Saksóknari krefst heimildar til að refsa Hreiðari Má frekar Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2018 11:36 Hreiðar Már Sigurðsson hefur samanlagt fengið sjö ára fangelsisdóm vegna hrunmála. Vísir/Vilhelm Ekki er mark takandi á framburði fyrrverandi stjórnarmanna og yfirmanna hjá Kaupþingi um að stjórn bankans hafi ekki þurft að samþykkja lán til Hreiðars Más Sigurðssonar bankastjóra sérstaklega skömmu fyrir fall bankans árið 2008. Þetta fullyrti saksóknari í máli gegn Hreiðari Má í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann krefst þess að dómari málsins dæmi hann í tólf til fimmtán mánaða fangelsi. Hreiðar Már er ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik vegna rúmlega hálfs milljarðs króna kúluláns sem hann fékk fyrir nýtingu á kauprétti á hlutabréfum í bankanum í ágúst árið 2008 og tilfærslu bréfanna til einkahlutafélags í hans eigu. Hann er sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína til að fá lánið án samþykkis stjórnar og án fullnægjandi trygginga. Þá hafi hann hagnast um rúmar 300 milljónir króna þegar hann seldi hlutabréfin til eignarhaldsfélags síns á markaðsverði eftir að hann keypti þau persónulega á lægra kaupréttarverði. Hreiðar Már hefur þegar hlotið dóma í öðrum málum, alls sex ára fangelsi sem er hámarksrefsing innan refsiramma fyrir slík brot. Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari, óskaði eftir því að dómari málsins veitti heimild til að þyngja refsingu umfram refsimörkin líkt og héraðsdómur gerði í Marple-málinu svonefnda. Krafðist hann 12-15 mánaða fangelsisdóms yfir Hreiðari Má.Hreiðar Már, annar frá vinstri, ásamt lögmönnum sínum Herði Felix Harðarsyni og Almari Þór Möller.Vísir/VilhelmNý tegund af vörn Við skýrslutökur í héraðsdómi í gær varð samþykki stjórnar á lánveitingunni að lykilatriði í vörn Hreiðars Más. Nokkrir fyrrverandi stjórnarmenn og háttsettir starfsmenn báru vitni um að eftir að stjórn Kaupþings samþykkti kaupréttarstefnu árið 2005 hafi hún ekki þurft að samþykkja einstakar lánveitingar til æðstu stjórnenda sérstaklega. Í málflutningsræðu sinni í morgun hafnaði Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknarinn í málinu, þeim vörnum algerlega og sagði á engan hátt hægt að byggja á framburði vitnanna. Í framburðinum hafði komið fram að stjórn bankans hefði samþykkt að hann myndi lána starfsmönnum til að kaupa hlutabréf í bankanum á grundvelli kaupréttar sem þeir fengju. Því hafi stjórnin ekki þurft að taka sérstaklega fyrir lánið til Hreiðars Más sem hann er nú ákærður fyrir. Finnur Þór sagði að þessi vörn væri ný, að einhvers konar allsherjarsamþykki fyrir lánveitingum hafi falist í þessari samþykkt stjórnarinnar frá árinu 2005. „Það er hins vegar fjarri lagi og má nær örugglega hafna,“ sagði saksóknarinn sem taldi lánveitinguna hafa strítt gegn lögum um fjármálafyrirtæki sem kveða á um að samþykki stjórnar þurfi fyrir slíkum lánum til starfsmanna. Bókun stjórnarinnar hafi aðeins falið í sér að starfsmenn skyldu fjármagna kaupin á hlutabréfum hjá bankanum sjálfum. Ef ætlunin hefði verið að veita almenn samþykki fyrir lánveitingum í framtíðinni hefði það átt að koma skýrt fram. Þá hafi ekki verið stafur um fjármögnun mögulegra skattkrafna sem gætu myndast af nýtingu kaupréttarins. Hreiðar Már hefur sagt að lánið til sín hafi að hluta til verið ætlað til þess. Saksóknarinn sagði að það eina sem vörn Hreiðars Más um þessa túlkun á kaupréttastefnu bankans byggði á væri framburður vitna sem komu fyrir dóminn í gær, þar á meðal Sigurðar Einarssonar, þáverandi stjórnarformanns, Ásgeirs Thoroddsen, þáverandi formanns starfskjaranefndar bankans og Lýðs Guðmundssonar, þáverandi varaformanns stjórnar. Ekkert hafi hins vegar verið byggjandi á framburði þeirra, meðal annars vegna náinna tengsla þeirra við Hreiðar Má. Benti Finnur Þór jafnframt á að Ásgeir hefði haft stöðu sakbornings við rannsókn málsins. Við skýrslutökur hafi hann aldrei vakið máls á því að samþykkt stjórnar árið 2005 hafi gert frekari samþykki fyrir lánveitingum óþarft. Framburður Sigurðar hafi einnig verið í andstöðu við það sem hann sagði við rannsókn málsins. Þá hafi hann ítrekað fullyrt að lán til Hreiðars Más hefðu almennt verið borin fyrir stjórn. Engin gögn fundust hins vegar um slíkt í tilfelli lánsins sem ákært er fyrir. „Það er þess vegna sem við erum hér í dag,“ sagði saksóknari.Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari hjá héraðssaksóknara.300 milljóna króna hagnaður Jafnvel þó að vörn Hreiðars Más um almennt samþykki stjórnar fyrir láninu hafi legið fyrir þá hefði það enga þýðingu í þessu máli þar sem lánið til hans hafi verið allt annað að umfangi og eðli en einungis til þess að fjármagna kaupréttarnýtingu Hreiðars Más. Hreiðar Már hefur fullyrt að enginn munur hafi verið á láninu í ágúst 2008 og þeim sem hann fékk árin á undan vegna nýtingar á kauprétti. Saksóknarinn sagði að í fyrri tilfellum hefði hann fengið lán fyrir kaupunum á hlutabréfum og síðan framselt bréfin án þess að greiðsla kæmi fyrir til eignarhaldsfélagsins sem hann hélt til að halda utan um þau. Árið 2008 hafi Hreiðar Már hins vegar selt eignarhaldsfélaginu hlutina. Þar með hafi hann hagnast um rúmar 300 milljónir á gengismuni. Þá vísaði Finnur Þór þeim rökum Hreiðars Más á bug um að hagnaðurinn hafi allur farið í greiða skatt af nýtingu hans á kauprétti. Það hefði enga þýðingu fyrir brotið hvernig fénu hafi verið varið. Með því að selja bréfin til eignarhaldsfélagsins hafi Hreiðar Más leyst strax út gengishagnað og forðast þannig hættu á að bréfin lækkuðu í verði og að það hafi verið á kostnað hagsmuna bankans. Eignarhaldsfélagið Hreiðar Már Sigurðsson ehf. fór síðar á hausinn. Saksóknari sagði að þar með hafi fjártjón Kaupþings verið fullt í reynd. Í vörn Hreiðars Más í gær var því haldið fram að ekkert kæmi fram í gögnum eða vitnisburði í málinu að hann hefði sjálfur haft afskipti af láninu eða gefið skipanir um það umfram að óska eftir því eins og hann er ákærður fyrir. Finnur Þór hélt því hins vegar fram að Hreiðar Már hafi í reynd haft aðstöðu til þess að gefa skipanir um lánið. Hann hafi verið æðsti yfirmaður bankans sem svaraði aðeins til stjórnar. Enginn annar starfsmaður bankans hafi haft nokkuð yfir honum að segja. Ekkert daglegt eftirlit með störfum hans hafi verið fyrir hendi og honum treysti til að halda sér innan umboðs og heimilda sinna. Hafið sé yfir vafa að Hreiðar Már hafi gefið fyrirmæli um lánið í þeirri vissu að það væri veitt án þess að hann hefði frekari beina aðkomu að því.Hreiðar Már Sigurðsson hefur verið tíður gestum í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur undanfarin ár. Hér er hann við upphaf aðalmeðferðar í gær.Vísir/VilhelmSagðist staddur í fáránleika Hreiðar Már sagðist telja sig staddan í einhvers konar „fáránleika“ þegar hann ræddi um lið ákærunnar sem varðar meint innherjasvik hans með sölunni á bréfunum til eigin eignarhaldsfélags. Sagði hann augljóst að báðir aðilar hafi búið yfir sömu upplýsingum þar sem hann sat beggja vegna borðsins. Saksóknari vísaði hins vegar til þess að Hreiðar Már hafi búið yfir innherjaupplýsingum sem enginn annar fjárfestir á markaði hafði aðgang að. Vitneskja Hreiðars Más hafi verið um að skráð markaðsverð hlutabréfa Kaupþings gæfi ranga mynd af verðmæti þeirra og væri hærra en efni stæðu til. Ástæðan væri markaðsmisnotkun sem Hreiðar Már tók þátt í með viðskiptum bankans með eigin hlutabréf. Hreiðar Már hlaut dóm í Hæstarétti í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Spurði saksóknari hvort aðrir fjárfestar á markaði hafi staðið jafnfætis Hreiðari Má og hvort að markaðurinn hafi ekki átt rétt á að vita að bankastjóri Kaupþings hafi ákveðið að leysa til sín allan gengishagnað af viðskiptum með bréf bankans. Benti hann á að Hreiðar Már hefði ekki greint innra eftirliti bankans að hann hygðist selja bréfin sem hann keypti með kauprétti. Spurði Finnur Þór hversu margir hefðu reynt að losa sig við hlutabréf í Kaupþingi og forðast tap hefðu þeir haft sömu upplýsingar og tækifæri og Hreiðar Már. Bein tengsl hafi verið á milli upplýsinga sem hann hafði og rangra og villandi upplýsinga sem hann sendi markaðinum.Guðný Arna Sveinsdóttir fer yfir málin með verjanda sínum, Sigurði G. Guðjónssyni, í Héraðsdómi í gær.Vísir/VilhelmVill Guðnýju í sex til níu mánaða fangelsi Guðný Arna Sveinsdóttir, þáverandi fjármálastjóri Kaupþings, er ákærð fyrir hlutdeild í umboðssvikum Hreiðars Más í málinu. Saksóknari sagði hana hafa átt aðkomu að lánveitingunni. „Það var hún sem stýrir verkinu og hún sem leiðir það til lykta,“ sagði Finnur Þór. Hann sagði að hún hafi haft fullt tilefni til að átta sig á því að eitthvað væri bogið við viðskiptin við bankastjórann, þar á meðal að veð væru ekki fullnægjandi, og að hún hljóti að hafa áttað sig á því. Í stað þess að fullvissa sig um lögmæti lánveitingarinnar hafi Guðný Arna gengið frá henni. Krafðist saksóknari 6-9 mánaða fangelsis yfir Guðnýju Örnu, með möguleika á að dómurinn yrði skilorðsbundinn. Dómsmál Hrunið Tengdar fréttir Fjármálastjóri Kaupþings segist ekki hafa komið að lánveitingu til bankastjórans Fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, segist ekki hafa komið að lánveitingu til hans eða tekið ákvarðanir um hana. 10. október 2018 13:48 Segja lán Hreiðars Más hafa verið með samþykki stjórnar Saksóknari byggir meðal annars á að bankastjóri Kaupþings hafi látið bankann veita sér lán án samþykkis stjórnarinnar. 10. október 2018 16:00 Hreiðar Már segir hverja krónu hafa farið í ríkissjóð Þetta fullyrti Hreiðar Már í skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann er ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik vegna viðskiptanna og láns bankans vegna þeirra. 10. október 2018 10:39 Mest lesið Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Sjá meira
Ekki er mark takandi á framburði fyrrverandi stjórnarmanna og yfirmanna hjá Kaupþingi um að stjórn bankans hafi ekki þurft að samþykkja lán til Hreiðars Más Sigurðssonar bankastjóra sérstaklega skömmu fyrir fall bankans árið 2008. Þetta fullyrti saksóknari í máli gegn Hreiðari Má í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann krefst þess að dómari málsins dæmi hann í tólf til fimmtán mánaða fangelsi. Hreiðar Már er ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik vegna rúmlega hálfs milljarðs króna kúluláns sem hann fékk fyrir nýtingu á kauprétti á hlutabréfum í bankanum í ágúst árið 2008 og tilfærslu bréfanna til einkahlutafélags í hans eigu. Hann er sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína til að fá lánið án samþykkis stjórnar og án fullnægjandi trygginga. Þá hafi hann hagnast um rúmar 300 milljónir króna þegar hann seldi hlutabréfin til eignarhaldsfélags síns á markaðsverði eftir að hann keypti þau persónulega á lægra kaupréttarverði. Hreiðar Már hefur þegar hlotið dóma í öðrum málum, alls sex ára fangelsi sem er hámarksrefsing innan refsiramma fyrir slík brot. Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari, óskaði eftir því að dómari málsins veitti heimild til að þyngja refsingu umfram refsimörkin líkt og héraðsdómur gerði í Marple-málinu svonefnda. Krafðist hann 12-15 mánaða fangelsisdóms yfir Hreiðari Má.Hreiðar Már, annar frá vinstri, ásamt lögmönnum sínum Herði Felix Harðarsyni og Almari Þór Möller.Vísir/VilhelmNý tegund af vörn Við skýrslutökur í héraðsdómi í gær varð samþykki stjórnar á lánveitingunni að lykilatriði í vörn Hreiðars Más. Nokkrir fyrrverandi stjórnarmenn og háttsettir starfsmenn báru vitni um að eftir að stjórn Kaupþings samþykkti kaupréttarstefnu árið 2005 hafi hún ekki þurft að samþykkja einstakar lánveitingar til æðstu stjórnenda sérstaklega. Í málflutningsræðu sinni í morgun hafnaði Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknarinn í málinu, þeim vörnum algerlega og sagði á engan hátt hægt að byggja á framburði vitnanna. Í framburðinum hafði komið fram að stjórn bankans hefði samþykkt að hann myndi lána starfsmönnum til að kaupa hlutabréf í bankanum á grundvelli kaupréttar sem þeir fengju. Því hafi stjórnin ekki þurft að taka sérstaklega fyrir lánið til Hreiðars Más sem hann er nú ákærður fyrir. Finnur Þór sagði að þessi vörn væri ný, að einhvers konar allsherjarsamþykki fyrir lánveitingum hafi falist í þessari samþykkt stjórnarinnar frá árinu 2005. „Það er hins vegar fjarri lagi og má nær örugglega hafna,“ sagði saksóknarinn sem taldi lánveitinguna hafa strítt gegn lögum um fjármálafyrirtæki sem kveða á um að samþykki stjórnar þurfi fyrir slíkum lánum til starfsmanna. Bókun stjórnarinnar hafi aðeins falið í sér að starfsmenn skyldu fjármagna kaupin á hlutabréfum hjá bankanum sjálfum. Ef ætlunin hefði verið að veita almenn samþykki fyrir lánveitingum í framtíðinni hefði það átt að koma skýrt fram. Þá hafi ekki verið stafur um fjármögnun mögulegra skattkrafna sem gætu myndast af nýtingu kaupréttarins. Hreiðar Már hefur sagt að lánið til sín hafi að hluta til verið ætlað til þess. Saksóknarinn sagði að það eina sem vörn Hreiðars Más um þessa túlkun á kaupréttastefnu bankans byggði á væri framburður vitna sem komu fyrir dóminn í gær, þar á meðal Sigurðar Einarssonar, þáverandi stjórnarformanns, Ásgeirs Thoroddsen, þáverandi formanns starfskjaranefndar bankans og Lýðs Guðmundssonar, þáverandi varaformanns stjórnar. Ekkert hafi hins vegar verið byggjandi á framburði þeirra, meðal annars vegna náinna tengsla þeirra við Hreiðar Má. Benti Finnur Þór jafnframt á að Ásgeir hefði haft stöðu sakbornings við rannsókn málsins. Við skýrslutökur hafi hann aldrei vakið máls á því að samþykkt stjórnar árið 2005 hafi gert frekari samþykki fyrir lánveitingum óþarft. Framburður Sigurðar hafi einnig verið í andstöðu við það sem hann sagði við rannsókn málsins. Þá hafi hann ítrekað fullyrt að lán til Hreiðars Más hefðu almennt verið borin fyrir stjórn. Engin gögn fundust hins vegar um slíkt í tilfelli lánsins sem ákært er fyrir. „Það er þess vegna sem við erum hér í dag,“ sagði saksóknari.Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari hjá héraðssaksóknara.300 milljóna króna hagnaður Jafnvel þó að vörn Hreiðars Más um almennt samþykki stjórnar fyrir láninu hafi legið fyrir þá hefði það enga þýðingu í þessu máli þar sem lánið til hans hafi verið allt annað að umfangi og eðli en einungis til þess að fjármagna kaupréttarnýtingu Hreiðars Más. Hreiðar Már hefur fullyrt að enginn munur hafi verið á láninu í ágúst 2008 og þeim sem hann fékk árin á undan vegna nýtingar á kauprétti. Saksóknarinn sagði að í fyrri tilfellum hefði hann fengið lán fyrir kaupunum á hlutabréfum og síðan framselt bréfin án þess að greiðsla kæmi fyrir til eignarhaldsfélagsins sem hann hélt til að halda utan um þau. Árið 2008 hafi Hreiðar Már hins vegar selt eignarhaldsfélaginu hlutina. Þar með hafi hann hagnast um rúmar 300 milljónir á gengismuni. Þá vísaði Finnur Þór þeim rökum Hreiðars Más á bug um að hagnaðurinn hafi allur farið í greiða skatt af nýtingu hans á kauprétti. Það hefði enga þýðingu fyrir brotið hvernig fénu hafi verið varið. Með því að selja bréfin til eignarhaldsfélagsins hafi Hreiðar Más leyst strax út gengishagnað og forðast þannig hættu á að bréfin lækkuðu í verði og að það hafi verið á kostnað hagsmuna bankans. Eignarhaldsfélagið Hreiðar Már Sigurðsson ehf. fór síðar á hausinn. Saksóknari sagði að þar með hafi fjártjón Kaupþings verið fullt í reynd. Í vörn Hreiðars Más í gær var því haldið fram að ekkert kæmi fram í gögnum eða vitnisburði í málinu að hann hefði sjálfur haft afskipti af láninu eða gefið skipanir um það umfram að óska eftir því eins og hann er ákærður fyrir. Finnur Þór hélt því hins vegar fram að Hreiðar Már hafi í reynd haft aðstöðu til þess að gefa skipanir um lánið. Hann hafi verið æðsti yfirmaður bankans sem svaraði aðeins til stjórnar. Enginn annar starfsmaður bankans hafi haft nokkuð yfir honum að segja. Ekkert daglegt eftirlit með störfum hans hafi verið fyrir hendi og honum treysti til að halda sér innan umboðs og heimilda sinna. Hafið sé yfir vafa að Hreiðar Már hafi gefið fyrirmæli um lánið í þeirri vissu að það væri veitt án þess að hann hefði frekari beina aðkomu að því.Hreiðar Már Sigurðsson hefur verið tíður gestum í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur undanfarin ár. Hér er hann við upphaf aðalmeðferðar í gær.Vísir/VilhelmSagðist staddur í fáránleika Hreiðar Már sagðist telja sig staddan í einhvers konar „fáránleika“ þegar hann ræddi um lið ákærunnar sem varðar meint innherjasvik hans með sölunni á bréfunum til eigin eignarhaldsfélags. Sagði hann augljóst að báðir aðilar hafi búið yfir sömu upplýsingum þar sem hann sat beggja vegna borðsins. Saksóknari vísaði hins vegar til þess að Hreiðar Már hafi búið yfir innherjaupplýsingum sem enginn annar fjárfestir á markaði hafði aðgang að. Vitneskja Hreiðars Más hafi verið um að skráð markaðsverð hlutabréfa Kaupþings gæfi ranga mynd af verðmæti þeirra og væri hærra en efni stæðu til. Ástæðan væri markaðsmisnotkun sem Hreiðar Már tók þátt í með viðskiptum bankans með eigin hlutabréf. Hreiðar Már hlaut dóm í Hæstarétti í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Spurði saksóknari hvort aðrir fjárfestar á markaði hafi staðið jafnfætis Hreiðari Má og hvort að markaðurinn hafi ekki átt rétt á að vita að bankastjóri Kaupþings hafi ákveðið að leysa til sín allan gengishagnað af viðskiptum með bréf bankans. Benti hann á að Hreiðar Már hefði ekki greint innra eftirliti bankans að hann hygðist selja bréfin sem hann keypti með kauprétti. Spurði Finnur Þór hversu margir hefðu reynt að losa sig við hlutabréf í Kaupþingi og forðast tap hefðu þeir haft sömu upplýsingar og tækifæri og Hreiðar Már. Bein tengsl hafi verið á milli upplýsinga sem hann hafði og rangra og villandi upplýsinga sem hann sendi markaðinum.Guðný Arna Sveinsdóttir fer yfir málin með verjanda sínum, Sigurði G. Guðjónssyni, í Héraðsdómi í gær.Vísir/VilhelmVill Guðnýju í sex til níu mánaða fangelsi Guðný Arna Sveinsdóttir, þáverandi fjármálastjóri Kaupþings, er ákærð fyrir hlutdeild í umboðssvikum Hreiðars Más í málinu. Saksóknari sagði hana hafa átt aðkomu að lánveitingunni. „Það var hún sem stýrir verkinu og hún sem leiðir það til lykta,“ sagði Finnur Þór. Hann sagði að hún hafi haft fullt tilefni til að átta sig á því að eitthvað væri bogið við viðskiptin við bankastjórann, þar á meðal að veð væru ekki fullnægjandi, og að hún hljóti að hafa áttað sig á því. Í stað þess að fullvissa sig um lögmæti lánveitingarinnar hafi Guðný Arna gengið frá henni. Krafðist saksóknari 6-9 mánaða fangelsis yfir Guðnýju Örnu, með möguleika á að dómurinn yrði skilorðsbundinn.
Dómsmál Hrunið Tengdar fréttir Fjármálastjóri Kaupþings segist ekki hafa komið að lánveitingu til bankastjórans Fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, segist ekki hafa komið að lánveitingu til hans eða tekið ákvarðanir um hana. 10. október 2018 13:48 Segja lán Hreiðars Más hafa verið með samþykki stjórnar Saksóknari byggir meðal annars á að bankastjóri Kaupþings hafi látið bankann veita sér lán án samþykkis stjórnarinnar. 10. október 2018 16:00 Hreiðar Már segir hverja krónu hafa farið í ríkissjóð Þetta fullyrti Hreiðar Már í skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann er ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik vegna viðskiptanna og láns bankans vegna þeirra. 10. október 2018 10:39 Mest lesið Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Sjá meira
Fjármálastjóri Kaupþings segist ekki hafa komið að lánveitingu til bankastjórans Fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, segist ekki hafa komið að lánveitingu til hans eða tekið ákvarðanir um hana. 10. október 2018 13:48
Segja lán Hreiðars Más hafa verið með samþykki stjórnar Saksóknari byggir meðal annars á að bankastjóri Kaupþings hafi látið bankann veita sér lán án samþykkis stjórnarinnar. 10. október 2018 16:00
Hreiðar Már segir hverja krónu hafa farið í ríkissjóð Þetta fullyrti Hreiðar Már í skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann er ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik vegna viðskiptanna og láns bankans vegna þeirra. 10. október 2018 10:39