Hringrásarhagkerfið og nýsköpun Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 17. október 2018 08:00 Við erum í djúpum skít ef við grípum ekki til róttækra og víðtækra aðgerða strax og endurhugsum hvernig við neytum, hönnum, mælum, framleiðum, göngum um jörðina, skipuleggjum borgir og byggingar, færum okkur milli staða og knýjum fram orku. Þetta er mat IPCC, Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál og jafnframt virtustu raddarinnar í heiminum um þennan málaflokk, og birtist í nýrri skýrslu um stöðu mála í loftslagsmálum fyrr í mánuðinum. Markmiðið er að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður fyrir árið 2100, miðað við hitastig fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Ef við náum ekki þessu markmiði verða meiriháttar raskanir á helstu lífkerfum jarðar með ófyrirséðum afleiðingum. „Að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður er gerlegt ef horft er til lögmála í efnafræði og eðlisfræði, en að láta þetta verða að veruleika krefst breytinga sem eiga sér ekki fordæmi í sögunni,“ segir Jim Skea, formaður IPCC vinnuhóps III. Lykilorðin til að þessar breytingar geti átt sér stað eru breitt samstarf þvert á sérgreinar, geira og stofnanir, nýsköpun, pólitískur vilji, hugarfarsbreyting og langtímasýn. Það er rétt að undirstrika að í þessu ákalli felast gríðarlega spennandi tækifæri til að virkja hugvit og skapa atvinnu.Finnum svörin hjá Finnum Heimurinn er að færast frá því að vera línulegt hagkerfi yfir í hringrásarhagkerfi. Þetta er róttækt skref og rétt að líta til þess hverjar fyrirmyndirnar eru í þeim efnum. Eins og svo oft áður, beinist athyglin að Finnum. Þeim hefur tekist að samræma aðgerðir með breiðu samstarfi, sem við Íslendingar getum lært af. Finnar tóku stöðumat og sögðu sem svo: Við erum lítil þjóð, um það bil fimm og hálf milljón, og höfum alla burði til að umbreyta okkar samfélagi yfir í hringrásarhagkerfi. Og við ætlum ekki bara að breyta finnsku samfélagi, heldur að setja fordæmi fyrir því að þetta sé hægt fyrir allan heiminn. Finnski nýsköpunarsjóðurinn Sitra er sjálfstæð, opinber stofnun. Eins konar hugveita; straumbreytir fyrir stefnumótun og hvati á vegferð Finna til að færast yfir í hringrásarhagkerfi. Fyrr á árinu fékk Sitra Circular Economy verðlaunin í flokki opinbera geirans, á vettvangi World Economic Forum og Accenture í Davos í Sviss.Taka áhættur og ögra ástandinu „Sitra er í stöðu til að taka áhættur og ögra óbreyttu ástandi. Við tökum áhættu fyrir hönd opinbera og einkageirans með því að keyra tilraunaverkefni og spyrja krefjandi spurninga. Þegar vel gengur, tekur opinber og einkageiri við boltanum og framkvæmir á stærri skala. Þannig erum við leiðarljós til að skapa nýjar aðstæður,“ segir Mikko Kosonen, forseti Sitra. Með því að fjárfesta í rannsóknum, ráðgjöf og breiðu samstarfi, leiddi Sitra Aðgerðaáætlun um hringrásarhagkerfi Finnlands 2016-2025. Að auki bjó Sitra til hugtakið og skipulagði fyrstu Hringrásarráðstefnuna árið 2017 (e. World Circular Economy Forum), í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina, þrjú ráðuneyti í Finnlandi, Ellen MacArthur-stofnunina, Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna og aðra lykilaðila. Yfir 1.600 sérfræðingar og frumkvöðlar komu saman á ráðstefnunni, frá 92 löndum. Næsta ráðstefna verður haldin í Japan 22.-24. október. Í nánu samstarfi við skóla, stuðlar Sitra að því að menntun efli færni í hringrásarhagkerfinu og nú þegar stunda 60.000 nemendur í Finnlandi menntun í þeim anda. Sitra gefur líka út handbækur með nýjum viðskiptamódelum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í framleiðslugreinum, svo fátt eitt sé nefnt.Skýr framtíðarsýn er lykilatriði Í dag er Sitra byggt á opinberum hlutabréfum í Nokia og hefur 30-40 milljónir evra til umráða árlega, sem eru fjármagnstekjur af inneign. Áður fyrr var Sitra undir ráðuneyti en að sögn Kosonen var það „lykilatriði að færa Sitra undir finnska þingið. Við erum ekki háð skammtímahugsun þeirrar ríkisstjórnar sem er við völd hverju sinni og við erum heldur ekki háð ríkisfjárlögum sem geta sveiflast ár frá ári. Þetta þýðir líka að við getum hugsað til lengri tíma og höfum pólitískan vilja á bak við okkur.“ Hnattrænar og landamæralausar áskoranir eins og loftslagsbreytingar kalla á langtíma hugsun og skýra framtíðarsýn, nýsköpun og öflugt og oft endurhugsað samstarf milli stofnana, fyrirtækja og geira. Fyrir ríki eins og Ísland sem eru að þróa leiðir til að takast á við örar breytingar á öllum sviðum samfélagsins, og brúa bil á milli geira, eru Finnar enn og aftur innblástur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hrund Gunnsteinsdóttir Loftslagsmál Nýsköpun Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Skoðun Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum í djúpum skít ef við grípum ekki til róttækra og víðtækra aðgerða strax og endurhugsum hvernig við neytum, hönnum, mælum, framleiðum, göngum um jörðina, skipuleggjum borgir og byggingar, færum okkur milli staða og knýjum fram orku. Þetta er mat IPCC, Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál og jafnframt virtustu raddarinnar í heiminum um þennan málaflokk, og birtist í nýrri skýrslu um stöðu mála í loftslagsmálum fyrr í mánuðinum. Markmiðið er að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður fyrir árið 2100, miðað við hitastig fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Ef við náum ekki þessu markmiði verða meiriháttar raskanir á helstu lífkerfum jarðar með ófyrirséðum afleiðingum. „Að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður er gerlegt ef horft er til lögmála í efnafræði og eðlisfræði, en að láta þetta verða að veruleika krefst breytinga sem eiga sér ekki fordæmi í sögunni,“ segir Jim Skea, formaður IPCC vinnuhóps III. Lykilorðin til að þessar breytingar geti átt sér stað eru breitt samstarf þvert á sérgreinar, geira og stofnanir, nýsköpun, pólitískur vilji, hugarfarsbreyting og langtímasýn. Það er rétt að undirstrika að í þessu ákalli felast gríðarlega spennandi tækifæri til að virkja hugvit og skapa atvinnu.Finnum svörin hjá Finnum Heimurinn er að færast frá því að vera línulegt hagkerfi yfir í hringrásarhagkerfi. Þetta er róttækt skref og rétt að líta til þess hverjar fyrirmyndirnar eru í þeim efnum. Eins og svo oft áður, beinist athyglin að Finnum. Þeim hefur tekist að samræma aðgerðir með breiðu samstarfi, sem við Íslendingar getum lært af. Finnar tóku stöðumat og sögðu sem svo: Við erum lítil þjóð, um það bil fimm og hálf milljón, og höfum alla burði til að umbreyta okkar samfélagi yfir í hringrásarhagkerfi. Og við ætlum ekki bara að breyta finnsku samfélagi, heldur að setja fordæmi fyrir því að þetta sé hægt fyrir allan heiminn. Finnski nýsköpunarsjóðurinn Sitra er sjálfstæð, opinber stofnun. Eins konar hugveita; straumbreytir fyrir stefnumótun og hvati á vegferð Finna til að færast yfir í hringrásarhagkerfi. Fyrr á árinu fékk Sitra Circular Economy verðlaunin í flokki opinbera geirans, á vettvangi World Economic Forum og Accenture í Davos í Sviss.Taka áhættur og ögra ástandinu „Sitra er í stöðu til að taka áhættur og ögra óbreyttu ástandi. Við tökum áhættu fyrir hönd opinbera og einkageirans með því að keyra tilraunaverkefni og spyrja krefjandi spurninga. Þegar vel gengur, tekur opinber og einkageiri við boltanum og framkvæmir á stærri skala. Þannig erum við leiðarljós til að skapa nýjar aðstæður,“ segir Mikko Kosonen, forseti Sitra. Með því að fjárfesta í rannsóknum, ráðgjöf og breiðu samstarfi, leiddi Sitra Aðgerðaáætlun um hringrásarhagkerfi Finnlands 2016-2025. Að auki bjó Sitra til hugtakið og skipulagði fyrstu Hringrásarráðstefnuna árið 2017 (e. World Circular Economy Forum), í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina, þrjú ráðuneyti í Finnlandi, Ellen MacArthur-stofnunina, Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna og aðra lykilaðila. Yfir 1.600 sérfræðingar og frumkvöðlar komu saman á ráðstefnunni, frá 92 löndum. Næsta ráðstefna verður haldin í Japan 22.-24. október. Í nánu samstarfi við skóla, stuðlar Sitra að því að menntun efli færni í hringrásarhagkerfinu og nú þegar stunda 60.000 nemendur í Finnlandi menntun í þeim anda. Sitra gefur líka út handbækur með nýjum viðskiptamódelum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í framleiðslugreinum, svo fátt eitt sé nefnt.Skýr framtíðarsýn er lykilatriði Í dag er Sitra byggt á opinberum hlutabréfum í Nokia og hefur 30-40 milljónir evra til umráða árlega, sem eru fjármagnstekjur af inneign. Áður fyrr var Sitra undir ráðuneyti en að sögn Kosonen var það „lykilatriði að færa Sitra undir finnska þingið. Við erum ekki háð skammtímahugsun þeirrar ríkisstjórnar sem er við völd hverju sinni og við erum heldur ekki háð ríkisfjárlögum sem geta sveiflast ár frá ári. Þetta þýðir líka að við getum hugsað til lengri tíma og höfum pólitískan vilja á bak við okkur.“ Hnattrænar og landamæralausar áskoranir eins og loftslagsbreytingar kalla á langtíma hugsun og skýra framtíðarsýn, nýsköpun og öflugt og oft endurhugsað samstarf milli stofnana, fyrirtækja og geira. Fyrir ríki eins og Ísland sem eru að þróa leiðir til að takast á við örar breytingar á öllum sviðum samfélagsins, og brúa bil á milli geira, eru Finnar enn og aftur innblástur.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun