Fósturbörn í heild sinni: María fékk lítinn dreng í fóstur Stefán Árni Pálsson skrifar 1. október 2018 14:30 María var stressuð til að byrja með en núna gengur allt eins og í sögu. Sindri Sindrason hélt áfram að fjalla um fósturkerfið á Íslandi í annarri þáttaröð af Fósturbörnum sem hóf göngu sína á sunnudagskvöldið. Í fyrsta og öðrum þættinum fylgdist Sindri með ferlinu hjá Maríu Dröfn, einstæðri 39 ára konu, sem langar að eignast sína eigin fjölskyldu. María hitti Sindra fyrst í janúar á þessu ári. Í þættinum er farið vel yfir allt ferlið sem María þarf að fara í gegnum til að vera metin hæf sem fósturforeldri en hana langar að fá barn á aldrinum 0-7 ára í varanlegt fóstur. Hún hefur áður reynt að eignast barn. Í þættinum í gær fékk María dreng í fóstur. Drengurinn hafði búið við mikla vanrækslu. „Ég er til í þessa ábyrgð, en mig kvíðir fyrir henni,“ sagði María áður en hún hitti drenginn í fyrsta sinn. „Ég var mjög stressuð og hugsaði mjög mikið um það að honum myndi ekki líka vel við mig, að hann myndi alveg hunsa mig og það var það eina sem festist í hausnum á mér.“ María hefur verið með drenginn í fóstri síðan í sumar. María segist strax hafa séð að þarna var yndislegur drengur þegar hún sá hann fyrst. „Ég var mjög glöð með það hvað hann tók mér strax vel. Ég var búin að búa mig undir að hann myndi hunsa mig til að byrja með, að það væru eðlileg viðbrögð en hann vildi alveg tala við mig og sýna mér herbergið sitt.“ Sindri ræddi síðan við Maríu þegar drengurinn hafði búið hjá henni í rúman mánuð. „Það hefur gengið rosalega vel, hann er rosalega brattur og duglegur. Hann er búinn að stækka fullt, kominn með lit í kinnarnar og baugarnir farnir. Hann er farinn að geta talað við mann og tjáir sig við mann, sem hann gerði lítið þegar hann kom fyrst.“ Hér að neðan má sjá annan þáttinn af Fósturbörnum sem eru á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. Fósturbörn Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Fleiri fréttir Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Sjá meira
Sindri Sindrason hélt áfram að fjalla um fósturkerfið á Íslandi í annarri þáttaröð af Fósturbörnum sem hóf göngu sína á sunnudagskvöldið. Í fyrsta og öðrum þættinum fylgdist Sindri með ferlinu hjá Maríu Dröfn, einstæðri 39 ára konu, sem langar að eignast sína eigin fjölskyldu. María hitti Sindra fyrst í janúar á þessu ári. Í þættinum er farið vel yfir allt ferlið sem María þarf að fara í gegnum til að vera metin hæf sem fósturforeldri en hana langar að fá barn á aldrinum 0-7 ára í varanlegt fóstur. Hún hefur áður reynt að eignast barn. Í þættinum í gær fékk María dreng í fóstur. Drengurinn hafði búið við mikla vanrækslu. „Ég er til í þessa ábyrgð, en mig kvíðir fyrir henni,“ sagði María áður en hún hitti drenginn í fyrsta sinn. „Ég var mjög stressuð og hugsaði mjög mikið um það að honum myndi ekki líka vel við mig, að hann myndi alveg hunsa mig og það var það eina sem festist í hausnum á mér.“ María hefur verið með drenginn í fóstri síðan í sumar. María segist strax hafa séð að þarna var yndislegur drengur þegar hún sá hann fyrst. „Ég var mjög glöð með það hvað hann tók mér strax vel. Ég var búin að búa mig undir að hann myndi hunsa mig til að byrja með, að það væru eðlileg viðbrögð en hann vildi alveg tala við mig og sýna mér herbergið sitt.“ Sindri ræddi síðan við Maríu þegar drengurinn hafði búið hjá henni í rúman mánuð. „Það hefur gengið rosalega vel, hann er rosalega brattur og duglegur. Hann er búinn að stækka fullt, kominn með lit í kinnarnar og baugarnir farnir. Hann er farinn að geta talað við mann og tjáir sig við mann, sem hann gerði lítið þegar hann kom fyrst.“ Hér að neðan má sjá annan þáttinn af Fósturbörnum sem eru á Stöð 2 á sunnudagskvöldum.
Fósturbörn Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Fleiri fréttir Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Sjá meira