Ekki búið að semja um aðild Íslands Sveinn Arnarsson skrifar 12. október 2018 07:00 Íslenskur lyfjamarkaður er afar lítill og veldur áhyggjum erlendra lyfjarisa Ísland hefur ekki skrifað undir samkomulag um þátttöku í samnorrænu lyfjaútboði sem á að fara fram í byrjun árs. Lyfjafyrirtæki lýstu yfir áhyggjum af aðild Íslands að útboðinu á sameiginlegum fundi með mögulegum aðildarríkjum í lok síðasta mánaðar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að ná niður kostnaðinum við lyfjakaup. Undirbúningsvinna vegna hins sameiginlega lyfjaútboðs hefur verið á hendi Amgros í samvinnu við stjórnvöld og stofnanir landanna. Völdum tilboðsgjöfum var boðið á kynninguna sem var haldin í Danmörku þann 28. september síðastliðinn. Að henni lokinni gafst tækifæri til umræðna um útboðskröfur, markaðsleyfi og afhendingu lyfja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins komu fram á fundinum áhyggjur og óánægja tilboðsgjafanna með að Ísland verði mögulegur aðili að útboðinu og þá hvernig Ísland gæti verið aðili. Fyrirtækin hafa áhyggjur af því að hér á landi geti ekki verið til samkeppnismarkaður um lyf vegna smæðar markaðarins samanborið við markaðinn í Danmörku og Noregi sem séu margfalt stærri. „Það er mikilvægt fyrir Ísland og Norðurlöndin að finna leiðir til að standa saman í þessum efnum. Þetta er mikilvægt hagsmunamál fyrir notendur heilbrigðiskerfa á Norðurlöndum,“ segir Svandís. Eins og staðan er núna hafa aðeins Noregur og Danmörk skrifað undir samkomulag um að taka þátt í þessu sameiginlega útboði. Íslendingar og Svíar hafa ekki gert það. „Mér er ekki ljóst nákvæmlega hvernig það bar að, en þessu samtali er ekki lokið og samskipti ríkjanna eru enn í gangi. Við höfum verið í þessum samstarfshópi um árabil og það er bara ekki að fullu til lykta leitt,“ segir Svandís Hún segir viljann vera einnig til staðar á Norðurlöndum með aðkomu Íslands að verkefninu. Fréttablaðið hefur einnig staðfest vilja bæði heilbrigðisráðherra Norðmanna og Dana til þess að Ísland verði hluti af útboðinu. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Ísland hefur ekki skrifað undir samkomulag um þátttöku í samnorrænu lyfjaútboði sem á að fara fram í byrjun árs. Lyfjafyrirtæki lýstu yfir áhyggjum af aðild Íslands að útboðinu á sameiginlegum fundi með mögulegum aðildarríkjum í lok síðasta mánaðar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að ná niður kostnaðinum við lyfjakaup. Undirbúningsvinna vegna hins sameiginlega lyfjaútboðs hefur verið á hendi Amgros í samvinnu við stjórnvöld og stofnanir landanna. Völdum tilboðsgjöfum var boðið á kynninguna sem var haldin í Danmörku þann 28. september síðastliðinn. Að henni lokinni gafst tækifæri til umræðna um útboðskröfur, markaðsleyfi og afhendingu lyfja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins komu fram á fundinum áhyggjur og óánægja tilboðsgjafanna með að Ísland verði mögulegur aðili að útboðinu og þá hvernig Ísland gæti verið aðili. Fyrirtækin hafa áhyggjur af því að hér á landi geti ekki verið til samkeppnismarkaður um lyf vegna smæðar markaðarins samanborið við markaðinn í Danmörku og Noregi sem séu margfalt stærri. „Það er mikilvægt fyrir Ísland og Norðurlöndin að finna leiðir til að standa saman í þessum efnum. Þetta er mikilvægt hagsmunamál fyrir notendur heilbrigðiskerfa á Norðurlöndum,“ segir Svandís. Eins og staðan er núna hafa aðeins Noregur og Danmörk skrifað undir samkomulag um að taka þátt í þessu sameiginlega útboði. Íslendingar og Svíar hafa ekki gert það. „Mér er ekki ljóst nákvæmlega hvernig það bar að, en þessu samtali er ekki lokið og samskipti ríkjanna eru enn í gangi. Við höfum verið í þessum samstarfshópi um árabil og það er bara ekki að fullu til lykta leitt,“ segir Svandís Hún segir viljann vera einnig til staðar á Norðurlöndum með aðkomu Íslands að verkefninu. Fréttablaðið hefur einnig staðfest vilja bæði heilbrigðisráðherra Norðmanna og Dana til þess að Ísland verði hluti af útboðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira