Erlent

Kannabis orðið löglegt í Kanada

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fyrstu viðskiptavinirnir kaupa löglegt kannabis eina mínútu yfir miðnætti að kanadískum tíma.
Fyrstu viðskiptavinirnir kaupa löglegt kannabis eina mínútu yfir miðnætti að kanadískum tíma. AP/Paul Daly
Kannabis varð löglegt í Kanada á miðnætti í nótt að þeirra tíma og þar með varð landið annað ríkið í heiminum sem lögleiðir efnið að fullu, á eftir Úrúgvæ.

Upplýsingar hafa verið sendar á fimmtán milljónir heimila víðsvegar um landið um hvernig skuli umgangast efnið en nokkrir mánuðir eru liðnir frá því frumvarp um lögleiðingu var samþykkt á þinginu.

Fyrstu kannabisbúðirnar opnuðu á Nýfundnalandi, sem er austasti hluti Kanada. Sölustaðir verða þó fáir til að byrja með og er fastlega búist við að framboðið á löglegu maríjúana anni engan veginn eftirspurninni.

Samkvæmt nýju lögunum má fólk eiga allt að þrjátíu grömm af efninu, eða fjórar kannabisplöntur fyrir hvert heimili. Að auki verður ólöglegt að skipta við kannabiskaupmenn sem ekki hafa til þess leyfi.


Tengdar fréttir

Kannabis löglegt í Kanada á morgun

Aldarlöng bannstefna líður undir lok. Forsætisráðherrann hefur staðið við kosningaloforð sitt. Kanada annað ríki heims til að lögleiða kannabisefni í afþreyingarskyni. Ítarlegar reglur gilda þó um neyslu, kaup, vörslu og ræktun kanna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×