Reykjavík til þjónustu reiðubúin Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 18. október 2018 07:30 Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga síðastliðið vor var okkur í Viðreisn tíðrætt um þjónustuborgina Reykjavík. Þjónustuborgina þar sem notendamiðuð nálgun er höfð að leiðarljósi, íbúum eru spöruð sporin, fyrirtækjum gert auðvelt að sækja um leyfi af ýmsum toga og svo framvegis. Við sögðumst vilja einfalda líf borgarbúa og þannig gera Reykjavík eftirsóttari og samkeppnishæfari borg fyrir íbúa og atvinnulíf. Eflaust hafa einhverjir talið að þarna væri einfaldlega verið að mála upp fallega mynd sem hljómaði vel í eyrum allra en yrði aldrei að veruleika. En því fer fjarri. Þessar áherslur okkar rímuðu nefnilega vel við stefnur annarra flokka sem í dag mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, líkt og sést í þeim málefnasamningi sem unnið er eftir. Meirihlutanum er full alvara og mun í engu gefa eftir á þessu sviði. Því til staðfestingar má nefna tillögu Viðreisnar, Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna um innleiðingu þjónustustefnu sem borgarstjórn samþykkti síðastliðinn þriðjudag. Tillagan kveður á um aukinn kraft við innleiðingu þjónustustefnu borgarinnar með sérstaka áherslu á notendamiðaða nálgun í nærþjónustu við borgarbúa, skilvirkar rafrænar lausnir, fækkun skrefa og einföldun ferla í allri þjónustu borgarinnar. Þar er meðal annars átt við skipulags- og byggingarmál, skóla- og frístundamál og velferðarmál sem og aðra þjónustuþætti sem snúa að íbúum og atvinnulífi. Innleiðingin verður viðamikil og mun fara inn á mörg svið borgarinnar með aðkomu margra aðila en vinnan verður leidd af formanni borgarráðs og formanni mannréttinda- og lýðræðisráðs auk annarra hlutaðeigandi aðila sem munu meðal annars móta forgangsröðun verkefna. Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur er samhuga um aukna áherslu á góða þjónustu og þróun rafrænna lausna, enda er það mikið hagsmunamál fyrir borgarbúa. Betri þjónusta styttir nefnilega ekki bara biðtíma og eykur ánægju heldur eykur einnig skilvirkni og dregur úr kostnaði til lengri tíma litið. Minni kostnaður skilar sér svo á endanum beint til íbúanna, hvort sem er í formi fjárfestinga í þeirra þágu eða einfaldlega lægra útsvari. Viðreisn mun áfram beita sér fyrir einfaldara lífi í Reykjavík með frjálslyndi, jafnrétti, ábyrgan rekstur og þjónustu við íbúa að leiðarljósi. Raunar höfum við þegar uppskorið umtalsvert þó ekki sé lengra liðið frá kosningum, en þar má nefna að borgarstjórn hefur þegar samþykkt aukna tíðni stofnleiða Strætó á háannatíma og tilraunaverkefni um sumaropnun leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga síðastliðið vor var okkur í Viðreisn tíðrætt um þjónustuborgina Reykjavík. Þjónustuborgina þar sem notendamiðuð nálgun er höfð að leiðarljósi, íbúum eru spöruð sporin, fyrirtækjum gert auðvelt að sækja um leyfi af ýmsum toga og svo framvegis. Við sögðumst vilja einfalda líf borgarbúa og þannig gera Reykjavík eftirsóttari og samkeppnishæfari borg fyrir íbúa og atvinnulíf. Eflaust hafa einhverjir talið að þarna væri einfaldlega verið að mála upp fallega mynd sem hljómaði vel í eyrum allra en yrði aldrei að veruleika. En því fer fjarri. Þessar áherslur okkar rímuðu nefnilega vel við stefnur annarra flokka sem í dag mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, líkt og sést í þeim málefnasamningi sem unnið er eftir. Meirihlutanum er full alvara og mun í engu gefa eftir á þessu sviði. Því til staðfestingar má nefna tillögu Viðreisnar, Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna um innleiðingu þjónustustefnu sem borgarstjórn samþykkti síðastliðinn þriðjudag. Tillagan kveður á um aukinn kraft við innleiðingu þjónustustefnu borgarinnar með sérstaka áherslu á notendamiðaða nálgun í nærþjónustu við borgarbúa, skilvirkar rafrænar lausnir, fækkun skrefa og einföldun ferla í allri þjónustu borgarinnar. Þar er meðal annars átt við skipulags- og byggingarmál, skóla- og frístundamál og velferðarmál sem og aðra þjónustuþætti sem snúa að íbúum og atvinnulífi. Innleiðingin verður viðamikil og mun fara inn á mörg svið borgarinnar með aðkomu margra aðila en vinnan verður leidd af formanni borgarráðs og formanni mannréttinda- og lýðræðisráðs auk annarra hlutaðeigandi aðila sem munu meðal annars móta forgangsröðun verkefna. Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur er samhuga um aukna áherslu á góða þjónustu og þróun rafrænna lausna, enda er það mikið hagsmunamál fyrir borgarbúa. Betri þjónusta styttir nefnilega ekki bara biðtíma og eykur ánægju heldur eykur einnig skilvirkni og dregur úr kostnaði til lengri tíma litið. Minni kostnaður skilar sér svo á endanum beint til íbúanna, hvort sem er í formi fjárfestinga í þeirra þágu eða einfaldlega lægra útsvari. Viðreisn mun áfram beita sér fyrir einfaldara lífi í Reykjavík með frjálslyndi, jafnrétti, ábyrgan rekstur og þjónustu við íbúa að leiðarljósi. Raunar höfum við þegar uppskorið umtalsvert þó ekki sé lengra liðið frá kosningum, en þar má nefna að borgarstjórn hefur þegar samþykkt aukna tíðni stofnleiða Strætó á háannatíma og tilraunaverkefni um sumaropnun leikskóla.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun