Erlent

Myndbönd sýna hamfarir og eyðileggingu í slóð Michaels

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Panama City Beach á vesturströnd Flórída í dag.
Frá Panama City Beach á vesturströnd Flórída í dag. Vísir/Getty
Fellibylurinn Michael gekk á land við vesturströnd Flórída í dag. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Flórída, Georgíu og Alamaba. Myndbönd, sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum og á erlendum fréttamiðlum, sýna gríðarlega slóð eyðileggingar sem Michael hefur skilið eftir sig.

Michael var skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur er hann náði landi fyrr í dag en hefur nú verið lækkaður niður í þriðja stigs fellibyl. Meðalvindhraði, sem var nær 70 m/s er Michael náði landi, hefur lækkað en er þó enn um 55 m/s. Þá fylgir bylnum gríðarleg rigning og sjávarflóð. Eftir að hafa gengið á land í Flórída fikrar Michael sig upp með ströndinni og búast má við að áhrifa hans gæti rækilega í Alabama og Georgíu í kvöld.

Michael hefur þegar valdið gríðarlegu tjóni, einkum við Mexíkóströnd þar sem hann náði fyrst landi í dag. Myndböndin hér að neðan varpa ljósi á hamfarirnar en hundruð þúsunda hafa neyðst til að flýja heimili sín.

Hér má svo sjá myndband breska ríkisútvarpsins BBC sem tók saman nokkrar klippur frá íbúum á hamfarasvæðinu.

Sambærilegt myndband breska dagblaðsins The Guardian má svo nálgast í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Neyðarástand vegna fellibyls

Fellibylurinn Michael stefnir á Flórída. Spár gera ráð fyrir því að hann gangi á land sem annars stigs fellibylur á morgun. Neyðarástandi lýst yfir og varað við hvassviðri, mikilli úrkomu, hækkandi sjávarborði og flóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×