Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2018 13:51 Sindri Þór Stefánsson. Vísir Sindri Þór Stefánsson er laus úr farbanni gegn tryggingu. Alda Hrönn Jóhannesdóttir, yfirlögfræðingur hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins. Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra, segir Sindra staddan á Spáni þar sem hann sinnir fjölskyldu sinni. Hann vildi ekki gefa upp hve háa tryggingu Sindri Þór þurfti að reiða fram og sagðist ekki búast við öðru en að Sindri verði viðstaddur aðalmeðferð í Bitcoin-málinu þar sem hann er ákærður ásamt öðrum. Hvorki Alda Hrönn né Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vildu gefa upp hve tryggingin er há sem Sindri Þór þurfti að reiða fram. Heimild fyrir tryggingu í lögum Ólafur Helgi bendir á að heimild sé fyrir slíkri tryggingu í lögum um meðferð sakamála. Hana er að finna í 101. grein laganna í kafla sem lýtur að gæsluvarðhaldi og öðrum sambærilegum ráðstöfunum. Þar kemur fram að sakborningur geti haldið frelsi sínu gegn því að hann setji tryggingu. Skal tryggingin vera í formi reiðufjár, verðbréfa eða ábyrgðar, eftir nánari ákvörðun dómara. Dómari skal mæla fyrir um tryggingu í úrskurði þar sem kveða skal á um fjárhæð hennar. Ákærandi eða lögregla annast vörslu verðmæta sem sett eru að tryggingu og gerir nauðsynlegar ráðstafanir til verndar henni. Tryggingafé skal vera fyrirgert til ríkissjóðs ef sakborningur rýfur skilyrði þau sem trygging er sett fyrir. Héraðsdómur Reykjaness neitaði ósk Vísis um að fá viðkomandi úrskurð um tryggingu Sindra afhentan. Ólafur Helgi segir enga venju komna á hversu há tryggingin er sem farið er fram í svona málum. Hjá lögreglunni á Suðurnesjum hafi einu sinni áður verið farið fram á slíka tryggingu frá sakborningi.Fór úr fangelsinu og til Amsterdam Sindri Þór er ákærður auk sex til viðbótar fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í desember og janúar. Sindra sat lengi í gæsluvarðhaldi síðastliðið vor. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. 4. maí síðastliðinn var Sindri Þór kominn til Íslands og leiddur fyrir dómara þar sem hann var úrskurðaður í farbann Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson er laus úr farbanni gegn tryggingu. Alda Hrönn Jóhannesdóttir, yfirlögfræðingur hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins. Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra, segir Sindra staddan á Spáni þar sem hann sinnir fjölskyldu sinni. Hann vildi ekki gefa upp hve háa tryggingu Sindri Þór þurfti að reiða fram og sagðist ekki búast við öðru en að Sindri verði viðstaddur aðalmeðferð í Bitcoin-málinu þar sem hann er ákærður ásamt öðrum. Hvorki Alda Hrönn né Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vildu gefa upp hve tryggingin er há sem Sindri Þór þurfti að reiða fram. Heimild fyrir tryggingu í lögum Ólafur Helgi bendir á að heimild sé fyrir slíkri tryggingu í lögum um meðferð sakamála. Hana er að finna í 101. grein laganna í kafla sem lýtur að gæsluvarðhaldi og öðrum sambærilegum ráðstöfunum. Þar kemur fram að sakborningur geti haldið frelsi sínu gegn því að hann setji tryggingu. Skal tryggingin vera í formi reiðufjár, verðbréfa eða ábyrgðar, eftir nánari ákvörðun dómara. Dómari skal mæla fyrir um tryggingu í úrskurði þar sem kveða skal á um fjárhæð hennar. Ákærandi eða lögregla annast vörslu verðmæta sem sett eru að tryggingu og gerir nauðsynlegar ráðstafanir til verndar henni. Tryggingafé skal vera fyrirgert til ríkissjóðs ef sakborningur rýfur skilyrði þau sem trygging er sett fyrir. Héraðsdómur Reykjaness neitaði ósk Vísis um að fá viðkomandi úrskurð um tryggingu Sindra afhentan. Ólafur Helgi segir enga venju komna á hversu há tryggingin er sem farið er fram í svona málum. Hjá lögreglunni á Suðurnesjum hafi einu sinni áður verið farið fram á slíka tryggingu frá sakborningi.Fór úr fangelsinu og til Amsterdam Sindri Þór er ákærður auk sex til viðbótar fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í desember og janúar. Sindra sat lengi í gæsluvarðhaldi síðastliðið vor. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. 4. maí síðastliðinn var Sindri Þór kominn til Íslands og leiddur fyrir dómara þar sem hann var úrskurðaður í farbann
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira