Lögregla leitaði hjálpar Landhelgisgæslunnar og fann þyrla gæslunnar skútuna og vísaði henni til hafnar í Rifi á Snæfellsnesi. Þar var maðurinn handtekinn af lögreglunni á Vesturlandi.
Fram kemur í tilkynningu að sakborningurinn verði innan tíðar færður fyrir Héraðsdóm Vestfjarða en þar mun lögreglustjórinn fara fram á farbann yfir manninum.