Skoða að senda Íslendinga til Indónesíu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 1. október 2018 14:00 Eyðileggingin í Indónesíu er mikil. Getty/Carl Court Til athugunar er að senda Íslendinga á hamfarasvæðin í Indónesíu með samtökunum NetHOPE. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hlutverk þeirra er meðal annars að tryggja fjarskiptasamband á svæðinu. Staðfest er að 844 hafi látist af völdum jarðskjálftans sem reið yfir Indónesíu á föstudag. Þetta kom fram á blaðamannafundi indónesískra yfirvalda í morgun, en ljóst er að sú tala á eftir að hækka, þar sem óttast er hundruð séu grafnir í leðju og drullu á hamfarasvæðunum. Sutopo Purwo Nugroho, talsmaður yfirvalda, sagði að stórvirkar vinnuvélar væru nú komnar að þau svæði sem urðu hvað verst úti í skjálftanum en þær verða til að mynda notaðar í borginni Palu til þess að leita í rústum verslunarmiðstöðvar og hótels. Ekki hefur verið leitað í rústum bygginganna þar sem þær eru taldar óstöðugar þannig að ekki er óhætt fyrir björgunarfólk að fara þangað inn. Sutopo sagði að yfirvöld enn takmarkaðar upplýsingar um ástandið á þeim svæðum sem fóru verst út úr skjálftanum og þeirri gríðarmiklu flóðbylgju sem fylgdi í kjölfarið. Þá liggja rafmagns- og símalínur enn niðri í Palu, Donggala, Sigi og Parigi Moutong. Samkvæmt því sem kom fram á blaðamannafundinum voru 144 erlendir ríkisborgarar staddir í Palu og Donggala þegar jarðskjálftinn reið yfir. Í morgun hófst greftrun hinna látnu en þeir verða jarðsettir í fjöldagröfum til að draga úr líkum á sjúkdómum á svæðinu. Indónesísk stjórnvöld hafa ákveðið að þiggja boð annarra ríkja um björgunaraðstoð en neyðaraðstoð hefur borist illa og seint til skjálftasvæðanna, bæði vegna vega sem eyðilögðust í hamförunum sem og vegna þess hversu seint yfirvöld í landinu tóku ákvörðun um að þiggja aðstoð. Asía - hamfarir Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Til athugunar er að senda Íslendinga á hamfarasvæðin í Indónesíu með samtökunum NetHOPE. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hlutverk þeirra er meðal annars að tryggja fjarskiptasamband á svæðinu. Staðfest er að 844 hafi látist af völdum jarðskjálftans sem reið yfir Indónesíu á föstudag. Þetta kom fram á blaðamannafundi indónesískra yfirvalda í morgun, en ljóst er að sú tala á eftir að hækka, þar sem óttast er hundruð séu grafnir í leðju og drullu á hamfarasvæðunum. Sutopo Purwo Nugroho, talsmaður yfirvalda, sagði að stórvirkar vinnuvélar væru nú komnar að þau svæði sem urðu hvað verst úti í skjálftanum en þær verða til að mynda notaðar í borginni Palu til þess að leita í rústum verslunarmiðstöðvar og hótels. Ekki hefur verið leitað í rústum bygginganna þar sem þær eru taldar óstöðugar þannig að ekki er óhætt fyrir björgunarfólk að fara þangað inn. Sutopo sagði að yfirvöld enn takmarkaðar upplýsingar um ástandið á þeim svæðum sem fóru verst út úr skjálftanum og þeirri gríðarmiklu flóðbylgju sem fylgdi í kjölfarið. Þá liggja rafmagns- og símalínur enn niðri í Palu, Donggala, Sigi og Parigi Moutong. Samkvæmt því sem kom fram á blaðamannafundinum voru 144 erlendir ríkisborgarar staddir í Palu og Donggala þegar jarðskjálftinn reið yfir. Í morgun hófst greftrun hinna látnu en þeir verða jarðsettir í fjöldagröfum til að draga úr líkum á sjúkdómum á svæðinu. Indónesísk stjórnvöld hafa ákveðið að þiggja boð annarra ríkja um björgunaraðstoð en neyðaraðstoð hefur borist illa og seint til skjálftasvæðanna, bæði vegna vega sem eyðilögðust í hamförunum sem og vegna þess hversu seint yfirvöld í landinu tóku ákvörðun um að þiggja aðstoð.
Asía - hamfarir Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira