Ásgeir Börkur yfirgefur Fylki Anton Ingi Leifsson skrifar 11. október 2018 11:28 Ásgeir Börkur hefur yfirgefið hreiðrið, Árbæin. vísir/vilhelm Ásgeir Börkur Ásgeirsson er á förum frá Fylki en hann tilkynnti þetta í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Ásgeir er uppalinn í Árbænum en hann hefur leikið 274 leiki fyrir meistaraflokk félagsins í Pepsi-deild karla og Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð. Ásgeir hefur lengi vel verið með fyrirliðabandið í Árbænum en lét það af hendi í sumar er Ólafur Ingi Skúlason kom aftur heim í Árbæinn eftir atvinnumennsku. Ferlinum er þó ekki lokið hjá Ásgeiri enda einungis 31 árs. Hann segir í yfirlýsingu sinni eiga nóg eftir og að hann sé spenntur fyrir næstu áskorun en framhaldið sé þó óljóst.Yfirlýsing Ásgeirs í heild sinni: Ég held að þessi mynd lýsi vel sirka 26 ára ferli mínum sem fótboltamanni hjá Fylki. Endalaust að rífa kjaft hvort sem það var inn á vellinum eða utan og ég hefði ekki viljað hafa það neitt öðruvísi! Það voru fáir sem hefðu trúað því að ég, gjörsamlega óuppalandi og óferjandi á yngri árum, myndi enda með að spila 274 meistaraflokksleiki fyrir klúbbinn minn og bera fyrirliðabandið stoltur í tæp þrjú ár. En það gerðist. Ef til vill skrifast það meira á þrjósku og ástríðu, en hæfileika. Það sem stendur helst upp úr á þessum 26 árum er hversu mörgu góðu fólki ég hef kynnst á leiðinni. Fyrst og fremst fékk ég að spila fótbolta með bestu vinum mínum og það eitt og sér eru forréttindi. Auk þess fékk ég að læra af mörgum ólíkum einstaklingum hvort sem það voru uppaldir og ungir Fylkismenn, goðsagnir hjá klúbbnum eða aðkomumenn. Að fá að þroskast og dafna sem einstaklingur hjá mínu uppeldisfélagi er þakkarvert og verð ég að eilífu þakklátur fyrir það! En ég á nóg eftir og er spenntur fyrir næstu áskorun! Framhaldið er óljóst, en ég verð einhverstaðar að sparka í fótbolta næstu árin. Það er klárt! Vil óska þjálfurum, starfsliði og leikmönnum Fylkis áframhaldandi góðs gengis! Það er allt til alls í Árbænum, nú er bara, svo ég vitni í Einar Ásgeirsson vin minn: “KOMA SVO. TAKA’ETTA NÚ!” Pepsi Max-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Ásgeir Börkur Ásgeirsson er á förum frá Fylki en hann tilkynnti þetta í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Ásgeir er uppalinn í Árbænum en hann hefur leikið 274 leiki fyrir meistaraflokk félagsins í Pepsi-deild karla og Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð. Ásgeir hefur lengi vel verið með fyrirliðabandið í Árbænum en lét það af hendi í sumar er Ólafur Ingi Skúlason kom aftur heim í Árbæinn eftir atvinnumennsku. Ferlinum er þó ekki lokið hjá Ásgeiri enda einungis 31 árs. Hann segir í yfirlýsingu sinni eiga nóg eftir og að hann sé spenntur fyrir næstu áskorun en framhaldið sé þó óljóst.Yfirlýsing Ásgeirs í heild sinni: Ég held að þessi mynd lýsi vel sirka 26 ára ferli mínum sem fótboltamanni hjá Fylki. Endalaust að rífa kjaft hvort sem það var inn á vellinum eða utan og ég hefði ekki viljað hafa það neitt öðruvísi! Það voru fáir sem hefðu trúað því að ég, gjörsamlega óuppalandi og óferjandi á yngri árum, myndi enda með að spila 274 meistaraflokksleiki fyrir klúbbinn minn og bera fyrirliðabandið stoltur í tæp þrjú ár. En það gerðist. Ef til vill skrifast það meira á þrjósku og ástríðu, en hæfileika. Það sem stendur helst upp úr á þessum 26 árum er hversu mörgu góðu fólki ég hef kynnst á leiðinni. Fyrst og fremst fékk ég að spila fótbolta með bestu vinum mínum og það eitt og sér eru forréttindi. Auk þess fékk ég að læra af mörgum ólíkum einstaklingum hvort sem það voru uppaldir og ungir Fylkismenn, goðsagnir hjá klúbbnum eða aðkomumenn. Að fá að þroskast og dafna sem einstaklingur hjá mínu uppeldisfélagi er þakkarvert og verð ég að eilífu þakklátur fyrir það! En ég á nóg eftir og er spenntur fyrir næstu áskorun! Framhaldið er óljóst, en ég verð einhverstaðar að sparka í fótbolta næstu árin. Það er klárt! Vil óska þjálfurum, starfsliði og leikmönnum Fylkis áframhaldandi góðs gengis! Það er allt til alls í Árbænum, nú er bara, svo ég vitni í Einar Ásgeirsson vin minn: “KOMA SVO. TAKA’ETTA NÚ!”
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira