Katrín segir Hringborð norðurslóða hafa breytt umræðunni Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2018 13:42 Katrín Jakobsdóttir. Vísir/Hanna Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. Þingið sækja um 2000 þátttakendur frá rúmlega 50 löndum. Meðal þeirra eru ráðherrar, vísindamenn, sérfræðingar, forystumenn í atvinnulífi, háttsettir embættismenn, leiðtogar frumbyggja og umhverfissamtaka. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði þingið í upphafi þess í morgun. „Ég ræddi fyrst og fremst um loftlagsmál. Enda birtast loftslagsbreytingar mjög klárlega á norðurheimskautinu. Birtast í gegnum bráðnandi ís og hækkandi sjávarborð,” segir forsætisráðherra. Á þinginu verður fjallað um stefnu og þátttöku Bandaríkjanna, Rússlands, Kína, Japan, Kóreu, Kanada, Ítalíu, Singapúr, Skotlands og fleiri landa í málefnum Norðurslóða, áhrif loftslagsbreytinga, vísindarannsóknir og aukin umsvif á sviði viðskipta og auðlindanýtingar. Katrín segir nauðsynlegt að líta á norðurheimskautið sem svæði alls heimsins. „Að við sinnum og eigum þar pólitísk samskipti en vígvæðum ekki norðurskautið. Svo ræddi ég auðvitað líka sérstaklega þá sem búa á norðurskautinu og mikilvægi þess að við hlustum á þeirra rödd í öllum þeim ákvörðunum sem teknar eru um framtíð þessa svæðis,” segir Katrín. Þessa dagana stendur yfir ein stærsta heræfing NATO á Íslandi en æfingin færist síðan yfir á hafið norður af Noregi. Rússar hafa líka hnyklað vöðvana á norðurslóðum og við landamærin að Noregi og Eystrasaltsríkjunum undanfarin misseri. Forsætisráðherra segir alla þekkja söguna hvað þetta varðar frá kaldastríðs árunum þegar norðurslóðir voru mjög vígvæddar. Meðal annars þess vegna sé Hringborð norðurslóða mikilvægur vettvangur. „Hér eru til að mynda fulltrúar öldungadeildarfulltrúar bæði frá Bandaríkjunum og Rússlandi sem töluðu hér í morgun. Ræddu bæði nákvæmlega þetta; nauðsyn þess að við eigum gott samstarf á pólitískum grunni í kringum þetta svæði. Því það er mjög viðkvæmt og það er fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur ef við erum að stefna í aukna vígvæðingu á þessum slóðum,” segir forsætisráðherra. Aðgerðir í loftlagsmálum séu mjög mikilvægar fyrir íbúa norðurslóða þar sem loftslagsbreytinganna gæti hraðar þar með bráðnun íss og súrnun sjávar sem Íslendingar reiði sig mjög á vegna fiskveiða. Það sé mikilvægt að hafa þennan ráðstefnuvettvang á Íslandi. „Þetta hefur náttúrlega að mínu viti breytt umræðu um norðurheimskautið. Sú nálgun sem er hér á þessari ráðstefnu sem Ólafur Ragnar Grímsson auðvitað er upphafsmaður að,” segir Katrín Jakobsdóttir. Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. Þingið sækja um 2000 þátttakendur frá rúmlega 50 löndum. Meðal þeirra eru ráðherrar, vísindamenn, sérfræðingar, forystumenn í atvinnulífi, háttsettir embættismenn, leiðtogar frumbyggja og umhverfissamtaka. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði þingið í upphafi þess í morgun. „Ég ræddi fyrst og fremst um loftlagsmál. Enda birtast loftslagsbreytingar mjög klárlega á norðurheimskautinu. Birtast í gegnum bráðnandi ís og hækkandi sjávarborð,” segir forsætisráðherra. Á þinginu verður fjallað um stefnu og þátttöku Bandaríkjanna, Rússlands, Kína, Japan, Kóreu, Kanada, Ítalíu, Singapúr, Skotlands og fleiri landa í málefnum Norðurslóða, áhrif loftslagsbreytinga, vísindarannsóknir og aukin umsvif á sviði viðskipta og auðlindanýtingar. Katrín segir nauðsynlegt að líta á norðurheimskautið sem svæði alls heimsins. „Að við sinnum og eigum þar pólitísk samskipti en vígvæðum ekki norðurskautið. Svo ræddi ég auðvitað líka sérstaklega þá sem búa á norðurskautinu og mikilvægi þess að við hlustum á þeirra rödd í öllum þeim ákvörðunum sem teknar eru um framtíð þessa svæðis,” segir Katrín. Þessa dagana stendur yfir ein stærsta heræfing NATO á Íslandi en æfingin færist síðan yfir á hafið norður af Noregi. Rússar hafa líka hnyklað vöðvana á norðurslóðum og við landamærin að Noregi og Eystrasaltsríkjunum undanfarin misseri. Forsætisráðherra segir alla þekkja söguna hvað þetta varðar frá kaldastríðs árunum þegar norðurslóðir voru mjög vígvæddar. Meðal annars þess vegna sé Hringborð norðurslóða mikilvægur vettvangur. „Hér eru til að mynda fulltrúar öldungadeildarfulltrúar bæði frá Bandaríkjunum og Rússlandi sem töluðu hér í morgun. Ræddu bæði nákvæmlega þetta; nauðsyn þess að við eigum gott samstarf á pólitískum grunni í kringum þetta svæði. Því það er mjög viðkvæmt og það er fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur ef við erum að stefna í aukna vígvæðingu á þessum slóðum,” segir forsætisráðherra. Aðgerðir í loftlagsmálum séu mjög mikilvægar fyrir íbúa norðurslóða þar sem loftslagsbreytinganna gæti hraðar þar með bráðnun íss og súrnun sjávar sem Íslendingar reiði sig mjög á vegna fiskveiða. Það sé mikilvægt að hafa þennan ráðstefnuvettvang á Íslandi. „Þetta hefur náttúrlega að mínu viti breytt umræðu um norðurheimskautið. Sú nálgun sem er hér á þessari ráðstefnu sem Ólafur Ragnar Grímsson auðvitað er upphafsmaður að,” segir Katrín Jakobsdóttir.
Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira