Fækkar í Þjóðkirkjunni Höskuldur Kári Schram skrifar 16. október 2018 18:30 Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju Mynd/Anton Brink Færri Íslendingar eru skráðir Þjóðkirkjuna nú en áður og hefur hlutfallið lækkað um fjórðung frá aldamótum. Sóknarprestur í Laugarneskirkju segir þetta vera í takt við þróun í öðrum löndum en segir að kirkjan sinni enn mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Sífellt færri kjósa að skrá sig í Þjóðkirkjuna samkvæmt tölum sem Þjóðskrá Íslands birti í gær. Skráðum einstaklingum fækkaði um tvö þúsund á síðasta ári eða um eitt prósent. Frá aldamótum hefur hlutfallið farið úr tæpum 90 prósentum niður í 65 prósent. Tólf þúsund færri eru skráðir í Þjóðkirkjuna nú en árið 1999. Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju segir að þetta endurspegli þær þjóðfélagsbreytingar sem hafa átt sér stað á undanförnum árum. „Auðvitað er það áhyggjuefni að það fækki um eitt prósentustig á ári í Þjóðkirkjunni. Þá eigum við ekki nema 65 ár eftir þangað til við hverfum. Auðvitað hljótum við að hafa áhyggjur af því. Hitt er annað mál að þetta er ekki einsdæmi hér á Íslandi. Þetta er þróun sem er eiga sér stað í öllum löndum sem við viljum bera okkur saman við,“ segir Davíð Þór. Davíð segir að Þjóðkirkjan hafi á köflum þurft að þola ósanngjarna gagnrýni og þá hafi trúariðkun fólks einnig tekið breytingum. Kirkjan hafi þó enn mikilvægu hlutverki að gegna og að hún taki á móti öllum, líka þeim sem ekki eru skráðir. „Það sem að ég er að verða var við er að ásókn fólks í þjónustu Þjóðkirkjunnar er ekki að minnka. Í skírnir, í brúðkaup, útfarir og í sálgæslu hjá presti. Það sem er að aukast hins vegar í síauknum mæli er að fólk kemur til þessara stunda, í þessi viðtöl eða í undirbúning þessara athafna og afsakar sig með því að segja að það sé nú reyndar ekki í þjóðkirkjunni,“ segir Davíð. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Færri Íslendingar eru skráðir Þjóðkirkjuna nú en áður og hefur hlutfallið lækkað um fjórðung frá aldamótum. Sóknarprestur í Laugarneskirkju segir þetta vera í takt við þróun í öðrum löndum en segir að kirkjan sinni enn mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Sífellt færri kjósa að skrá sig í Þjóðkirkjuna samkvæmt tölum sem Þjóðskrá Íslands birti í gær. Skráðum einstaklingum fækkaði um tvö þúsund á síðasta ári eða um eitt prósent. Frá aldamótum hefur hlutfallið farið úr tæpum 90 prósentum niður í 65 prósent. Tólf þúsund færri eru skráðir í Þjóðkirkjuna nú en árið 1999. Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju segir að þetta endurspegli þær þjóðfélagsbreytingar sem hafa átt sér stað á undanförnum árum. „Auðvitað er það áhyggjuefni að það fækki um eitt prósentustig á ári í Þjóðkirkjunni. Þá eigum við ekki nema 65 ár eftir þangað til við hverfum. Auðvitað hljótum við að hafa áhyggjur af því. Hitt er annað mál að þetta er ekki einsdæmi hér á Íslandi. Þetta er þróun sem er eiga sér stað í öllum löndum sem við viljum bera okkur saman við,“ segir Davíð Þór. Davíð segir að Þjóðkirkjan hafi á köflum þurft að þola ósanngjarna gagnrýni og þá hafi trúariðkun fólks einnig tekið breytingum. Kirkjan hafi þó enn mikilvægu hlutverki að gegna og að hún taki á móti öllum, líka þeim sem ekki eru skráðir. „Það sem að ég er að verða var við er að ásókn fólks í þjónustu Þjóðkirkjunnar er ekki að minnka. Í skírnir, í brúðkaup, útfarir og í sálgæslu hjá presti. Það sem er að aukast hins vegar í síauknum mæli er að fólk kemur til þessara stunda, í þessi viðtöl eða í undirbúning þessara athafna og afsakar sig með því að segja að það sé nú reyndar ekki í þjóðkirkjunni,“ segir Davíð.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira