Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2018 12:00 Cristiano Ronaldo er ein skærasta íþróttastjarna heimsins. Vísir/Getty Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo og segir að samkomulag sem þau gerðu með sér um að hún myndi þiggja fé fyrir að tala ekki um atburði kvöldsins sé ógilt.Mayorga steig fram um helgina í viðtali við þýska blaðið Der Spiegel en blaðið fjallaði fyrst um ásakanir hennar á hendur Ronaldo á síðasta ári. Sú umfjöllun var byggð á skjölum sem lekið var til blaðsins og vildi Mayorga ekki tjá sig um málið þá. Kom nafn hennar því hvergi fram.Þar kom fram að konan, sem nú hefur komið í ljós að er Mayorga, skrifaði undir samkomulag þess efnis að Ronaldo myndi greiða henni skaðabætur í skiptum fyrir þögn hennar. Í umfjöllun Spiegel á síðasta ári kom fram að Ronaldo hafi verið með puttana í samningaviðræðunum og krafið lögfræðinga sína um að reyna að lækka upphæðina sem Mayorga fengi eins og hægt væri.Yfirskriftin á umfjöllun Spiegel.Mynd/Skjáskot.Stígur fram vegna MeToo Í viðtalinu við Spiegel kemur fram að ástæður þess að hún hafi ákveðið að stíga fram undir nafni séu þríþættar. Í fyrsta lagi segist hún vera kominn með nýjan og reynslumikinn lögfræðing sem telji að áðurnefnt samkomulag sé ógilt. Þá segist hún einnig hafa öðlast sjálfstraust og hugrekki í kjölfar MeToo-byltingarinnar. Eftir að hafa eytt miklum tíma í að lesa sögur kvenna víða um heim af kynferðislegu ofbeldi og áreitni hafi hún ekki getað þagað lengur. Þriðja ástæðan er sú að hún hafi alltaf velt því fyrir sér hvort að Ronaldo kunni að hafa beitt aðrar konur kynferðislegu ofbeldi. Hefur lögfræðingur Mayorga því höfðað einkamál á hendur Ronaldo í nafni hennar og farið fram á skaðabætur vegna málsins.Cristiano Ronaldo er nýlega genginn í raðir Juventus.vísir/gettyEn hvað segir Mayorga að hafi gerst? Í Spiegel segir Mayorga að henni og vinkonum hennar hafi verið boðið upp á hótelherbergi í Las Vegas umrætt kvöld. Þar var heitur pottur og er hún var inn á baðherbergi að skipta um föt hafi Ronaldo labbað inn, með getnaðarlim sinn hangandi úti. Hafi hann beðið Maoyrga um að snerta hann en þegar hún sagði nei hafi hann sagt að hún mætti fara út ef hún myndi kyssa hann. Varð hún við því en segir Mayoral að við það hafi Ronaldo gerst ágengari og ýtt og togað í hana. Við það hafi vinur Ronaldo gengið inn og Ronaldo því sleppt henni. Ætlaði hún þá að drífa sig út en áður en hún vissi af segir hún að Ronaldo hafi dregið sinn í herbergi. Þar hafi hún gefið honum skýrt til kynna að hún ætlaði sér ekki að eiga mök við við hann. Hann hafi hins vegar ekki gefist upp og reynt að klæða hana úr nærbuxunum. Hún hafi snúið sér frá honum en á þeim tíma hafi hann stokkið ofan á hana og nauðgað henni í endaþarm, þrátt fyrir að hún hafi ítrekað öskrað „nei“. Segir hún einnig að Ronaldo hafi verið miður sín eftir að hann lauk sér af og beðið hana afsökunar.Mynd tekin í júní 2009 af Ronaldo er hann var gestur á hótelinu sem um ræðir.Vísir/GettyVildi ekki að sitt nafn eða hans kæmi fram Í viðtalinu við Spiegel lýsir Mayoral því hvað tók við á næstu vikum og mánuðum eftir nóttina örlagaríku. Hún hafi farið upp á sjúkrahús, rætt við lögreglu og ráðið sér lögfræðing eftir ráðleggingu foreldra sinna. Hún hafi hins vegar verið í ákveðnum vanda. Í fyrsta lagi hafi hún ekki viljað opinbera nafn sitt, né hans, í tengslum við alvarlegar ásakanir á hendur einni skærustu íþróttastjörnu heimsins en á sama tíma hafi hún einnig viljað einhvers konar réttlæti. Því hafi lögfræðingur hennar, sem í umfjöllun Spigel segir að hafi mestu séð um sektir vegna umferðarlagabrota áður en hann tók við máli Mayorga, stungið upp á því að málið yrði leyst án aðkomu dómstóla. Líkt og áður hefur komið fram endaði það með samkomulagi þeirra á milli, Ronaldo greiddi henni 375 þúsund dollara, um 40 milljónir króna, ígildi vikulauna hans á þeim tíma sem samkomulagið var gert, í skiptum fyrir þögn hennar.Ronaldo ekki sáttur.vísir/getty„Nei, ekki gera þetta“ Í samningaviðræðunum svaraði Ronaldo hundruð spurninga á blaði um hans upplifun af því sem gerðist umrætt kvöld. Í umfjöllun Spiegel segir að til séu margar útgáfur af spurningalistunum, það er að segja, spurningarnar séu yfirleitt þær sömu en svör Ronaldo breytist. Í umfjöllun Spiegel segir að í gögnum málsins megi finna svör Ronaldo við spurningalistanum sem dagsett séu í desember 2009. Þar segir hann að það sem gerðist hafi verið með samþykki beggja aðila og að ekkert hafi gefið til kynna að hún hafi verið mótfallin því sem gerðist. Í skjölum málsins er þó einnig að finna önnur svör við spurningalistanum sem Spiegel segir að dagsett séu í september 2009. Þar er spurt að því hvort að ungfrú C, sem er Mayorga, hafi á einhverjum tímapunkti hækkað róm sinn, öskrað eða kallað, er atburðir kvöldsins áttu sér stað „Hún sagði nei og hættu margoft,“ er svar Ronaldo eða Hr. X í þessari útgáfu spurningalistans og segir einn af blaðamönnum Spiegel sem vann að umfjölluninni að ljóst sé að þetta skjal geti reynst Ronaldo örlagaríkt þar sem það sái efasemdarfræjum um frásögn hans um að það sem gerðist hafi verið með samþykki beggja.It's a questionnaire made by his lawyers. Ronaldo seems to partly confirm Mayorga's version & stated that "she didn't want to, but she made herself available." In a later version of that questionnaire, these answers are gone. #CR7 is quoted saying it was consensual. 10/24 pic.twitter.com/1gsAcb5vZw — Christoph Winterbach (@derWinterbach) September 30, 2018 „Hún sagðist ekki vilja þetta en lét til leiðast,“ segir í svörum Ronaldo. „Hún hélt áfram að segja „nei, ekki gera þetta,“ segir enn fremur auk þess sem að fram kemur að Ronaldo hafi beðist afsökunar að lokum. Í umfjöllun Spiegel segir að þetta renni stoðum undir tvennt í framburði Mayorga, í fyrsta lagi að hún hafi verið mótfallin því að stunda kynmök með Ronaldo og látið það í ljós, í öðru lagi að Ronaldo hafi beðið hana afsökunar.Fyrirsögn BBC um viðbrögð RonaldoMynd/Skjáskot.Ronaldo segir málið vera falsfrétt en blaðið stendur fyllilega við umfjöllunina Ronaldo sjálfur þvertekur fyrir að hafa nauðgað Mayoral og að umfjöllun um málið sé byggð á fölskum fréttum. Þá segir lögfræðingur hans að umfjöllun Spiegel sé hreinlega ólögleg og að farið verði fram á skaðabætur. Í umfjöllun Spiegel kemur fram að blaðið hafi ítrekað boðið Ronaldo og talsmönnum hans að tjá sig um ásakanirnar og þau gögn sem liggja fyrir í málinu. Hann hafi hins vegar ekki viljað það. Christophe Winterbach, blaðamaður Spiegel og einn af þeim sem vann að greininni, segir að Spiegel óttist ekki fyrirhugaða málsókn á hendur blaðinu. Í löngum þræði á Twitter útskýrir hann hvernig umfjöllun blaðsins var unnin og að lögmaður Ronaldo sé vel þekktur í Þýskalandi fyrir að hóta fjölmiðlum málsóknum. Blaðið standi hins vegar fyllilega við umfjöllunina.Umfjöllun Spiegel má lesa hér og tíst Winterbach um málið má sjá hér fyrir neðan.Blaðamaður Spiegel rökstyður umfjöllun blaðsins um meint brot Ronaldo MeToo Tengdar fréttir Ronaldo vildi ekki greiða 100 milljónir í nauðgunarmálinu Það er mikið fjallað um Cristiano Ronaldo á neikvæðum forsendum þessa dagana eftir að þýska blaðið Der Spiegel hóf að fjalla um að hann hefði þaggað niður í bandarískri stúlku sem ætlaði að kæra hann fyrir nauðgun. 28. apríl 2017 13:00 Mayorga stígur fram: Ég öskraði á hann Í fyrra var Cristiano Ronaldo sakaður um nauðgun á Kathryn Mayorga í Las Vegas árið 2009 en Kathryn hefur nú komið fram til þess að lýsa atburðinum frekar. 30. september 2018 10:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo og segir að samkomulag sem þau gerðu með sér um að hún myndi þiggja fé fyrir að tala ekki um atburði kvöldsins sé ógilt.Mayorga steig fram um helgina í viðtali við þýska blaðið Der Spiegel en blaðið fjallaði fyrst um ásakanir hennar á hendur Ronaldo á síðasta ári. Sú umfjöllun var byggð á skjölum sem lekið var til blaðsins og vildi Mayorga ekki tjá sig um málið þá. Kom nafn hennar því hvergi fram.Þar kom fram að konan, sem nú hefur komið í ljós að er Mayorga, skrifaði undir samkomulag þess efnis að Ronaldo myndi greiða henni skaðabætur í skiptum fyrir þögn hennar. Í umfjöllun Spiegel á síðasta ári kom fram að Ronaldo hafi verið með puttana í samningaviðræðunum og krafið lögfræðinga sína um að reyna að lækka upphæðina sem Mayorga fengi eins og hægt væri.Yfirskriftin á umfjöllun Spiegel.Mynd/Skjáskot.Stígur fram vegna MeToo Í viðtalinu við Spiegel kemur fram að ástæður þess að hún hafi ákveðið að stíga fram undir nafni séu þríþættar. Í fyrsta lagi segist hún vera kominn með nýjan og reynslumikinn lögfræðing sem telji að áðurnefnt samkomulag sé ógilt. Þá segist hún einnig hafa öðlast sjálfstraust og hugrekki í kjölfar MeToo-byltingarinnar. Eftir að hafa eytt miklum tíma í að lesa sögur kvenna víða um heim af kynferðislegu ofbeldi og áreitni hafi hún ekki getað þagað lengur. Þriðja ástæðan er sú að hún hafi alltaf velt því fyrir sér hvort að Ronaldo kunni að hafa beitt aðrar konur kynferðislegu ofbeldi. Hefur lögfræðingur Mayorga því höfðað einkamál á hendur Ronaldo í nafni hennar og farið fram á skaðabætur vegna málsins.Cristiano Ronaldo er nýlega genginn í raðir Juventus.vísir/gettyEn hvað segir Mayorga að hafi gerst? Í Spiegel segir Mayorga að henni og vinkonum hennar hafi verið boðið upp á hótelherbergi í Las Vegas umrætt kvöld. Þar var heitur pottur og er hún var inn á baðherbergi að skipta um föt hafi Ronaldo labbað inn, með getnaðarlim sinn hangandi úti. Hafi hann beðið Maoyrga um að snerta hann en þegar hún sagði nei hafi hann sagt að hún mætti fara út ef hún myndi kyssa hann. Varð hún við því en segir Mayoral að við það hafi Ronaldo gerst ágengari og ýtt og togað í hana. Við það hafi vinur Ronaldo gengið inn og Ronaldo því sleppt henni. Ætlaði hún þá að drífa sig út en áður en hún vissi af segir hún að Ronaldo hafi dregið sinn í herbergi. Þar hafi hún gefið honum skýrt til kynna að hún ætlaði sér ekki að eiga mök við við hann. Hann hafi hins vegar ekki gefist upp og reynt að klæða hana úr nærbuxunum. Hún hafi snúið sér frá honum en á þeim tíma hafi hann stokkið ofan á hana og nauðgað henni í endaþarm, þrátt fyrir að hún hafi ítrekað öskrað „nei“. Segir hún einnig að Ronaldo hafi verið miður sín eftir að hann lauk sér af og beðið hana afsökunar.Mynd tekin í júní 2009 af Ronaldo er hann var gestur á hótelinu sem um ræðir.Vísir/GettyVildi ekki að sitt nafn eða hans kæmi fram Í viðtalinu við Spiegel lýsir Mayoral því hvað tók við á næstu vikum og mánuðum eftir nóttina örlagaríku. Hún hafi farið upp á sjúkrahús, rætt við lögreglu og ráðið sér lögfræðing eftir ráðleggingu foreldra sinna. Hún hafi hins vegar verið í ákveðnum vanda. Í fyrsta lagi hafi hún ekki viljað opinbera nafn sitt, né hans, í tengslum við alvarlegar ásakanir á hendur einni skærustu íþróttastjörnu heimsins en á sama tíma hafi hún einnig viljað einhvers konar réttlæti. Því hafi lögfræðingur hennar, sem í umfjöllun Spigel segir að hafi mestu séð um sektir vegna umferðarlagabrota áður en hann tók við máli Mayorga, stungið upp á því að málið yrði leyst án aðkomu dómstóla. Líkt og áður hefur komið fram endaði það með samkomulagi þeirra á milli, Ronaldo greiddi henni 375 þúsund dollara, um 40 milljónir króna, ígildi vikulauna hans á þeim tíma sem samkomulagið var gert, í skiptum fyrir þögn hennar.Ronaldo ekki sáttur.vísir/getty„Nei, ekki gera þetta“ Í samningaviðræðunum svaraði Ronaldo hundruð spurninga á blaði um hans upplifun af því sem gerðist umrætt kvöld. Í umfjöllun Spiegel segir að til séu margar útgáfur af spurningalistunum, það er að segja, spurningarnar séu yfirleitt þær sömu en svör Ronaldo breytist. Í umfjöllun Spiegel segir að í gögnum málsins megi finna svör Ronaldo við spurningalistanum sem dagsett séu í desember 2009. Þar segir hann að það sem gerðist hafi verið með samþykki beggja aðila og að ekkert hafi gefið til kynna að hún hafi verið mótfallin því sem gerðist. Í skjölum málsins er þó einnig að finna önnur svör við spurningalistanum sem Spiegel segir að dagsett séu í september 2009. Þar er spurt að því hvort að ungfrú C, sem er Mayorga, hafi á einhverjum tímapunkti hækkað róm sinn, öskrað eða kallað, er atburðir kvöldsins áttu sér stað „Hún sagði nei og hættu margoft,“ er svar Ronaldo eða Hr. X í þessari útgáfu spurningalistans og segir einn af blaðamönnum Spiegel sem vann að umfjölluninni að ljóst sé að þetta skjal geti reynst Ronaldo örlagaríkt þar sem það sái efasemdarfræjum um frásögn hans um að það sem gerðist hafi verið með samþykki beggja.It's a questionnaire made by his lawyers. Ronaldo seems to partly confirm Mayorga's version & stated that "she didn't want to, but she made herself available." In a later version of that questionnaire, these answers are gone. #CR7 is quoted saying it was consensual. 10/24 pic.twitter.com/1gsAcb5vZw — Christoph Winterbach (@derWinterbach) September 30, 2018 „Hún sagðist ekki vilja þetta en lét til leiðast,“ segir í svörum Ronaldo. „Hún hélt áfram að segja „nei, ekki gera þetta,“ segir enn fremur auk þess sem að fram kemur að Ronaldo hafi beðist afsökunar að lokum. Í umfjöllun Spiegel segir að þetta renni stoðum undir tvennt í framburði Mayorga, í fyrsta lagi að hún hafi verið mótfallin því að stunda kynmök með Ronaldo og látið það í ljós, í öðru lagi að Ronaldo hafi beðið hana afsökunar.Fyrirsögn BBC um viðbrögð RonaldoMynd/Skjáskot.Ronaldo segir málið vera falsfrétt en blaðið stendur fyllilega við umfjöllunina Ronaldo sjálfur þvertekur fyrir að hafa nauðgað Mayoral og að umfjöllun um málið sé byggð á fölskum fréttum. Þá segir lögfræðingur hans að umfjöllun Spiegel sé hreinlega ólögleg og að farið verði fram á skaðabætur. Í umfjöllun Spiegel kemur fram að blaðið hafi ítrekað boðið Ronaldo og talsmönnum hans að tjá sig um ásakanirnar og þau gögn sem liggja fyrir í málinu. Hann hafi hins vegar ekki viljað það. Christophe Winterbach, blaðamaður Spiegel og einn af þeim sem vann að greininni, segir að Spiegel óttist ekki fyrirhugaða málsókn á hendur blaðinu. Í löngum þræði á Twitter útskýrir hann hvernig umfjöllun blaðsins var unnin og að lögmaður Ronaldo sé vel þekktur í Þýskalandi fyrir að hóta fjölmiðlum málsóknum. Blaðið standi hins vegar fyllilega við umfjöllunina.Umfjöllun Spiegel má lesa hér og tíst Winterbach um málið má sjá hér fyrir neðan.Blaðamaður Spiegel rökstyður umfjöllun blaðsins um meint brot Ronaldo
MeToo Tengdar fréttir Ronaldo vildi ekki greiða 100 milljónir í nauðgunarmálinu Það er mikið fjallað um Cristiano Ronaldo á neikvæðum forsendum þessa dagana eftir að þýska blaðið Der Spiegel hóf að fjalla um að hann hefði þaggað niður í bandarískri stúlku sem ætlaði að kæra hann fyrir nauðgun. 28. apríl 2017 13:00 Mayorga stígur fram: Ég öskraði á hann Í fyrra var Cristiano Ronaldo sakaður um nauðgun á Kathryn Mayorga í Las Vegas árið 2009 en Kathryn hefur nú komið fram til þess að lýsa atburðinum frekar. 30. september 2018 10:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Ronaldo vildi ekki greiða 100 milljónir í nauðgunarmálinu Það er mikið fjallað um Cristiano Ronaldo á neikvæðum forsendum þessa dagana eftir að þýska blaðið Der Spiegel hóf að fjalla um að hann hefði þaggað niður í bandarískri stúlku sem ætlaði að kæra hann fyrir nauðgun. 28. apríl 2017 13:00
Mayorga stígur fram: Ég öskraði á hann Í fyrra var Cristiano Ronaldo sakaður um nauðgun á Kathryn Mayorga í Las Vegas árið 2009 en Kathryn hefur nú komið fram til þess að lýsa atburðinum frekar. 30. september 2018 10:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent