Hefur fengið ábendingar um ógnandi hegðun gagnvart notendum Félagsbústaða Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 14. október 2018 13:36 Kolbrún segist hafa fengið ábendingar um ógnandi hegðun. Fréttablaðið/Hákon Borgarfulltrúa í Flokki fólksins hefur borist fjölda kvartana vegna vinnubragða hjá Félagsbústöðum. Hún segir að helstu umkvörtunarefnin séu framkoma og hegðun starfsfólks, notendur lýsi miklum dónaskap í sinn garð og jafnvel ógnandi hegðun. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lét af störfum um helgina. Heiða Björg Hilmisdóttir stjórnarmaður hjá Félagsbústöðum staðfesti við fréttastofu að framkvæmdastjóri Félagsbústaða Auðun Freyr Ingvarsson væri hættur. Það hefði verið sameiginleg niðurstaða nýrrar stjórnar Félagsbústaða og framkvæmdastjórans að hann léti af störfum. Von sé á yfirlýsingu vegna málsins á morgun en stjórnin ætli að fara yfir málið í dag. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi hjá Flokki fólksins segir að sér hafi borist fjölmargar kvartanir vegna Félagsbústaða á undanförnum mánuðum. „Strax í kosningabaráttunni fór fólk að hafa samband við mig sem að sagði farir sínar ekki sléttar í sambandi við þetta fyrirtæki. Svo þegar ég var orðin borgarfulltrúi þá var mér náttúrulega ekkert að vanbúnaði og fór að koma með ýmsar tillögur og byrjaði á að biðja um rekstrarúttekt og svo tók svona hvert við af öðru, aðrar tillögur. Það var meðal annars gerð svona þjónustukönnun, svona viðhorfskönnun og fenginn óháður aðili í svona ágreiningsmálum,” segir Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi. Kolbrún segist hafa lagt fram alls fimm tillögur og fjölmargar fyrirspurnir vegna málsins á fundi borgarstjórnar. Umkvörtunarefni fólks snúist um hegðun gagnvart notendum Félagsbústaða. „Það hafa verið alvarlegar ásakanir hvað varðar það. Það hefur verið dónaskapur, fólk hefur talað um að sér hafi verið ógnað. Síðan líka varðandi viðhald að fólk verið í íbúðum með raka og myglu og ekki fengið lausn sinna mála Og það eru dæmi um dómsmál og fólk sem hefur engan veginn fjárráð til þess. Það hefur einhver veginn verið þvingað inn í dómsmál,” segir Kolbrún. Hún kveðst ekki hafa fengið nein viðbrögð frá meirihlutanum í borgarstjórn og segist ekki vita hvort starfslok framkvæmdastjórans tengist þessum málum. „Það sem ég veit hins vegar er að það er góður hópur fólks sem að hefur virkilega átt um sárt að binda í samskiptum við Félagsbústaði. Ég veit það sem borgarfulltrúi að ég er búin að lemja á þarna og stundum af hörku og mér hefur þótt ég virkilega ganga á veggi,”segir Kolbrún. Heiða Björg Hilmisdóttir sagði í samtali við fréttastofu að starfslok framkvæmdastjórans tengdust ekkert tillögum eða fyrirspurnum Kolbrúnar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Borgarfulltrúa í Flokki fólksins hefur borist fjölda kvartana vegna vinnubragða hjá Félagsbústöðum. Hún segir að helstu umkvörtunarefnin séu framkoma og hegðun starfsfólks, notendur lýsi miklum dónaskap í sinn garð og jafnvel ógnandi hegðun. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lét af störfum um helgina. Heiða Björg Hilmisdóttir stjórnarmaður hjá Félagsbústöðum staðfesti við fréttastofu að framkvæmdastjóri Félagsbústaða Auðun Freyr Ingvarsson væri hættur. Það hefði verið sameiginleg niðurstaða nýrrar stjórnar Félagsbústaða og framkvæmdastjórans að hann léti af störfum. Von sé á yfirlýsingu vegna málsins á morgun en stjórnin ætli að fara yfir málið í dag. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi hjá Flokki fólksins segir að sér hafi borist fjölmargar kvartanir vegna Félagsbústaða á undanförnum mánuðum. „Strax í kosningabaráttunni fór fólk að hafa samband við mig sem að sagði farir sínar ekki sléttar í sambandi við þetta fyrirtæki. Svo þegar ég var orðin borgarfulltrúi þá var mér náttúrulega ekkert að vanbúnaði og fór að koma með ýmsar tillögur og byrjaði á að biðja um rekstrarúttekt og svo tók svona hvert við af öðru, aðrar tillögur. Það var meðal annars gerð svona þjónustukönnun, svona viðhorfskönnun og fenginn óháður aðili í svona ágreiningsmálum,” segir Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi. Kolbrún segist hafa lagt fram alls fimm tillögur og fjölmargar fyrirspurnir vegna málsins á fundi borgarstjórnar. Umkvörtunarefni fólks snúist um hegðun gagnvart notendum Félagsbústaða. „Það hafa verið alvarlegar ásakanir hvað varðar það. Það hefur verið dónaskapur, fólk hefur talað um að sér hafi verið ógnað. Síðan líka varðandi viðhald að fólk verið í íbúðum með raka og myglu og ekki fengið lausn sinna mála Og það eru dæmi um dómsmál og fólk sem hefur engan veginn fjárráð til þess. Það hefur einhver veginn verið þvingað inn í dómsmál,” segir Kolbrún. Hún kveðst ekki hafa fengið nein viðbrögð frá meirihlutanum í borgarstjórn og segist ekki vita hvort starfslok framkvæmdastjórans tengist þessum málum. „Það sem ég veit hins vegar er að það er góður hópur fólks sem að hefur virkilega átt um sárt að binda í samskiptum við Félagsbústaði. Ég veit það sem borgarfulltrúi að ég er búin að lemja á þarna og stundum af hörku og mér hefur þótt ég virkilega ganga á veggi,”segir Kolbrún. Heiða Björg Hilmisdóttir sagði í samtali við fréttastofu að starfslok framkvæmdastjórans tengdust ekkert tillögum eða fyrirspurnum Kolbrúnar
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira