Framkvæmdastjóri Manngildis furðar sig á rannsókn lögreglu Birgir Olgeirsson skrifar 10. október 2018 16:32 Aðsetur starsfmanna Manngildis í Auðbrekku. Vísir/Jói K Ingimar Skúli Sævarsson, framkvæmdastjóri Manngildis, segir lögreglu hafa farið offari í rannsókn á skjalafalsi, misbeitt valdi sínu og ætlar hann að fara fram á rannsókn á vinnubrögðum embættisins. Þetta segir Ingimar Skúli í yfirlýsingu sem hann hefur sent á fjölmiðla en hann var einn af þeim tíu sem handtekinn var í aðgerðum lögreglu í gær vegna rannsóknar á skjalafalsi. Grunur lögreglu er sá að fölsuð vegabréf hafi verið notuð til að útvega níu erlendum karlmönnum kennitölu hjá Þjóðskrá en Ingimar, sem var sleppt að lokinni yfirheyrslu í gær, neitar að hafa nokkra vitneskju um málið. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald en hinum níu var sleppt lausum að lokinni yfirheyrslu en þeir þurfa að sinna tilkynningarskyldu til lögreglu og mega ekki fara úr landi. Í yfirlýsingunni segist Ingimar hafa fengið þær upplýsingar um miðjan september frá Þjóðskrá að skilríki eins erlends starfsmanns Manngildis þætti grunsamlegt og hefði lögreglu verið gert viðvart. Hann segist hafa þrýst á Þjóðskrá að ganga úr skugga um þetta því annars gæti hann ekki haft manninn í vinnu og að maðurinn yrði að fara úr landi. Ingimar segir Manngildi hafa fengið staðfestingu frá Þjóðskrá 19. september síðastliðinn að skráning þessa manns og nokkurra annarra erlendra starfsmanna hefðu verið samþykktar og af því hefði mátt ráða að engar frekari athugasemdir hefðu verið gerðar við skilríkin. „Það kom því ekki lítið á óvart þegar tugir lögreglumanna ruddust inn á heimili starfsmanna og annarra leigjenda hjá Manngildi eldsnemma í gærmorgun. Engin ástæða var fyrir þessari fantalegu innrás sem olli skelfingu og vanlíðan íbúa og annarra gesta. Hvers vegna kallaði lögreglan viðkomandi einstaklinga ekki einfaldlega til yfirheyrslu á lögreglustöð eða sótti þá í vinnuna? Þurfti virkilega að kalla tugi lögreglumanna út á næturvakt í bófahasar til að skoða mál sem lá fyrir á skrifborði á lögreglustöðinni?“ spyr Ingimar í yfirlýsingunni. Hann telur ljóst að lögregla vissi vel, eftir ábendingar frá Þjóðskrá í september, að skilríki eins eða fleiri útlendinga væru röng eða fölsuð. „Hvers vegna gerði lögreglan ekkert í málinu þá og kallaði eftir skýringum? Þess í stað voru umsóknir um skráningu samþykktar, eins og til að leiða viðkomandi starfsmenn og vinnuveitanda í gildru. Lögreglan hefur farið fullkomlega offari og misbeitt valdi sínu í þessu máli og mun ég fara fram á rannsókn á vinnubrögðum embættisins.“ Hann er þess fullviss að lögreglan hafi vitað af athugun sinni að hann hafði ekkert með þessi skilríkismál að gera. „Enda sjá starfsmennirnir sjálfir um að framvísa þeim hjá Þjóðskrá. Engu að síður heldur lögreglan því fram í fjölmiðlum að rannsókn á meintri aðild minni verði haldið áfram, þó svo að hún hafi allar upplýsingar um að sú aðkoma er engin.“ Tengdar fréttir Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Ingimar Skúli Sævarsson, framkvæmdastjóri Manngildis, segir lögreglu hafa farið offari í rannsókn á skjalafalsi, misbeitt valdi sínu og ætlar hann að fara fram á rannsókn á vinnubrögðum embættisins. Þetta segir Ingimar Skúli í yfirlýsingu sem hann hefur sent á fjölmiðla en hann var einn af þeim tíu sem handtekinn var í aðgerðum lögreglu í gær vegna rannsóknar á skjalafalsi. Grunur lögreglu er sá að fölsuð vegabréf hafi verið notuð til að útvega níu erlendum karlmönnum kennitölu hjá Þjóðskrá en Ingimar, sem var sleppt að lokinni yfirheyrslu í gær, neitar að hafa nokkra vitneskju um málið. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald en hinum níu var sleppt lausum að lokinni yfirheyrslu en þeir þurfa að sinna tilkynningarskyldu til lögreglu og mega ekki fara úr landi. Í yfirlýsingunni segist Ingimar hafa fengið þær upplýsingar um miðjan september frá Þjóðskrá að skilríki eins erlends starfsmanns Manngildis þætti grunsamlegt og hefði lögreglu verið gert viðvart. Hann segist hafa þrýst á Þjóðskrá að ganga úr skugga um þetta því annars gæti hann ekki haft manninn í vinnu og að maðurinn yrði að fara úr landi. Ingimar segir Manngildi hafa fengið staðfestingu frá Þjóðskrá 19. september síðastliðinn að skráning þessa manns og nokkurra annarra erlendra starfsmanna hefðu verið samþykktar og af því hefði mátt ráða að engar frekari athugasemdir hefðu verið gerðar við skilríkin. „Það kom því ekki lítið á óvart þegar tugir lögreglumanna ruddust inn á heimili starfsmanna og annarra leigjenda hjá Manngildi eldsnemma í gærmorgun. Engin ástæða var fyrir þessari fantalegu innrás sem olli skelfingu og vanlíðan íbúa og annarra gesta. Hvers vegna kallaði lögreglan viðkomandi einstaklinga ekki einfaldlega til yfirheyrslu á lögreglustöð eða sótti þá í vinnuna? Þurfti virkilega að kalla tugi lögreglumanna út á næturvakt í bófahasar til að skoða mál sem lá fyrir á skrifborði á lögreglustöðinni?“ spyr Ingimar í yfirlýsingunni. Hann telur ljóst að lögregla vissi vel, eftir ábendingar frá Þjóðskrá í september, að skilríki eins eða fleiri útlendinga væru röng eða fölsuð. „Hvers vegna gerði lögreglan ekkert í málinu þá og kallaði eftir skýringum? Þess í stað voru umsóknir um skráningu samþykktar, eins og til að leiða viðkomandi starfsmenn og vinnuveitanda í gildru. Lögreglan hefur farið fullkomlega offari og misbeitt valdi sínu í þessu máli og mun ég fara fram á rannsókn á vinnubrögðum embættisins.“ Hann er þess fullviss að lögreglan hafi vitað af athugun sinni að hann hafði ekkert með þessi skilríkismál að gera. „Enda sjá starfsmennirnir sjálfir um að framvísa þeim hjá Þjóðskrá. Engu að síður heldur lögreglan því fram í fjölmiðlum að rannsókn á meintri aðild minni verði haldið áfram, þó svo að hún hafi allar upplýsingar um að sú aðkoma er engin.“
Tengdar fréttir Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24
Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15
Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20