Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Karl Lúðvíksson skrifar 15. október 2018 08:55 Haustfagnaður SVFR verður haldinn 19.október næstkomandi. Fagnaðurinn fer fram í Lágmúla 4 í Akóges salnum og opnar húsið klukkan 20:00. Eins og fram hefur komið að þá er þessi fagnaður fyrir alla þá sem hafa gaman af veiði og skemmtun, félagsmenn eður ei. Er þvi tilvalið að hengja vöðlurnar upp í geymslurnar, draga fram spariskóna og pússa þá vel fyrir kvöldið, því það verður hlegið og dansað. Veglegir vinningar verða fyrir fyndnustu og bestu veiðimynd ársins ásamt því að Happahylurinn frægi verður á sínum stað troðfullur af flottum vinningum. Margir landsþekktir grínistar, söngvarar, vísindamenn verða næstum því á svæðinu í boði Karls Örvarssonar. Eggert Skúlason fer yfir nýjustu þáttaröð sína af Sporðarköstum og margt, margt fleira.Dagskráin er svohljóðandi:- Formaður SVFR setur hátíðina og kynnir til leiks hátíðarstjórann Karl Örvarsson söngvara og margbreytilegan persónuleika (lesist eftirherma). - Átroðningur kvennadeildar SVFR – rándýrt atriði. - Karl Örvarsson og vinur kynnir til leiks fyndnustu veiðimyndir sumarsins og þá bestu. Einnig verður farið út í hvernig á að taka mynd af laxi… og hvernig á ekki að taka mynd af laxi. - Helstu tölur úr ám SVFR verða skoðaðar og veiðitímabilið gert upp. - Verðlaunaafhending fyrir fyndnustu mynd ársins og þá bestu. - Hinn landskunni fréttamaður Eggert Skúlason fer yfir nýjustu þáttaröð af Sporðaköstum og segir skemmtilegar sögur við gerð hennar. - Farið verður á léttan hátt með hjálp fróðasta manns Íslands um erfðamengi íslenska laxins. - Happahylurinn. - Ball fram á rauða nótt..Takið föstudagskvöldið 19.október frá núna ef þið eruð ekki búin að því!Sendið myndir af ykkar bestu og fyndustu veiðimynd af liðnu sumri á svfr@svfr.is og þið eruð komin í leikinn! Mest lesið Veiðin að lagast í Langá Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Nýtt framboð til stjórnar SVFR Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Spennandi veiðileyfi í lax í júní Veiði Urriðinn ennþá í tökustuði á Þingvöllum Veiði Frábær opnun í Hítará: 11 stórlaxar af 16 Veiði Myndakeppni Veiðimannsins komin af stað Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði Svalbarðsá komin í 100 laxa Veiði
Haustfagnaður SVFR verður haldinn 19.október næstkomandi. Fagnaðurinn fer fram í Lágmúla 4 í Akóges salnum og opnar húsið klukkan 20:00. Eins og fram hefur komið að þá er þessi fagnaður fyrir alla þá sem hafa gaman af veiði og skemmtun, félagsmenn eður ei. Er þvi tilvalið að hengja vöðlurnar upp í geymslurnar, draga fram spariskóna og pússa þá vel fyrir kvöldið, því það verður hlegið og dansað. Veglegir vinningar verða fyrir fyndnustu og bestu veiðimynd ársins ásamt því að Happahylurinn frægi verður á sínum stað troðfullur af flottum vinningum. Margir landsþekktir grínistar, söngvarar, vísindamenn verða næstum því á svæðinu í boði Karls Örvarssonar. Eggert Skúlason fer yfir nýjustu þáttaröð sína af Sporðarköstum og margt, margt fleira.Dagskráin er svohljóðandi:- Formaður SVFR setur hátíðina og kynnir til leiks hátíðarstjórann Karl Örvarsson söngvara og margbreytilegan persónuleika (lesist eftirherma). - Átroðningur kvennadeildar SVFR – rándýrt atriði. - Karl Örvarsson og vinur kynnir til leiks fyndnustu veiðimyndir sumarsins og þá bestu. Einnig verður farið út í hvernig á að taka mynd af laxi… og hvernig á ekki að taka mynd af laxi. - Helstu tölur úr ám SVFR verða skoðaðar og veiðitímabilið gert upp. - Verðlaunaafhending fyrir fyndnustu mynd ársins og þá bestu. - Hinn landskunni fréttamaður Eggert Skúlason fer yfir nýjustu þáttaröð af Sporðaköstum og segir skemmtilegar sögur við gerð hennar. - Farið verður á léttan hátt með hjálp fróðasta manns Íslands um erfðamengi íslenska laxins. - Happahylurinn. - Ball fram á rauða nótt..Takið föstudagskvöldið 19.október frá núna ef þið eruð ekki búin að því!Sendið myndir af ykkar bestu og fyndustu veiðimynd af liðnu sumri á svfr@svfr.is og þið eruð komin í leikinn!
Mest lesið Veiðin að lagast í Langá Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Nýtt framboð til stjórnar SVFR Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Spennandi veiðileyfi í lax í júní Veiði Urriðinn ennþá í tökustuði á Þingvöllum Veiði Frábær opnun í Hítará: 11 stórlaxar af 16 Veiði Myndakeppni Veiðimannsins komin af stað Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði Svalbarðsá komin í 100 laxa Veiði