Vonda skoðunin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. október 2018 07:15 Við lifum í samfélagi þar sem fólk er stöðugt að tjá sig, ekki einungis á mannamótum heldur einnig á samfélagsmiðlum. Sumir hafa óneitanlega meiri þörf fyrir að viðra skoðanir sínar en aðrir og leita uppi miðla þar sem mögulegt er að rödd þeirra fái að heyrast. Þeir finna sér sinn stað og koma sér þar þægilega fyrir og útvarpa hæstánægðir skoðunum sínum, oft meira af kappi en forsjá. Á dögunum viðraði lektor, karlmaður, skoðanir sínar á konum í svokölluðu Karlmennskuspjalli á Facebook. Í anda þess sem hann hefur sjálfsagt talið sanna karlmennsku andvarpaði hann þar yfir því að konur væru alltaf að reyna að troða sér þar sem karlmenn vinna og eyðilegðu vinnustaðinn. Af skrifum hans mátti jafnvel skilja að það væri mikið mein að konur hefðu ekki nægilegan smekk fyrir klámbröndurum, allavega sýndu þær ekki mikið umburðarlyndi væri slíkur brandari sagður. Um þetta er það að segja að vitanlega væri þessum karlmanni fyrir bestu að vera víðsýnni en hann er. Eins og hann talar sýnist hann vera holdgervingur úreltra karlrembuviðhorfa. Það er hans ógæfa, en hann er örugglega ekki einn á báti. Karlrembur finnast víða og blaðra oft ansi mikla vitleysu. Það gera líka svo miklu fleiri og má þar til dæmis nefna öfgafyllstu femínista sem tala of oft eins og þeim sé gjörsamlega um megn að þola tilvist karla. Ekki mikil víðsýni þar á ferð. Já, það verður ekki horft fram hjá því að furðulegar skoðanir eru víða á kreiki. Blessunarlega er skoðana- og tjáningarfrelsi á Íslandi og það ber að virða. Slíkt frelsi er ætlað öllum en sívaxandi hneigð er til þess að þrengja það svo mjög að það er nánast eins og það sé einungis ætlað þeim sem hafa „réttar“ skoðanir. Skoðana- og tjáningarfrelsi hinna skal ekki virða, þar sem þeir tala heimskulega og sýna sig í því að vera illa upplýstir. Fyrir það skal refsað. Reyndar er ómögulegt að þefa uppi alla þá sem þykja hafa óæskilegar eða vitleysislegar skoðanir, en einhverjum er þó alltaf hægt að ná. Karlmaðurinn, sem hér er vitnað í, var einmitt klófestur af vinnuveitanda sínum og sagt upp vinnu við Háskólann í Reykjavík þar sem hann hafði lengi starfað sem lektor. Skoðanir hans, sem hann reifaði utan skólastofunnar, enduróma ekki viðteknar skoðanir þar innan dyra. Í þessum háskóla er akademíska frelsið greinilega talsverðum takmörkunum háð. Ef við teljum skoðana- og tjáningarfrelsi vera raunverulega mikilvægt þá sláum við skjaldborg um það en sveigjum það ekki eftir ríkjandi straumum og stefnum hverju sinni. Þetta frelsi er lítils virði ef það á einungis við þá sem eru okkur sammála en alls ekki hina sem við erum hjartanlega ósammála og teljum vera á algjörum villigötum í skoðunum sínum. Ef við ætlum ótrauð að ganga þá braut að reka fólk úr vinnu vegna þess að okkur líkar ekki skoðanir þess þá erum við um leið orðin verstu óvinir tjáningarfrelsisins. Samfélag sem virðir ekki rétt einstaklingsins til að tjá skoðanir sínar er mannfjandsamlegt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við lifum í samfélagi þar sem fólk er stöðugt að tjá sig, ekki einungis á mannamótum heldur einnig á samfélagsmiðlum. Sumir hafa óneitanlega meiri þörf fyrir að viðra skoðanir sínar en aðrir og leita uppi miðla þar sem mögulegt er að rödd þeirra fái að heyrast. Þeir finna sér sinn stað og koma sér þar þægilega fyrir og útvarpa hæstánægðir skoðunum sínum, oft meira af kappi en forsjá. Á dögunum viðraði lektor, karlmaður, skoðanir sínar á konum í svokölluðu Karlmennskuspjalli á Facebook. Í anda þess sem hann hefur sjálfsagt talið sanna karlmennsku andvarpaði hann þar yfir því að konur væru alltaf að reyna að troða sér þar sem karlmenn vinna og eyðilegðu vinnustaðinn. Af skrifum hans mátti jafnvel skilja að það væri mikið mein að konur hefðu ekki nægilegan smekk fyrir klámbröndurum, allavega sýndu þær ekki mikið umburðarlyndi væri slíkur brandari sagður. Um þetta er það að segja að vitanlega væri þessum karlmanni fyrir bestu að vera víðsýnni en hann er. Eins og hann talar sýnist hann vera holdgervingur úreltra karlrembuviðhorfa. Það er hans ógæfa, en hann er örugglega ekki einn á báti. Karlrembur finnast víða og blaðra oft ansi mikla vitleysu. Það gera líka svo miklu fleiri og má þar til dæmis nefna öfgafyllstu femínista sem tala of oft eins og þeim sé gjörsamlega um megn að þola tilvist karla. Ekki mikil víðsýni þar á ferð. Já, það verður ekki horft fram hjá því að furðulegar skoðanir eru víða á kreiki. Blessunarlega er skoðana- og tjáningarfrelsi á Íslandi og það ber að virða. Slíkt frelsi er ætlað öllum en sívaxandi hneigð er til þess að þrengja það svo mjög að það er nánast eins og það sé einungis ætlað þeim sem hafa „réttar“ skoðanir. Skoðana- og tjáningarfrelsi hinna skal ekki virða, þar sem þeir tala heimskulega og sýna sig í því að vera illa upplýstir. Fyrir það skal refsað. Reyndar er ómögulegt að þefa uppi alla þá sem þykja hafa óæskilegar eða vitleysislegar skoðanir, en einhverjum er þó alltaf hægt að ná. Karlmaðurinn, sem hér er vitnað í, var einmitt klófestur af vinnuveitanda sínum og sagt upp vinnu við Háskólann í Reykjavík þar sem hann hafði lengi starfað sem lektor. Skoðanir hans, sem hann reifaði utan skólastofunnar, enduróma ekki viðteknar skoðanir þar innan dyra. Í þessum háskóla er akademíska frelsið greinilega talsverðum takmörkunum háð. Ef við teljum skoðana- og tjáningarfrelsi vera raunverulega mikilvægt þá sláum við skjaldborg um það en sveigjum það ekki eftir ríkjandi straumum og stefnum hverju sinni. Þetta frelsi er lítils virði ef það á einungis við þá sem eru okkur sammála en alls ekki hina sem við erum hjartanlega ósammála og teljum vera á algjörum villigötum í skoðunum sínum. Ef við ætlum ótrauð að ganga þá braut að reka fólk úr vinnu vegna þess að okkur líkar ekki skoðanir þess þá erum við um leið orðin verstu óvinir tjáningarfrelsisins. Samfélag sem virðir ekki rétt einstaklingsins til að tjá skoðanir sínar er mannfjandsamlegt samfélag.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun