hef því 117 þúsund til að lifa út mánuðinn, ég og sonur minn. Önnur dóttir mín, sem er átján ára, leigir með eldri dóttur minni annars staðar í bænum, en þarf auðvitað á mínum stuðningi að halda. Það sér það hver heilvita maður að við sem fjölskylda lifum ekki af þessum launum. Samt er okkur boðið upp á það, eins og svo mörgu öðru fólki í okkar stöðu.“ Kerfið brotið og óréttlátt Magga Stína bendir á hversu óraunverulegur sá raunveruleiki er sem stórum hópum fólks er boðið upp á. Láglaunafólk, öryrkjar og eftirlaunafólk fær lægri laun og lífeyri en hægt er að lifa af. Leigjendur greiða miklu hærri húsaleigu en þeir geta staðið undir. Ef leigjendur færu til að mynda í greiðslumat kæmi í ljós að þeir eru ekki borgunarfólk fyrir húsaleigunni, þeir fengju aldrei greiðslumat upp á að borga viðlíka fjárhæðir í afborganir.Alda Lóa og Gunnar Smári vinna nú að sagnaröð þar sem leigjendur segja af erfiðri baráttu sinni við að ná endum saman.Sóley Lóa Smáradóttir„Allir vita að kerfið er brotið, óréttlátt og mjög ósanngjarnt. Samt er ekkert að gert. Fólkið sem verður undir í þessu óréttláta kerfi er á einhvern furðulegan hátt gert ósýnilegt, líkt og það sé „blörrað“ út og stjórnvöld gera allra síst nokkurn skapaðan hlut til að leiðrétta kjör þess eða sínar eigin kerfis brotalamir. Í stað þess að leiðrétta ranglætið er það látið brjóta fólk niður,“ segir Magga Stína. „Ég er búin að vera á leigumarkaðnum síðan ég var sautján ára með stuttu hléi, og ég fullyrði að ástandið hefur aldrei verið jafn slæmt og nú. Það er raunveruleikinn. Það hefur aldrei verið í minni tíð verið erfiðara að vera láglaunakona í Reykjavík en núna.“Samfélagið grimmt og mannfjandsamlegt Og þá á Magga Stína ekki aðeins við að að láglaunafólk sé klemmt á milli lágra launa og hárrar húsaleigu, heldur líka að samfélagið sé orðið grimmara og fjandsamlegra. Launafólk þurfi að hafa allan varann á svo það sé ekki hlunnfarið af kerfinu ofan á allt. Til dæmis er allt í tengslum við almannatryggingar og Tryggingastofnun og samskipti fólks við margar þær stofnanir snúið og erfitt. Einfalt erindi getur tekið margar vikur. Fólk sem vinnur alla daga, allan daginn á mögulega erfitt með að einbeita sér að því að leiðrétta bótagreiðslur sem fara að skolast til af óskiljanlegum ástæðum oft á tíðum, skrifstofur meginstofnanna eins og Tryggingarstofnunar og sýslumannsembættisins eru opnar milli 9 og 3 og þá er fólk rétt hálfnað með vinnudaginn og getur í flestum tilfellum ekki fengið sig laust úr vinnu til að bíða eftir afgreiðslu sinna mála. Sögur eru einnig til af leigusölum sem nýta sér örvæntingu leigjenda, okra á þeim og ná af þeim tryggingarfénu með því að segja eðlilegt slit á húsnæði vera skemmdir.„Fólk sem ekki veður í seðlum lifir eins og á óvinasvæði, er hvergi hult og á eilífum flótta segir Magga Stína. Hún segir stéttaskiptingu í íslensku samfélagi orðna meira áberandi. „Snertiflötur milli fólks af ólíkum stéttum er miklu minni tel ég en þegar ég var að alast upp,“ segir Magga Stína. Gróðahyggjan engu betri í dag en fyrir hrun „Melarnir, hverfið sem ég ólst upp í, er orðið allt annað í dag en það var. Ég finn alveg fyrir því í gegnum væntingar sonar míns hvað það er gríðarlega mikill efnahagslegur félagslegur þrýstingur á börnin, því það verður bara að segjast eins og er að hin viðurstyggilega kapítalíska kló, sem ég kalla svo, lætur börnin sko ekki óáreitt og þau, meira að segja, fara að miða hvert annað út frá efnahagslegum status,“ segir Magga Stína. Og telur það bæði óhugnanlegt og sorglegt. „Ég er kannski orðin gömul og nostalgísk, en ég man ekki til þess að þetta hafi verið svona þegar ég var að alast upp. Ekki einu sinni þegar elsta dóttir mín var á sama aldri og sonurinn minn er núna. Fyrir Hrun voru öll viðmið orðin eins og allir væru á geimasýru, fólk var hálf tjúllað í efnishyggju, snobbi og vitleysu. Og við héldum að það hefði bara verið þá, við hefðum bara misstigið okkur aðeins í smástund í gróðahyggju og geðveiki og svo yrði allt gott aftur. En þetta er engu betra í dag.“ Fólk sem fast í gildru Magga Stína segir að stéttaskiptingin sé djúpstæðari í dag. „Þau sem urðu verst út úr Hruninu voru þau sem áttu minnst og stóðu verst,“ segir hún. „Það má vera að margir hafi jafnað sig á Hruninu og hafi það fínt í dag, en þau sem stóðu verst fyrir Hrun hafa það miklu verr í dag. Leigan hefur tvöfaldast, lægst launaða fólkið er flest nú á berum lægstu töxtunum, sem fáum var borgað eftir áður fyrr, og verðlag hækkar og hækkar. Fólk situr fast á launum sem ekki er hægt að lifa af og þarf að borga húsaleigu sem það hefur ekki efni á. Og á sama tíma aukast kröfurnar til fólks.Margrét Kristín er nýr formaður Samtaka leigjenda. Hún segist hafa sætt sig við baslið lengstum en erfitt sé að bjóða börnum sínum upp á annað eins og fátæktargildru.Alda LóaForeldrar eiga að sitja með börnunum sínum og læra heima svo börnin dragist ekki aftur úr. En hvernig á fólk sem þarf að vera í tveimur eða þremur vinnum til að brauðfæða sig og börnin að geta gert það? Foreldrar eiga að greiða fyrir íþróttir, listnám og tómstundir fyrir börnin en eiga samt varla fyrir mat þegar búið er að borga húsaleiguna. Fólk situr fast í einhverjum óraunveruleika, það er ekkert samhengi á milli þess sem ætlast er til af fólki og þeirra kosta sem það býr við.“En hvers vegna er þetta svona? „Við höfum gert frjálshyggjukapítalismann að trúarbrögðum,“ segir Magga Stína. „Og hundseðlið er ríkt í þessari þjóð, því miður. Fólk situr og bíður eftir að einhverjir molar muni falla til þess. Ég held að ég hafi líka verið í því ástandi þar til ég hrökk við. Ætli ég hafi ekki vaknað þegar ég rakst á botninn. Og ég þurfti að reka mig í hann oftar en einu sinni.“Vill ekki sætta sig við þetta hlutskipti fyrir börnin Magga Stína sætti sig áður betur við blankheitin og baslið. „Þegar maður er yngri er orkan allt öðruvísi, kona heldur sig eilífa og er viss um að allt reddist,“ segir hún. „Ég var stöðugt hlaupandi eftir verkefnum hvar sem í þau náðist til þess að ná í aukatekjur. Hlaupandi á milli staða og sætti mig við það. Ég gerði heldur ekki miklar kröfur, ég hef aldrei gert það. Ég tapaði engu í Hruninu vegna þess að ég átti ekki neitt. Ég hef aldrei sóst eftir að hafa miklar tekjur eða eiga neitt, get vel sætt mig við að leigja litla íbúð, ferðast um í strætó og fara í sund til að lyfta mér upp. Já, já, en auðvitað er sannleikurinn sá að ég vil geta gefið börnunum mínum góðan mat að borða, ég geta leyft þeim að stunda tómstundir og geta klætt þau almennilega. Ég vil geta séð þeim fyrir nauðsynlegum lyfjum þegar á þarf að halda og svo framvegis og svo framvegis.“ Magga Stína segist ekki biðja um einhvern munað. „En svo einhvern veginn rennur það upp fyrir manni að þetta er ekki að fara að skána af sjálfu sér, það er miklu líklegra að þetta eigi eftir að versna. Ég sé að börnin mín eru farin að hlaupa þennan sama hring, strax og þau fara að heiman, þurfa að brjóta heilann um hvernig þau geti unnið sem mest með menntaskóla og háskólanámi til að eiga fyrir leigunni. Þá rennur upp fyrir manni að þetta mun halda áfram að versna þangað til að fólk tekur höndum saman, rís upp og neitar að sætta sig við þetta lengur. Ég sætti mig of lengi við þetta sjálf en ég ætla ekki að sætta mig við að þetta sé eitthvað sem liggi fyrir börnunum okkar og svo þá barnabörnunum okkar þegar þau vaxa upp.“ Fólk kemst ekki af á launum sínum Magga Stína segir marga í verri stöðu en hún er. Hún segist eiga frábæra fjölskyldu sem hafa alla tíð stutt hana með ráðum og dáð, eigi dásamlega vini sem einnig hafa stutt hana og hún njóti þess að vera vel tengd þeim. „Ég hef kannski ekki þurft að sætta mig við algjöra niðurlægingu með því að þurfa að þiggja leigu í óíbúðarhæfu húsnæði eins og margir hafa þurft að gera og verið er að bjóða fólki,“ segir hún. „Ég hagi í millistéttarvitundinni og reyni að ímynda mér að ég tilheyri henni.“ Hún segist sjá á lífi foreldra sinna að lífskjör millistéttarinnar séu ekki söm og áður.Magga Stína er ein vinsælasta tónlistarkona Íslands, hefur lengi verið allt síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið með hljómsveitinni Risaeðlunni. Nú vendir hún sínu kvæði í kross og tekur þátt í verkalýðsbaráttu fyrir hönd leigjenda.Visir/Vilhelm„Þegar lágstéttin er brotin fellur millistéttin niður til hennar. Ég er alin upp í þeirri trú að ef störf fólks væru metin að verðleikum, kæmist venjulegt vinnandi fólk þokkalega af, gæti eignast þak yfir höfuðið, lifað innihaldsríku lífi og búið við öryggi í ellinni. En þetta er bara alls ekki svona í dag. En margt millistéttarfólk vill ekki sjá þetta, og þá helst af ótta við að þurfa að horfast í augu við að það lifir í raun lágstéttarlífi, hefur ekki efni á millistéttarlífinu sem það taldi sig vera að stefna á. Ef þetta á ekki við fólk meðan það er á vinnumarkaði þá verður þetta sannarlega raunin þegar fólk fer á eftirlaun. Þannig er nú Ísland í dag.“ Leiguverð hækkað langt umfram laun Magga Stína var kjörinn formaður Samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna á laugardaginn. Samtökin höfðu legið niðri um skeið eftir að fólkið sem hafði stofnað þau fyrir fimm árum hafði í raun brunnið upp í mikilli vinnu sem því miður skilaði litlu. „Þrátt fyrir elju og ómælda sjálfboðavinnu þá lenti fólkið á vegg,“ segir Magga Stína. „Þrátt fyrir allar þær efnahagslegu hörmungar sem gengið höfðu yfir leigjendur frá Hruni, þrátt fyrir að meira en níu þúsund heimili hafi til að mynda verið boðin upp og fjölskyldurnar hafi verið hraktar skuldugar út á leigumarkaðinn, þrátt fyrir að leiguverð hafi hækkað langt umfram laun og grafið undan lífskjörum lágtekjufólks,þrátt fyrir að ungt barnafólk væri blóðmjólkað á markaðnum og þyrfti að flytja milli hverfa nánast árlega; þrátt fyrir allt þetta veittu stjórnvöld samtökum leigjenda enga hjálp, veittu leigjendum enga vernd og hlustuðu ekki á kröfur þeirra um uppbyggingu öruggs húsnæðis. Þvert á móti þá mótuðu stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, húsnæðisstefnu sína að hagsmunum leigufélaganna, verktaka, lóðabraskara og annarra sem vildu hagnast á húsnæðisneyð fólks.“ Ríkisstjórnin hefur brugðist Magga Stína segir viðbrögð stjórnvalda við húsnæðiskreppunni hneyksli og enn eitt dæmið um hversu mikið samfélag okkar hefur látið á sjá. „Það er fyrsta skylda sveitastjórna að sjá íbúunum fyrir húsnæði sem þeir ráða við,“ segir hún. „En það virðist ekki hvarfla að Reykjavíkurborg né öðrum sveitarfélögum. Það hvarflar ekki að ríkisstjórninni að setja þak á leigu. Það hvarflar ekki að stjórnvöldum að bregðast við vanda leigjenda. Þess vegna þurfum við leigjendur að sameinast og neyða stjórnvöld til að hlusta á kröfur okkar. Og ekki bara að hlusta, heldur að framkvæma. NÚNA.“ Kjaramál Tengdar fréttir Hraktist einstæð heim í Búðardal og er þar föst í skuldafeni Óréttlæti gagnvart leigjendum er yfirgengilegt að sögn þeirra Öldu Lóu og Gunnars Smára. 27. september 2018 11:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Nýkjörinn formaður Leigjendasamtakanna, tónlistarkonan Margrét Kristín Blöndal, segir af miklum hremmingum sínum á leigumarkaði. Hún sé láglaunakona og greiði tvo þriðju útborgaðra launa sinna í húsaleigu. Þetta gerir hún í sagnaröð sem þau Alda Lóa Leifsdóttir ljósmyndari og Gunnar Smári Egilsson blaðamaður hafa tekið saman og fjalla um vonlitla stöðu leigjenda á Íslandi. Vísir hefur þegar birt eina slíka sögu og birtir nú þessa með góðfúslegu leyfi höfunda. Millifyrirsagnir eru Vísis.Meiri hluti teknanna fer í leiguna „Eins og svo margt fólk hef ég að öllum líkindum velt á undan mér einhverjum óraunveruleika, hugmyndum um að ég tilheyrði millistétt og byggi við fjárhagslegt öryggi. En ég er alveg hætt að blekkja mig. Ég er láglaunakona og greiði í dag 2/3 af útborguðum launum mínum fyrir kjallaraíbúð á Melunum. Og ég veit líka að eins og húsnæðismarkaðurinn er orðinn get bara talist heppin að þurfa ekki að borga meira,“ segir Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, betur þekkt sem Magga Stína. Íbúðin er þriggja herbergja, við Hagamel, svefnherbergi og tvær samliggjandi stofur. „Hún átti fyrst að kosta 240 þúsund krónur á mánuði, en ég fékk hana lækkaða niður í 200 þúsund krónur, sagði sem var að ég gæti alls ekki borgað 240 þúsund krónur. En auðvitað get ég í raun ekki HELDUR borgað 200 þúsund. Ég geri það samt um hver mánaðamót, en miðað við þær tekjur sem ég hef get ég það ekki. Bara alls ekki. Ég fæ fastar tekjur, um það bil 317 þúsund krónur útborgaðar um hver mánaðamót. Ég hef því 117 þúsund til að lifa út mánuðinn, ég og sonur minn. Önnur dóttir mín, sem er átján ára, leigir með eldri dóttur minni annars staðar í bænum, en þarf auðvitað á mínum stuðningi að halda. Það sér það hver heilvita maður að við sem fjölskylda lifum ekki af þessum launum. Samt er okkur boðið upp á það, eins og svo mörgu öðru fólki í okkar stöðu.“ Kerfið brotið og óréttlátt Magga Stína bendir á hversu óraunverulegur sá raunveruleiki er sem stórum hópum fólks er boðið upp á. Láglaunafólk, öryrkjar og eftirlaunafólk fær lægri laun og lífeyri en hægt er að lifa af. Leigjendur greiða miklu hærri húsaleigu en þeir geta staðið undir. Ef leigjendur færu til að mynda í greiðslumat kæmi í ljós að þeir eru ekki borgunarfólk fyrir húsaleigunni, þeir fengju aldrei greiðslumat upp á að borga viðlíka fjárhæðir í afborganir.Alda Lóa og Gunnar Smári vinna nú að sagnaröð þar sem leigjendur segja af erfiðri baráttu sinni við að ná endum saman.Sóley Lóa Smáradóttir„Allir vita að kerfið er brotið, óréttlátt og mjög ósanngjarnt. Samt er ekkert að gert. Fólkið sem verður undir í þessu óréttláta kerfi er á einhvern furðulegan hátt gert ósýnilegt, líkt og það sé „blörrað“ út og stjórnvöld gera allra síst nokkurn skapaðan hlut til að leiðrétta kjör þess eða sínar eigin kerfis brotalamir. Í stað þess að leiðrétta ranglætið er það látið brjóta fólk niður,“ segir Magga Stína. „Ég er búin að vera á leigumarkaðnum síðan ég var sautján ára með stuttu hléi, og ég fullyrði að ástandið hefur aldrei verið jafn slæmt og nú. Það er raunveruleikinn. Það hefur aldrei verið í minni tíð verið erfiðara að vera láglaunakona í Reykjavík en núna.“Samfélagið grimmt og mannfjandsamlegt Og þá á Magga Stína ekki aðeins við að að láglaunafólk sé klemmt á milli lágra launa og hárrar húsaleigu, heldur líka að samfélagið sé orðið grimmara og fjandsamlegra. Launafólk þurfi að hafa allan varann á svo það sé ekki hlunnfarið af kerfinu ofan á allt. Til dæmis er allt í tengslum við almannatryggingar og Tryggingastofnun og samskipti fólks við margar þær stofnanir snúið og erfitt. Einfalt erindi getur tekið margar vikur. Fólk sem vinnur alla daga, allan daginn á mögulega erfitt með að einbeita sér að því að leiðrétta bótagreiðslur sem fara að skolast til af óskiljanlegum ástæðum oft á tíðum, skrifstofur meginstofnanna eins og Tryggingarstofnunar og sýslumannsembættisins eru opnar milli 9 og 3 og þá er fólk rétt hálfnað með vinnudaginn og getur í flestum tilfellum ekki fengið sig laust úr vinnu til að bíða eftir afgreiðslu sinna mála. Sögur eru einnig til af leigusölum sem nýta sér örvæntingu leigjenda, okra á þeim og ná af þeim tryggingarfénu með því að segja eðlilegt slit á húsnæði vera skemmdir.„Fólk sem ekki veður í seðlum lifir eins og á óvinasvæði, er hvergi hult og á eilífum flótta segir Magga Stína. Hún segir stéttaskiptingu í íslensku samfélagi orðna meira áberandi. „Snertiflötur milli fólks af ólíkum stéttum er miklu minni tel ég en þegar ég var að alast upp,“ segir Magga Stína. Gróðahyggjan engu betri í dag en fyrir hrun „Melarnir, hverfið sem ég ólst upp í, er orðið allt annað í dag en það var. Ég finn alveg fyrir því í gegnum væntingar sonar míns hvað það er gríðarlega mikill efnahagslegur félagslegur þrýstingur á börnin, því það verður bara að segjast eins og er að hin viðurstyggilega kapítalíska kló, sem ég kalla svo, lætur börnin sko ekki óáreitt og þau, meira að segja, fara að miða hvert annað út frá efnahagslegum status,“ segir Magga Stína. Og telur það bæði óhugnanlegt og sorglegt. „Ég er kannski orðin gömul og nostalgísk, en ég man ekki til þess að þetta hafi verið svona þegar ég var að alast upp. Ekki einu sinni þegar elsta dóttir mín var á sama aldri og sonurinn minn er núna. Fyrir Hrun voru öll viðmið orðin eins og allir væru á geimasýru, fólk var hálf tjúllað í efnishyggju, snobbi og vitleysu. Og við héldum að það hefði bara verið þá, við hefðum bara misstigið okkur aðeins í smástund í gróðahyggju og geðveiki og svo yrði allt gott aftur. En þetta er engu betra í dag.“ Fólk sem fast í gildru Magga Stína segir að stéttaskiptingin sé djúpstæðari í dag. „Þau sem urðu verst út úr Hruninu voru þau sem áttu minnst og stóðu verst,“ segir hún. „Það má vera að margir hafi jafnað sig á Hruninu og hafi það fínt í dag, en þau sem stóðu verst fyrir Hrun hafa það miklu verr í dag. Leigan hefur tvöfaldast, lægst launaða fólkið er flest nú á berum lægstu töxtunum, sem fáum var borgað eftir áður fyrr, og verðlag hækkar og hækkar. Fólk situr fast á launum sem ekki er hægt að lifa af og þarf að borga húsaleigu sem það hefur ekki efni á. Og á sama tíma aukast kröfurnar til fólks.Margrét Kristín er nýr formaður Samtaka leigjenda. Hún segist hafa sætt sig við baslið lengstum en erfitt sé að bjóða börnum sínum upp á annað eins og fátæktargildru.Alda LóaForeldrar eiga að sitja með börnunum sínum og læra heima svo börnin dragist ekki aftur úr. En hvernig á fólk sem þarf að vera í tveimur eða þremur vinnum til að brauðfæða sig og börnin að geta gert það? Foreldrar eiga að greiða fyrir íþróttir, listnám og tómstundir fyrir börnin en eiga samt varla fyrir mat þegar búið er að borga húsaleiguna. Fólk situr fast í einhverjum óraunveruleika, það er ekkert samhengi á milli þess sem ætlast er til af fólki og þeirra kosta sem það býr við.“En hvers vegna er þetta svona? „Við höfum gert frjálshyggjukapítalismann að trúarbrögðum,“ segir Magga Stína. „Og hundseðlið er ríkt í þessari þjóð, því miður. Fólk situr og bíður eftir að einhverjir molar muni falla til þess. Ég held að ég hafi líka verið í því ástandi þar til ég hrökk við. Ætli ég hafi ekki vaknað þegar ég rakst á botninn. Og ég þurfti að reka mig í hann oftar en einu sinni.“Vill ekki sætta sig við þetta hlutskipti fyrir börnin Magga Stína sætti sig áður betur við blankheitin og baslið. „Þegar maður er yngri er orkan allt öðruvísi, kona heldur sig eilífa og er viss um að allt reddist,“ segir hún. „Ég var stöðugt hlaupandi eftir verkefnum hvar sem í þau náðist til þess að ná í aukatekjur. Hlaupandi á milli staða og sætti mig við það. Ég gerði heldur ekki miklar kröfur, ég hef aldrei gert það. Ég tapaði engu í Hruninu vegna þess að ég átti ekki neitt. Ég hef aldrei sóst eftir að hafa miklar tekjur eða eiga neitt, get vel sætt mig við að leigja litla íbúð, ferðast um í strætó og fara í sund til að lyfta mér upp. Já, já, en auðvitað er sannleikurinn sá að ég vil geta gefið börnunum mínum góðan mat að borða, ég geta leyft þeim að stunda tómstundir og geta klætt þau almennilega. Ég vil geta séð þeim fyrir nauðsynlegum lyfjum þegar á þarf að halda og svo framvegis og svo framvegis.“ Magga Stína segist ekki biðja um einhvern munað. „En svo einhvern veginn rennur það upp fyrir manni að þetta er ekki að fara að skána af sjálfu sér, það er miklu líklegra að þetta eigi eftir að versna. Ég sé að börnin mín eru farin að hlaupa þennan sama hring, strax og þau fara að heiman, þurfa að brjóta heilann um hvernig þau geti unnið sem mest með menntaskóla og háskólanámi til að eiga fyrir leigunni. Þá rennur upp fyrir manni að þetta mun halda áfram að versna þangað til að fólk tekur höndum saman, rís upp og neitar að sætta sig við þetta lengur. Ég sætti mig of lengi við þetta sjálf en ég ætla ekki að sætta mig við að þetta sé eitthvað sem liggi fyrir börnunum okkar og svo þá barnabörnunum okkar þegar þau vaxa upp.“ Fólk kemst ekki af á launum sínum Magga Stína segir marga í verri stöðu en hún er. Hún segist eiga frábæra fjölskyldu sem hafa alla tíð stutt hana með ráðum og dáð, eigi dásamlega vini sem einnig hafa stutt hana og hún njóti þess að vera vel tengd þeim. „Ég hef kannski ekki þurft að sætta mig við algjöra niðurlægingu með því að þurfa að þiggja leigu í óíbúðarhæfu húsnæði eins og margir hafa þurft að gera og verið er að bjóða fólki,“ segir hún. „Ég hagi í millistéttarvitundinni og reyni að ímynda mér að ég tilheyri henni.“ Hún segist sjá á lífi foreldra sinna að lífskjör millistéttarinnar séu ekki söm og áður.Magga Stína er ein vinsælasta tónlistarkona Íslands, hefur lengi verið allt síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið með hljómsveitinni Risaeðlunni. Nú vendir hún sínu kvæði í kross og tekur þátt í verkalýðsbaráttu fyrir hönd leigjenda.Visir/Vilhelm„Þegar lágstéttin er brotin fellur millistéttin niður til hennar. Ég er alin upp í þeirri trú að ef störf fólks væru metin að verðleikum, kæmist venjulegt vinnandi fólk þokkalega af, gæti eignast þak yfir höfuðið, lifað innihaldsríku lífi og búið við öryggi í ellinni. En þetta er bara alls ekki svona í dag. En margt millistéttarfólk vill ekki sjá þetta, og þá helst af ótta við að þurfa að horfast í augu við að það lifir í raun lágstéttarlífi, hefur ekki efni á millistéttarlífinu sem það taldi sig vera að stefna á. Ef þetta á ekki við fólk meðan það er á vinnumarkaði þá verður þetta sannarlega raunin þegar fólk fer á eftirlaun. Þannig er nú Ísland í dag.“ Leiguverð hækkað langt umfram laun Magga Stína var kjörinn formaður Samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna á laugardaginn. Samtökin höfðu legið niðri um skeið eftir að fólkið sem hafði stofnað þau fyrir fimm árum hafði í raun brunnið upp í mikilli vinnu sem því miður skilaði litlu. „Þrátt fyrir elju og ómælda sjálfboðavinnu þá lenti fólkið á vegg,“ segir Magga Stína. „Þrátt fyrir allar þær efnahagslegu hörmungar sem gengið höfðu yfir leigjendur frá Hruni, þrátt fyrir að meira en níu þúsund heimili hafi til að mynda verið boðin upp og fjölskyldurnar hafi verið hraktar skuldugar út á leigumarkaðinn, þrátt fyrir að leiguverð hafi hækkað langt umfram laun og grafið undan lífskjörum lágtekjufólks,þrátt fyrir að ungt barnafólk væri blóðmjólkað á markaðnum og þyrfti að flytja milli hverfa nánast árlega; þrátt fyrir allt þetta veittu stjórnvöld samtökum leigjenda enga hjálp, veittu leigjendum enga vernd og hlustuðu ekki á kröfur þeirra um uppbyggingu öruggs húsnæðis. Þvert á móti þá mótuðu stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, húsnæðisstefnu sína að hagsmunum leigufélaganna, verktaka, lóðabraskara og annarra sem vildu hagnast á húsnæðisneyð fólks.“ Ríkisstjórnin hefur brugðist Magga Stína segir viðbrögð stjórnvalda við húsnæðiskreppunni hneyksli og enn eitt dæmið um hversu mikið samfélag okkar hefur látið á sjá. „Það er fyrsta skylda sveitastjórna að sjá íbúunum fyrir húsnæði sem þeir ráða við,“ segir hún. „En það virðist ekki hvarfla að Reykjavíkurborg né öðrum sveitarfélögum. Það hvarflar ekki að ríkisstjórninni að setja þak á leigu. Það hvarflar ekki að stjórnvöldum að bregðast við vanda leigjenda. Þess vegna þurfum við leigjendur að sameinast og neyða stjórnvöld til að hlusta á kröfur okkar. Og ekki bara að hlusta, heldur að framkvæma. NÚNA.“
Kjaramál Tengdar fréttir Hraktist einstæð heim í Búðardal og er þar föst í skuldafeni Óréttlæti gagnvart leigjendum er yfirgengilegt að sögn þeirra Öldu Lóu og Gunnars Smára. 27. september 2018 11:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Hraktist einstæð heim í Búðardal og er þar föst í skuldafeni Óréttlæti gagnvart leigjendum er yfirgengilegt að sögn þeirra Öldu Lóu og Gunnars Smára. 27. september 2018 11:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent