Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2018 08:26 Khashoggi er talinn hafa verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl. Vísir/EPA Ríkisstjórn Tyrklands hefur sagt bandarískum embættismönnum að hún búi yfir hljóð- og myndupptökum sem sýni fram á að Jamal Khashoggi, sádiarabískur blaða- og andófsmaður, hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. Ekkert hefur spurst til Khashoggi frá því í síðustu viku. Hann hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum vegna gagnrýni sinnar á stjórnvöld í Ríad. Síðast sást til hans á leið inn á ræðismannsskrifstofuna í Tyrklandi þar sem hann er sagður hafa ætlað að afla sér skjala fyrir væntanlegt brúðkaup sitt. Upptökur Tyrkja eru sagðar sýna að sádiarabískt öryggisteymi hafi tekið Khashoggi höndum á skrifstofunni á þriðjudag í síðustu viku. Sádarnir hafi síðan myrt blaðamanninn og bútað líka hans niður, að því er segir í frétt Washington Post. Khashoggi skrifaði meðal annars pistla fyrir bandaríska dagblaðið. Það hefur eftir embættismönnunum að hljópupptakan innihaldi sérstaklega sannfærandi og hryllilegar sannanir fyrir því að útsendarar sádiarabískra stjórnvalda beri ábyrgð á dauða blaðamannsins. „Maður heyrir röddina hans og rödd manna sem tala arabísku. Maður heyrir hvernig hann var yfirheyrður, pyntaður og síðan myrtur,“ hefur blaðið eftir einum embættismannanna. Tyrkir sökuðu Sádiaraba fljótt um að bera ábyrgð á hvarfi Khashoggi. Washington Post segir að þeir hafi þó hikað við að gera upptökuna opinbera því þeir óttast að opinbera hvernig þeir njósna um erlend ríki í Tyrklandi. Tengdar fréttir Sádar sagðir hafa sent fimmtán manna sveit eftir Khashoggi Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, telur hann vera enn á lífi, þrátt fyrir að hafa ekki séð hann í rúma viku. 10. október 2018 10:35 Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17 Telja að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður og flutt á brott Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu frá því hann heimsótti ræðisskrifstofu heimalands síns síðasta þriðjudag. Hann hefur undanfarið ár verið í sjálfskipaðri útlegð í Washington af ótta við ofsóknir yfirvalda. 7. október 2018 18:31 Yfirvöld í Tyrklandi leita bíls sem talinn er hafa flutt lík blaðamannsins Yfirvöld í Tyrklandi rannsaka nú umferðarmyndavélar í von um að finna svartan sendiferðabíl sem þau telja hafa flutt lík blaðamannsins Jamal Khashoggi frá ræðisskrifstofu Sádi-arabíu í Istanbúl. 8. október 2018 21:24 Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær. 7. október 2018 16:54 Óttast að Trump-stjórnin sópi hvarfi blaðamanns undir teppið Bandaríkjastjórn hefur sýnt fá merki um að hún ætli sér að draga Sáda til ábyrgðar vegna hvarfsins á þekktum blaða- og andófsmanni. 11. október 2018 08:09 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Ríkisstjórn Tyrklands hefur sagt bandarískum embættismönnum að hún búi yfir hljóð- og myndupptökum sem sýni fram á að Jamal Khashoggi, sádiarabískur blaða- og andófsmaður, hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. Ekkert hefur spurst til Khashoggi frá því í síðustu viku. Hann hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum vegna gagnrýni sinnar á stjórnvöld í Ríad. Síðast sást til hans á leið inn á ræðismannsskrifstofuna í Tyrklandi þar sem hann er sagður hafa ætlað að afla sér skjala fyrir væntanlegt brúðkaup sitt. Upptökur Tyrkja eru sagðar sýna að sádiarabískt öryggisteymi hafi tekið Khashoggi höndum á skrifstofunni á þriðjudag í síðustu viku. Sádarnir hafi síðan myrt blaðamanninn og bútað líka hans niður, að því er segir í frétt Washington Post. Khashoggi skrifaði meðal annars pistla fyrir bandaríska dagblaðið. Það hefur eftir embættismönnunum að hljópupptakan innihaldi sérstaklega sannfærandi og hryllilegar sannanir fyrir því að útsendarar sádiarabískra stjórnvalda beri ábyrgð á dauða blaðamannsins. „Maður heyrir röddina hans og rödd manna sem tala arabísku. Maður heyrir hvernig hann var yfirheyrður, pyntaður og síðan myrtur,“ hefur blaðið eftir einum embættismannanna. Tyrkir sökuðu Sádiaraba fljótt um að bera ábyrgð á hvarfi Khashoggi. Washington Post segir að þeir hafi þó hikað við að gera upptökuna opinbera því þeir óttast að opinbera hvernig þeir njósna um erlend ríki í Tyrklandi.
Tengdar fréttir Sádar sagðir hafa sent fimmtán manna sveit eftir Khashoggi Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, telur hann vera enn á lífi, þrátt fyrir að hafa ekki séð hann í rúma viku. 10. október 2018 10:35 Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17 Telja að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður og flutt á brott Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu frá því hann heimsótti ræðisskrifstofu heimalands síns síðasta þriðjudag. Hann hefur undanfarið ár verið í sjálfskipaðri útlegð í Washington af ótta við ofsóknir yfirvalda. 7. október 2018 18:31 Yfirvöld í Tyrklandi leita bíls sem talinn er hafa flutt lík blaðamannsins Yfirvöld í Tyrklandi rannsaka nú umferðarmyndavélar í von um að finna svartan sendiferðabíl sem þau telja hafa flutt lík blaðamannsins Jamal Khashoggi frá ræðisskrifstofu Sádi-arabíu í Istanbúl. 8. október 2018 21:24 Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær. 7. október 2018 16:54 Óttast að Trump-stjórnin sópi hvarfi blaðamanns undir teppið Bandaríkjastjórn hefur sýnt fá merki um að hún ætli sér að draga Sáda til ábyrgðar vegna hvarfsins á þekktum blaða- og andófsmanni. 11. október 2018 08:09 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Sádar sagðir hafa sent fimmtán manna sveit eftir Khashoggi Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, telur hann vera enn á lífi, þrátt fyrir að hafa ekki séð hann í rúma viku. 10. október 2018 10:35
Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17
Telja að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður og flutt á brott Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu frá því hann heimsótti ræðisskrifstofu heimalands síns síðasta þriðjudag. Hann hefur undanfarið ár verið í sjálfskipaðri útlegð í Washington af ótta við ofsóknir yfirvalda. 7. október 2018 18:31
Yfirvöld í Tyrklandi leita bíls sem talinn er hafa flutt lík blaðamannsins Yfirvöld í Tyrklandi rannsaka nú umferðarmyndavélar í von um að finna svartan sendiferðabíl sem þau telja hafa flutt lík blaðamannsins Jamal Khashoggi frá ræðisskrifstofu Sádi-arabíu í Istanbúl. 8. október 2018 21:24
Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær. 7. október 2018 16:54
Óttast að Trump-stjórnin sópi hvarfi blaðamanns undir teppið Bandaríkjastjórn hefur sýnt fá merki um að hún ætli sér að draga Sáda til ábyrgðar vegna hvarfsins á þekktum blaða- og andófsmanni. 11. október 2018 08:09