Lífið

„Þetta er mjög sorglegt og við gerum okkar besta til að halda áfram“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Davidson og Grande á MTV-tónlistarverðlaununum í ágúst síðastliðnum.
Davidson og Grande á MTV-tónlistarverðlaununum í ágúst síðastliðnum. Getty/Jeff Kravitz
Bandaríska söngkonan Ariana Grande birti óræð skilaboð á Instagram-reikningi sínum í gær, þar sem hún tilkynnti m.a. að hún hygðist segja skilið við samfélagsmiðla í bili. Þá ýjaði hún að því að samfélagsmiðlapásan tengdist sambandsslitum hennar og grínistans Pete Davidson.

„Það er erfitt að rekast ekki á fréttir og fleira sem ég vil ekki sjá einmitt núna. Þetta er mjög sorglegt og við gerum okkar besta til að halda áfram,“ skrifaði Grande meðal annars í umræddri færslu, sem þó hefur nú verið eytt.

Skilaboðin birtust í svokallaðri Instagram-story á reikningi Grande en var fljótlega eytt.
Þetta er í fyrsta skipti sem Grande virðist tjá sig um sambandsslitin en talið er að hún og Davidson hafi hætt saman um nýliðna helgi, eftir um hálfs árs samband. Hvorki Grande né Davidson hafa staðfest sambandsslitin en lítið hefur farið fyrir þeim á samfélagsmiðlum undanfarna daga.

Greint hefur verið frá því að Grande hafi skilað Davidson 93 þúsund dollara trúlofunarhringnum sem hann bað hennar með en hún fékk hins vegar forræði yfir gælugrís þeirra, Piggy Smallz.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.