Myndbirtingar á Facebook geti bitnað á börnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. október 2018 21:00 Persónuvernd hvetur fólk til að fara sér hægt í myndbirtingu af grunuðum afbrotamönnum á Facebook. Með því sé þó ekki verið að hlífa glæpamönnum, heldur standa vörð um þolendur þeirra sem í sumum tilfellum eru börn. Stofnunin birti á föstudag ábendingu á heimasíðu sinni þar sem Persónuvernd mælist til þess að fólk sýni varkárni við birtingu ljósmynda og nafna þeirra sem sakaðir hafa verið um alvarleg brot. Það eigi meðal annars við um birtingu ljósmynda og nafna grunaðara afbrotamanna á samfélagsmiðlum. Þó svo að Persónvernd taki ekki fram hvert tilefni ábendingarinnar er hefur fréttastofa heimildir fyrir því að stofnuninni hafi borist ábendingar um myndir sem deilt var á Facebook - af hjónum sem nú eru í gæsluvarðhaldi og eru sökuð um alvarleg brot gegn dóttur og stjúpdóttur þeirra. Meint brot hjónanna hafa vakið mikinn óhug og hafa Sandgerðingar meðal annars lýst málinu sem því ógeðslegasta í sögunni.Börn - ekki brotamenn Þó svo að Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, geti ekki tjáð sig um einstök mál segir hún mikilvægt að hafa í huga að myndbirtingar á samfélagsmiðlum geta í sumum tilvikum haft slæmar afleiðingar í för með sér fyrir þolendur brotanna, sem sé sérstaklega alvarlegt ef þolendur eru á barnsaldri. Með ábendingu sinni sé Persónuvernd þó ekki að halda hlífðarskildi yfir afbrotamönnum. „Það sem þarf að hafa hugfast er að þegar umfjöllun á sér stað um alvarleg brot þá eru margar upplýsingar sem geta verið persónugreinanlegar. Það þarf að einnig að hafa í huga að eitt er það hver á skömmina í brotum og hitt er það hvern á að vernda í umfjölldun um brot,“ segir Helga. Þetta eigi sérstaklega við þegar börn tengjast eða málinu, eða eru jafnvel brotaþolar. Helga minnir á að hver sá sem birtir upplýsingar á samfélagsmiðlum sé ábyrgur fyrir færslunni. Myndbirtingar geti þannig dregið dilk á eftir sér, brjóti þær í bága við persónuverndarlög. Hún hvetur alla, jafnt fjölmiðla sem notendur samfélagsmiðla, til að láta hagsmuni barnanna ráða för í umfjöllun sinni. „Útgangspunktur Persónuverndar er að huga að því í allri umræðu sem börn tengjast að þau eru verndarandlagið og þau eiga að vera þungamiðjan í því hvernig fréttin eða umfjöllunin á sér stað - hjá okkur öllum,“ segir Helga Þórisdóttir. Persónuvernd Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sandgerðingar í sjokki vegna „ógeðslegasta máls sögunnar“ Gróf kynferðisbrot hjóna í Sandgerði gegn börnum sínum hafa vakið mikinn óhug meðal bæjarbúa og nágranna þeirra. Íbúar bæjarins segja lítið hafa farið fyrir hjónunum. Þau eru sögð hafa verið strangtrúuð. 10. október 2018 06:00 Heyrir til undantekninga að lögregla og saksóknari leggi ólíkt mat á nauðsyn gæsluvarðhalds Það heyrir til undantekninga en er þó ekki án fordæma að héraðssaksóknari og lögregla taki ólíka afstöðu til þess hvort fara skuli fram á gæsluvarðhald. Mál pars sem ákært hefur verið fyrir gróf kynferðisafbrot gegn dætrum sinnum hefur vakið hörð viðbrögð. 10. október 2018 19:30 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Persónuvernd hvetur fólk til að fara sér hægt í myndbirtingu af grunuðum afbrotamönnum á Facebook. Með því sé þó ekki verið að hlífa glæpamönnum, heldur standa vörð um þolendur þeirra sem í sumum tilfellum eru börn. Stofnunin birti á föstudag ábendingu á heimasíðu sinni þar sem Persónuvernd mælist til þess að fólk sýni varkárni við birtingu ljósmynda og nafna þeirra sem sakaðir hafa verið um alvarleg brot. Það eigi meðal annars við um birtingu ljósmynda og nafna grunaðara afbrotamanna á samfélagsmiðlum. Þó svo að Persónvernd taki ekki fram hvert tilefni ábendingarinnar er hefur fréttastofa heimildir fyrir því að stofnuninni hafi borist ábendingar um myndir sem deilt var á Facebook - af hjónum sem nú eru í gæsluvarðhaldi og eru sökuð um alvarleg brot gegn dóttur og stjúpdóttur þeirra. Meint brot hjónanna hafa vakið mikinn óhug og hafa Sandgerðingar meðal annars lýst málinu sem því ógeðslegasta í sögunni.Börn - ekki brotamenn Þó svo að Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, geti ekki tjáð sig um einstök mál segir hún mikilvægt að hafa í huga að myndbirtingar á samfélagsmiðlum geta í sumum tilvikum haft slæmar afleiðingar í för með sér fyrir þolendur brotanna, sem sé sérstaklega alvarlegt ef þolendur eru á barnsaldri. Með ábendingu sinni sé Persónuvernd þó ekki að halda hlífðarskildi yfir afbrotamönnum. „Það sem þarf að hafa hugfast er að þegar umfjöllun á sér stað um alvarleg brot þá eru margar upplýsingar sem geta verið persónugreinanlegar. Það þarf að einnig að hafa í huga að eitt er það hver á skömmina í brotum og hitt er það hvern á að vernda í umfjölldun um brot,“ segir Helga. Þetta eigi sérstaklega við þegar börn tengjast eða málinu, eða eru jafnvel brotaþolar. Helga minnir á að hver sá sem birtir upplýsingar á samfélagsmiðlum sé ábyrgur fyrir færslunni. Myndbirtingar geti þannig dregið dilk á eftir sér, brjóti þær í bága við persónuverndarlög. Hún hvetur alla, jafnt fjölmiðla sem notendur samfélagsmiðla, til að láta hagsmuni barnanna ráða för í umfjöllun sinni. „Útgangspunktur Persónuverndar er að huga að því í allri umræðu sem börn tengjast að þau eru verndarandlagið og þau eiga að vera þungamiðjan í því hvernig fréttin eða umfjöllunin á sér stað - hjá okkur öllum,“ segir Helga Þórisdóttir.
Persónuvernd Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sandgerðingar í sjokki vegna „ógeðslegasta máls sögunnar“ Gróf kynferðisbrot hjóna í Sandgerði gegn börnum sínum hafa vakið mikinn óhug meðal bæjarbúa og nágranna þeirra. Íbúar bæjarins segja lítið hafa farið fyrir hjónunum. Þau eru sögð hafa verið strangtrúuð. 10. október 2018 06:00 Heyrir til undantekninga að lögregla og saksóknari leggi ólíkt mat á nauðsyn gæsluvarðhalds Það heyrir til undantekninga en er þó ekki án fordæma að héraðssaksóknari og lögregla taki ólíka afstöðu til þess hvort fara skuli fram á gæsluvarðhald. Mál pars sem ákært hefur verið fyrir gróf kynferðisafbrot gegn dætrum sinnum hefur vakið hörð viðbrögð. 10. október 2018 19:30 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Sandgerðingar í sjokki vegna „ógeðslegasta máls sögunnar“ Gróf kynferðisbrot hjóna í Sandgerði gegn börnum sínum hafa vakið mikinn óhug meðal bæjarbúa og nágranna þeirra. Íbúar bæjarins segja lítið hafa farið fyrir hjónunum. Þau eru sögð hafa verið strangtrúuð. 10. október 2018 06:00
Heyrir til undantekninga að lögregla og saksóknari leggi ólíkt mat á nauðsyn gæsluvarðhalds Það heyrir til undantekninga en er þó ekki án fordæma að héraðssaksóknari og lögregla taki ólíka afstöðu til þess hvort fara skuli fram á gæsluvarðhald. Mál pars sem ákært hefur verið fyrir gróf kynferðisafbrot gegn dætrum sinnum hefur vakið hörð viðbrögð. 10. október 2018 19:30