Börn sett í ólíðandi aðstæður í boði borgarinnar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 1. október 2018 12:05 Inntökuskilyrði í Klettaskóla eru of ströng. Í skólanum eru 130 nemendur en upphaflega var gert ráð fyrir að þar stunduðu innan við hundrað nemendur nám. Foreldrar sem hafa óskað eftir vist fyrir barn sitt í sérskólaúrræði eins og Klettaskóla hafa orðið frá að víkja ef fyrirsjáanlegt er að barnið nær ekki þeim viðmiðunum, stundum naumlega, sem inntökuskilyrðin gera ráð fyrir. Eðli málsins samkvæmt er því enginn biðlisti í Klettaskóla að heitið geti. Nemendur með miðlungs eða væga þroskahömlun stunda öllu jafnan nám í almennum bekk, sum með stuðning og í sérkennslu. Einn þátttökubekkur er rekinn í tengslum við Klettaskóla. Hann var settur á fót 2013 og eru sömu inntökuskilyrðin í hann og Klettaskóla.Vaxandi vanlíðanÍ ljósi vaxandi vanlíðunar barna, aukins sjálfsskaða og aukinnar tíðni sjálfsvígshugsana samkvæmt niðurstöðu sem birtist í nýlegri skýrslu Embættis landlæknis er hér um alvarlegan hlut að ræða í skólakerfi Reykjavíkur. Skóli án aðgreiningar er sú stefna sem Reykjavíkurborg rekur í skólamálum. Ef skóli án aðgreiningar á að vera fyrir öll börn þarf að fylgja honum fullnægjandi fjármagn til að hægt sé að bjóða börnum með væga og miðlungs þroskahömlun og börnum með aðrar sérþarfir þjónustu við hæfi. Um er að ræða þjónustu þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, aðgengi að sálfræðingi, sérkennara, sjúkraþjálfara, hjúkrunarfræðinga og náms-og félagsráðgjafa. Þetta er ekki raunveruleikinn í skólakerfi Reykjavíkurborgar. Í Reykjavík er ekki nægjanlega hlúð að börnum með þroskahömlun í skóla án aðgreiningar. Börn með væga og miðlungs þroskahömlun eru mörg sett í ólíðandi skólaaðstæður í boði borgarinnar. Mörg eru einangruð, einmana og finna sig ekki í aðstæðunum þar sem þau geta ekki það sama og hin börnin. Þeim finnst þau vera öðruvísi og eignast ekki vini á jafningjagrunni.Hvað segja foreldrar barna með þroskahömlun?Kannanir hafa verið gerðar hjá Reykjavíkurborg en í engri þeirra koma fram skoðanir foreldra þroskahamlaðra barna. Rætt er um sérþarfir í könnunum sem er mjög vítt hugtak og getur vísað til alls mögulegs s.s. lesblindu, málþroskaröskun, ADHD en ekki endilega til þroskahamlana á borð við vitsmunaþroskaskerðingu. Börn með þroskahömlun og foreldrar þeirra eru viðkvæmur hópur. Þetta er ekki háværasti hópurinn í samfélaginu. Allir foreldrar vilja það besta fyrir börn sín, að þau fái þjónustu við hæfi og séu í aðstæðum þar sem þau geta notið sín í undirbúningnum undir lífið. Margir foreldra barna með þroskahömlun bera kvíðboga fyrir börnum sínum nú og til framtíðar og svíður að hafa ekki val um skóla- og námsúrræði sem hentar þeim betur.Hvert er stefnt?Borgarmeirihlutinn hefur staðfest að ekki verði sett á laggirnar fleiri sérskólaúrræði með því að fella tillögur þess efnis sem lagðar voru fram í borgarstjórn. Tillögurnar voru felldar á þeim grundvelli að ekki sé þörf fyrir fleiri og fjölbreyttari sérúrræð fyrir nemendur með þroskahömlun. Þetta samræmist ekki því sem foreldrar barna með miðlungs eða væga þroskahömlun segja. Ný tillaga hefur verið lögð fram í Skóla- og frístundaráði um að rýmka inntökureglur í þátttökubekki. Til stóð upphaflega að bekkirnir yrðu fjórir en í dag er aðeins einn slíkur bekkur og er hann fullsetinn. Með því að bæta við þátttökubekk og rýmka inntökuskilyrðin svo þau nái utan um börn með væga og miðlungs þroskahömlun mun koma í ljós hver hin raunverulega þörf er. Fjölgi umsóknum í „þátttökubekk“ ætti síðan að vera í lófa lagið að fjölga þeim eftir þörfum. Hættum að þjösnast áfram í þessum málum og rembast við að steypa öll börn í sama mót. Skóli án aðgreiningar er rekinn af vanefnum í Reykjavík og er því ekki í þágu allra barna. Segja má að tvennt standi til boða að gera, annars vegar að gera skóla án aðgreiningar fullnægjandi fyrir öll börn eða fjölga sérúrræðum. Það er réttur hvers barns að fá skólaúrræði við hæfi þar sem því líður vel, þar sem námsefnið er við hæfi og þar sem félagslegum þörfum þess er mætt.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Inntökuskilyrði í Klettaskóla eru of ströng. Í skólanum eru 130 nemendur en upphaflega var gert ráð fyrir að þar stunduðu innan við hundrað nemendur nám. Foreldrar sem hafa óskað eftir vist fyrir barn sitt í sérskólaúrræði eins og Klettaskóla hafa orðið frá að víkja ef fyrirsjáanlegt er að barnið nær ekki þeim viðmiðunum, stundum naumlega, sem inntökuskilyrðin gera ráð fyrir. Eðli málsins samkvæmt er því enginn biðlisti í Klettaskóla að heitið geti. Nemendur með miðlungs eða væga þroskahömlun stunda öllu jafnan nám í almennum bekk, sum með stuðning og í sérkennslu. Einn þátttökubekkur er rekinn í tengslum við Klettaskóla. Hann var settur á fót 2013 og eru sömu inntökuskilyrðin í hann og Klettaskóla.Vaxandi vanlíðanÍ ljósi vaxandi vanlíðunar barna, aukins sjálfsskaða og aukinnar tíðni sjálfsvígshugsana samkvæmt niðurstöðu sem birtist í nýlegri skýrslu Embættis landlæknis er hér um alvarlegan hlut að ræða í skólakerfi Reykjavíkur. Skóli án aðgreiningar er sú stefna sem Reykjavíkurborg rekur í skólamálum. Ef skóli án aðgreiningar á að vera fyrir öll börn þarf að fylgja honum fullnægjandi fjármagn til að hægt sé að bjóða börnum með væga og miðlungs þroskahömlun og börnum með aðrar sérþarfir þjónustu við hæfi. Um er að ræða þjónustu þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, aðgengi að sálfræðingi, sérkennara, sjúkraþjálfara, hjúkrunarfræðinga og náms-og félagsráðgjafa. Þetta er ekki raunveruleikinn í skólakerfi Reykjavíkurborgar. Í Reykjavík er ekki nægjanlega hlúð að börnum með þroskahömlun í skóla án aðgreiningar. Börn með væga og miðlungs þroskahömlun eru mörg sett í ólíðandi skólaaðstæður í boði borgarinnar. Mörg eru einangruð, einmana og finna sig ekki í aðstæðunum þar sem þau geta ekki það sama og hin börnin. Þeim finnst þau vera öðruvísi og eignast ekki vini á jafningjagrunni.Hvað segja foreldrar barna með þroskahömlun?Kannanir hafa verið gerðar hjá Reykjavíkurborg en í engri þeirra koma fram skoðanir foreldra þroskahamlaðra barna. Rætt er um sérþarfir í könnunum sem er mjög vítt hugtak og getur vísað til alls mögulegs s.s. lesblindu, málþroskaröskun, ADHD en ekki endilega til þroskahamlana á borð við vitsmunaþroskaskerðingu. Börn með þroskahömlun og foreldrar þeirra eru viðkvæmur hópur. Þetta er ekki háværasti hópurinn í samfélaginu. Allir foreldrar vilja það besta fyrir börn sín, að þau fái þjónustu við hæfi og séu í aðstæðum þar sem þau geta notið sín í undirbúningnum undir lífið. Margir foreldra barna með þroskahömlun bera kvíðboga fyrir börnum sínum nú og til framtíðar og svíður að hafa ekki val um skóla- og námsúrræði sem hentar þeim betur.Hvert er stefnt?Borgarmeirihlutinn hefur staðfest að ekki verði sett á laggirnar fleiri sérskólaúrræði með því að fella tillögur þess efnis sem lagðar voru fram í borgarstjórn. Tillögurnar voru felldar á þeim grundvelli að ekki sé þörf fyrir fleiri og fjölbreyttari sérúrræð fyrir nemendur með þroskahömlun. Þetta samræmist ekki því sem foreldrar barna með miðlungs eða væga þroskahömlun segja. Ný tillaga hefur verið lögð fram í Skóla- og frístundaráði um að rýmka inntökureglur í þátttökubekki. Til stóð upphaflega að bekkirnir yrðu fjórir en í dag er aðeins einn slíkur bekkur og er hann fullsetinn. Með því að bæta við þátttökubekk og rýmka inntökuskilyrðin svo þau nái utan um börn með væga og miðlungs þroskahömlun mun koma í ljós hver hin raunverulega þörf er. Fjölgi umsóknum í „þátttökubekk“ ætti síðan að vera í lófa lagið að fjölga þeim eftir þörfum. Hættum að þjösnast áfram í þessum málum og rembast við að steypa öll börn í sama mót. Skóli án aðgreiningar er rekinn af vanefnum í Reykjavík og er því ekki í þágu allra barna. Segja má að tvennt standi til boða að gera, annars vegar að gera skóla án aðgreiningar fullnægjandi fyrir öll börn eða fjölga sérúrræðum. Það er réttur hvers barns að fá skólaúrræði við hæfi þar sem því líður vel, þar sem námsefnið er við hæfi og þar sem félagslegum þörfum þess er mætt.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun