Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú skemmdarverk sem unnin voru á bát sem stóð á landi í Vogum á Vatnsleysuströnd.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að búið væri að skemma kompás, dýptarmæli og hugsanlega vélina.
„Einnig var búið að taka ýmsa hluti úr bátnum og henda þeim út og suður. Má þar nefna neyðarblys, sjúkrakassa, árar og fiskverkunarhnífa.
Málið er í rannsókn,“ segir í tilkynningunni.
Skemmdir unnar á bát í Vogum
Atli Ísleifsson skrifar
