Leikjavísir

Red Dead Redemption: Van der Linde gengið í vandræðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Arthur Morgan er harður í horn að taka.
Arthur Morgan er harður í horn að taka. Rockstar
Nú er rétt rúm vika í að Rockstar Games gefa út leikinn Red Dead Redemption 2 og af því tilefni hefur fyrirtækið birt nýja stiklu fyrir leikinn. RDR2 gerist árið 1899 og fjallar um Arthur Morgan og Van der Linde gengið. Meðlimir gengisins lenda á flótta undan löggæslumönnum og öðrum aðilum og þurfa að ræna og ruppla til að halda lífi.

Það er óhætt að segja að beðið sé eftir RDR2 með mikilli eftirvæntingu en Rockstar hefur skapað sér gott orðspor í gegnum tíðina og þá sérstaklega fyrir Grand Theft Auto leikina.

Hér fyrir neðan má sjá stikluna nýju og þar að neðan má sjá sýningarmyndbönd sem Rockstar höfðu þegar birt.


Tengdar fréttir

Nýtt sex mínútna sýnishorn úr Red Dead Redemption

Leikjafyrirtækið Rockstar, sem er hvað þekktast fyrir Grand Theft Auto leikjanna, hefur birt sýnishorn er leiknum Red Dead Redemption 2 sem gefinn verður út þann 26. október næstkomandi.

Stefnir í fínasta tölvuleikjahaust

Nú þegar sumrinu fer að ljúka er þörf að huga að því hvort ekki sé réttast að eiga nokkra frídaga inni fyrir haustið.

Birta annað sýnishorn úr Red Dead Redemption 2

Að þessu sinni er farið yfir hvernig verkefni leiksins virka og hvað spilarar geta tekið sér fyrir hendur, sem að mestu leyti virðist snúast um að ræna og ruppla í Vilta vestrinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.