Telja fangelsismálayfirvöld brjóta lög Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 19. október 2018 21:30 Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, segir brotið á mannréttindum fanga því réttarstaða þeirra sem vinnandi einstaklinga sé enginn. ASÍ telur fangelsismálayfirvöld brjóta lög. Fangelsismálastjóri vísar þessum ásökunum á bug. Í yfirlýsingu sem ASÍ sendi frá sér í dag kemur fram að þeim hafi ítrekað borist ábendingar vegna vinnu fanga af Kvíabryggju á almennum vinnumarkaði. Fangarnir sinni meðal annars störfum iðnaðarmanna en fái eingöngu greiddar 400 krónur á tímann en útseld vinna sé 800 krónur. Fangelsið rukkar mismuninn vegna fyrirhafnar og kostnaðar. Fangarnir fái því ekki greitt samkvæmt kjarsamningum þeirra starfa sem þeir sinna og vinna sér ekki inn nein réttindi. „Fólk sem að dæmt er til refsingar á að sæta nákvæmlega sömu mannréttindum og allir aðrir. Það á svo sannarlega við þegar þeir eru að störfum í hinu almenna atvinnulífi utan fangelsismúranna. Þá er ekkert í íslenskum lögum, hvorki í vinnurétti eða í lögum er varðar fullnustu refsinga, sem heimilar það að verkamenn séu seldir út á einhverjum 800 krónum á tímann og fái fyrir það 400 krónur í vasann. Það teljum við bara ekki lögmætt," bendir Magnús á. Vísar ásökunum á bugPáll Winkel fangelsismálastjóri vísaði þessum ásökunum á bug í samtali við Vísi fyrr í dag. „Fangelsismálastofnun ber að útvega föngum vinnu. Greitt er fyrir þá vinnu samkvæmt gjaldskrá sem er gefin út af ráðherra. Vinnan er að mestu leyti innan fangelsa en stundum fáum við verkefni utan fangelsa," bendi hann á. Magnús bendir hinsvegar á að skoða þurfi þetta í heild sinni. „Alþýðusambandi gerði fyrir á öðrum áratugum síðan athugsemd við það að fangar nytu engra réttinda fyrir þá vinnu sem er unnin í fangelsunum. Oft er staðan sú að þessir menn eru í fangelsum árum saman, jafnvel áratugum saman, án þess nokkurntímann að ávinna sér lífeyrisréttindi eða nokkur vinnumarkaðsleg réttindi. Staða þeirra er því mjög veik þegar þeir koma út úr fangelsunum," segir hann. Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, segir brotið á mannréttindum fanga því réttarstaða þeirra sem vinnandi einstaklinga sé enginn. ASÍ telur fangelsismálayfirvöld brjóta lög. Fangelsismálastjóri vísar þessum ásökunum á bug. Í yfirlýsingu sem ASÍ sendi frá sér í dag kemur fram að þeim hafi ítrekað borist ábendingar vegna vinnu fanga af Kvíabryggju á almennum vinnumarkaði. Fangarnir sinni meðal annars störfum iðnaðarmanna en fái eingöngu greiddar 400 krónur á tímann en útseld vinna sé 800 krónur. Fangelsið rukkar mismuninn vegna fyrirhafnar og kostnaðar. Fangarnir fái því ekki greitt samkvæmt kjarsamningum þeirra starfa sem þeir sinna og vinna sér ekki inn nein réttindi. „Fólk sem að dæmt er til refsingar á að sæta nákvæmlega sömu mannréttindum og allir aðrir. Það á svo sannarlega við þegar þeir eru að störfum í hinu almenna atvinnulífi utan fangelsismúranna. Þá er ekkert í íslenskum lögum, hvorki í vinnurétti eða í lögum er varðar fullnustu refsinga, sem heimilar það að verkamenn séu seldir út á einhverjum 800 krónum á tímann og fái fyrir það 400 krónur í vasann. Það teljum við bara ekki lögmætt," bendir Magnús á. Vísar ásökunum á bugPáll Winkel fangelsismálastjóri vísaði þessum ásökunum á bug í samtali við Vísi fyrr í dag. „Fangelsismálastofnun ber að útvega föngum vinnu. Greitt er fyrir þá vinnu samkvæmt gjaldskrá sem er gefin út af ráðherra. Vinnan er að mestu leyti innan fangelsa en stundum fáum við verkefni utan fangelsa," bendi hann á. Magnús bendir hinsvegar á að skoða þurfi þetta í heild sinni. „Alþýðusambandi gerði fyrir á öðrum áratugum síðan athugsemd við það að fangar nytu engra réttinda fyrir þá vinnu sem er unnin í fangelsunum. Oft er staðan sú að þessir menn eru í fangelsum árum saman, jafnvel áratugum saman, án þess nokkurntímann að ávinna sér lífeyrisréttindi eða nokkur vinnumarkaðsleg réttindi. Staða þeirra er því mjög veik þegar þeir koma út úr fangelsunum," segir hann.
Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira