Heiðveig María vísar yfirlýsingu Sjómannafélagsins á bug Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2018 17:03 Heiðveig María svarar stjórn Sjómannafélags Íslands, hvar hún sækist eftir formennsku, fullum hálsi. visir/vilhelm Heiðveig María Einarsdóttir, sem ætlar að gefa kost á sér til formanns Sjómannafélags Íslands á næsta aðalfundi þess sem verður haldinn í desember, vísar gagnrýni sem stjórn félagsins hefur sett fram á hana alfarið á bug.Vísir greindi nú síðdegis frá yfirlýsingu sem Sjómannafélag Íslands sendi frá sér í dag þar sem ýmis ummæli Heiðveigar Maríu eru hörmuð og segir þar að hún vegi að æru stjórnarinnar og þeirra sem starfað hafa að hagsmunum félagsins með málflutningi sínum. Engan bilbug er að finna á frambjóðandanum, hún gefur lítið fyrir þessar yfirlýsingar.Segir stjórnina í engu svara gagnrýni sinni „Þeir koma ekki með neinar skýringar á því sem ég hef bent á heldur kýs stjórnin að láta sem ég sé að skaða félagið, bendir á að ég sé ekki samkvæm sjálfri mér í málflutningi mínum og sakar mig um órökstuddar ásakanir á hendur stjórninni. Ekkert af þessu er rétt. Stjórnin ræðir ekki efnislega það sem ég hef haldið fram þrátt fyrir að gögn sem ég hef látið fylgja á eftir pistlinum mínum um lagabreytingarnar á síðu félagsins og ekki voru samþykkt á aðalfundi hafi fylgt pistlum mínum,“ segir Heiðveig María í samtali við Vísi. Hún segist telja að eðlilegt hefði verið, á þessu stigi málsins, að stjórnin hefði sent frá sér gögn sem hrekja málflutning sinn ef hann væri rangur. Segist ekki hafa fullyrt um falsanir Þá segir Heiðveig María um þar sem segir í yfirlýsingunni að breytingar á lögum um kjörgengi sem kynntar voru nýlega en voru samþykktar á síðasta aðalfundi, að hún hafi talið að átt hafi verið við fundagerðarbækur: „Ég hef ekki sagt að hér sé um fölsun að ræða heldur að það væri undarlegt að sú grein sem um ræðir sé með öðru letri í fundargerðarbókinni og að ég hafi ekki sjálf fengið að sjá fundargerðarbókina heldur bara fengið sendar ljósmyndir af henni.Jónas ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs en ljóst er að hann er afar ósáttur við málflutning Heiðveigar Maríu undanfarna daga.Það sem ég hins vegar tel vera falsanir eru aðrar lagabreytingar sem settar hafa verið inn á vef félagsins en hafa ekki verið samþykktar á aðalfundi skv. fundargerðarbókinni. T.d. var 7. grein laganna ekki breytt á aðalfundi skv. fundargerðum er ég hef fengið afhentar en er nú breytt inn á vefnum. Í 7. grein í fundargerðarbókinni segir „Réttindi félagsmanna eru eftirfarandi: a) Tillögu- og atkvæðaréttur á félagsfundum svo og kjörgengi...“ og er þessi grein bökkuð upp með 4. grein sem segir „Sá sem greiðir félagsgjald telst félagsmaður...“. Í 7. grein laganna sem við sjáum inn á vefnum í dag hefur „kjörgengi“ verið þurrkað út úr réttindum félagsmanna, án heimildar aðalfundar!“Telur stjórnina ekki haft hag almennra félaga að leiðarljósi Heiðveig María segir með þessu vilji hún sýna fram á að breytingar sem gerðar voru, þar sem réttur til að bjóða sig fram varð háður þriggja ára samfelldri greiðslu á félagsgjöldum, gildir ekki og hefur aldrei gilt þar sem réttindi félagsmanna samkvæmt lögum félagsins eru kjörgengi og til að vera félagsmaður þurfi að greiða í félagið eins og hún hefur gert. „Þar sem afstaða stjórnarinnar liggur nú fyrir mun ég óska eftir stuðningi félaga til að boða til félagsfundar sem allra fyrst þar sem hægt er að ræða stöðuna innan félagsins - sem er grafalvarleg . Þá vegna þeirra atriða sem ég hef bent á að undanförnu og vegna þess hvernig núverandi yfirstjórn hefur meðal annars breytt lögunum án heimilda. Það er staðreynd. Sem og gripið til annarra aðgerða sjálfum sér til hagsbóta en ekki með hag almennra félagsmanna að leiðarljósi.“ Boðar til félagsfundar Þá segir frambjóðandinn, sem lætur engan bilbug á sér finna, að félagsfundur sé æðsta vald í málefnum félagsins og hún treysti okkur félagsmönnunum fullkomlega til þess að taka afgerandi afstöðu. „Ég mun því óska eftir stuðningi að minnsta kosti 100 félagsmanna til þess að boða til slíks fundar.Af samtölum mínum við sjómenn að undanförnu veit ég sem er að stjórnin endurspeglar ekki almennan vilja félagsmanna.“ Heiðveig María segir að stjórnin sem aðrir félagsmenn verða að hlíta vilja félaganna eins og hann birtist á félagsfundi. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir, sem ætlar að gefa kost á sér til formanns Sjómannafélags Íslands á næsta aðalfundi þess sem verður haldinn í desember, vísar gagnrýni sem stjórn félagsins hefur sett fram á hana alfarið á bug.Vísir greindi nú síðdegis frá yfirlýsingu sem Sjómannafélag Íslands sendi frá sér í dag þar sem ýmis ummæli Heiðveigar Maríu eru hörmuð og segir þar að hún vegi að æru stjórnarinnar og þeirra sem starfað hafa að hagsmunum félagsins með málflutningi sínum. Engan bilbug er að finna á frambjóðandanum, hún gefur lítið fyrir þessar yfirlýsingar.Segir stjórnina í engu svara gagnrýni sinni „Þeir koma ekki með neinar skýringar á því sem ég hef bent á heldur kýs stjórnin að láta sem ég sé að skaða félagið, bendir á að ég sé ekki samkvæm sjálfri mér í málflutningi mínum og sakar mig um órökstuddar ásakanir á hendur stjórninni. Ekkert af þessu er rétt. Stjórnin ræðir ekki efnislega það sem ég hef haldið fram þrátt fyrir að gögn sem ég hef látið fylgja á eftir pistlinum mínum um lagabreytingarnar á síðu félagsins og ekki voru samþykkt á aðalfundi hafi fylgt pistlum mínum,“ segir Heiðveig María í samtali við Vísi. Hún segist telja að eðlilegt hefði verið, á þessu stigi málsins, að stjórnin hefði sent frá sér gögn sem hrekja málflutning sinn ef hann væri rangur. Segist ekki hafa fullyrt um falsanir Þá segir Heiðveig María um þar sem segir í yfirlýsingunni að breytingar á lögum um kjörgengi sem kynntar voru nýlega en voru samþykktar á síðasta aðalfundi, að hún hafi talið að átt hafi verið við fundagerðarbækur: „Ég hef ekki sagt að hér sé um fölsun að ræða heldur að það væri undarlegt að sú grein sem um ræðir sé með öðru letri í fundargerðarbókinni og að ég hafi ekki sjálf fengið að sjá fundargerðarbókina heldur bara fengið sendar ljósmyndir af henni.Jónas ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs en ljóst er að hann er afar ósáttur við málflutning Heiðveigar Maríu undanfarna daga.Það sem ég hins vegar tel vera falsanir eru aðrar lagabreytingar sem settar hafa verið inn á vef félagsins en hafa ekki verið samþykktar á aðalfundi skv. fundargerðarbókinni. T.d. var 7. grein laganna ekki breytt á aðalfundi skv. fundargerðum er ég hef fengið afhentar en er nú breytt inn á vefnum. Í 7. grein í fundargerðarbókinni segir „Réttindi félagsmanna eru eftirfarandi: a) Tillögu- og atkvæðaréttur á félagsfundum svo og kjörgengi...“ og er þessi grein bökkuð upp með 4. grein sem segir „Sá sem greiðir félagsgjald telst félagsmaður...“. Í 7. grein laganna sem við sjáum inn á vefnum í dag hefur „kjörgengi“ verið þurrkað út úr réttindum félagsmanna, án heimildar aðalfundar!“Telur stjórnina ekki haft hag almennra félaga að leiðarljósi Heiðveig María segir með þessu vilji hún sýna fram á að breytingar sem gerðar voru, þar sem réttur til að bjóða sig fram varð háður þriggja ára samfelldri greiðslu á félagsgjöldum, gildir ekki og hefur aldrei gilt þar sem réttindi félagsmanna samkvæmt lögum félagsins eru kjörgengi og til að vera félagsmaður þurfi að greiða í félagið eins og hún hefur gert. „Þar sem afstaða stjórnarinnar liggur nú fyrir mun ég óska eftir stuðningi félaga til að boða til félagsfundar sem allra fyrst þar sem hægt er að ræða stöðuna innan félagsins - sem er grafalvarleg . Þá vegna þeirra atriða sem ég hef bent á að undanförnu og vegna þess hvernig núverandi yfirstjórn hefur meðal annars breytt lögunum án heimilda. Það er staðreynd. Sem og gripið til annarra aðgerða sjálfum sér til hagsbóta en ekki með hag almennra félagsmanna að leiðarljósi.“ Boðar til félagsfundar Þá segir frambjóðandinn, sem lætur engan bilbug á sér finna, að félagsfundur sé æðsta vald í málefnum félagsins og hún treysti okkur félagsmönnunum fullkomlega til þess að taka afgerandi afstöðu. „Ég mun því óska eftir stuðningi að minnsta kosti 100 félagsmanna til þess að boða til slíks fundar.Af samtölum mínum við sjómenn að undanförnu veit ég sem er að stjórnin endurspeglar ekki almennan vilja félagsmanna.“ Heiðveig María segir að stjórnin sem aðrir félagsmenn verða að hlíta vilja félaganna eins og hann birtist á félagsfundi.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09