Lögmaður fjármálastjóra Eflingar telur nægt tilefni til meiðyrðamáls á hendur Gunnari Smára Birgir Olgeirsson skrifar 10. október 2018 14:39 Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður fjármálastjóra Eflingar. Lögmaður fjármálastjóra Eflingar segir að höfð hafi verið ummæli um fjármálastjórann á opinberum vettvangi sem séu alvarleg aðför að mannorði hennar og meira en nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu miskabóta. Þetta ritar Lára V. Júlíusdóttir sem er lögmaður Kristjönu Valgeirsdóttur. Lára sendi yfirlýsingu á fjölmiðla vegna umfjöllunar um Kristjönu í fjölmiðlum. Lára segir að um síðastliðna helgi birtust í Morgunblaðinu, DV og Eyjunni og víðar fregnir af ólgu meðal starfsmanna á skrifstofu verkalýðsfélagsins Eflingar. Segir Lára að í þeirri umfjöllun hafi Gunnar Smári Egilsson blaðamaður fjallað um Kristjönu með ærumeiðandi hætti sem nauðsynlegt sé að gera athugasemdir við. Umfjöllunin byggði á mestu á skrifum sem Gunnar Smári birti á Facebook. Hún segir Kristjönu hafa verið ráðna sem gjaldkera Verkamannafélagsins Dagsbrúnar fyrir 36 árum. Þegar Dagsbrún sameinaðist öðrum stéttarfélögum í Eflingu stéttarfélag þá var hún ráðin sem gjaldkeri og síðar fjármálastjóri Eflingar. Hún hafi því að sögn Láru starfað hjá Eflingu og eldri félögum nær allan sinn starfsaldur. „Hún hefur greinilega notið trausts formanna og stjórna stéttarfélaganna sem hún hefur starfað hjá,“ ritar Lára.Gunnar Smári EgilssonFréttablaðið/Sigtryggur AriSegir frétt Mbl ekki frá KristjönuÍ umfjöllun Morgunblaðsins af meintri ólgu innan stéttarfélagsins Eflingar kom fram að Kristjana væri í veikindafríi en Lára segir Kristjönu hafa kosið að tjá sig ekki opinberlega um veikindi sín né störf innan Eflingar að undanförnu. „Hún vill taka fram að frétt Mbl. um helgina er ekki frá henni komin og ræðir hún ekki einstök störf eða verkefni á skrifstofu Eflingar á opinberum vettvangi, enda telur hún sig bundna trúnaði hvað slíkt varðar. Þó er óhjákvæmilegt að bregðast við þeim rangfærslum og óhróðri sem hún nú verður fyrir af hálfu Gunnars Smára,“ ritar Lára. Hún segir Gunnar Smára halda því fram að Kristjana hafi svert nafn Öldu Lóu Leifsdóttur, eiginkonu Gunnar, í von um að koma höggi á yfirmenn Kristjönu hjá Eflingu. „Kristjana kannast ekki við að hafa tjáð sig um viðskipti félagsins við einstaka aðila, hvorki Öldu Lóu né annarra og vísar til þess að við afgreiðslu þess máls innan félagsins hafi verið farið eftir þeim verklagsreglum sem viðhafðar hafa verið á skrifstofu Eflingar. Ekki er ljóst til hvers Gunnar vísar þegar hann segir að von Kristjönu hafi verið að koma höggi á yfirmenn sína. Þess má geta að nafn Öldu Lóu Leifsdóttur kemur hvergi fram á reikningum eða gögnum sem um ræðir og umbjóðandi minn hefur aldrei hitt hana og þekkir hana ekki. Ásökunin telst því algerlega tilhæfulaus enda vandséð hvaða ástæðu umbjóðandi minn hefur til að sverta nafn persónu sem hvergi kemur fram í viðkomandi skjölum og umbjóðandi minn þekkir ekki og sér fyrst nafnið í umfjöllun Gunnars Smára Egilssonar,“ skrifar Lára.Kannast ekki við Gunnar Smára Hún segir Gunnar hafa haldið því fram að Kristjana sé „augljóslega ómerkileg manneskja og illgjörn.“ „Hvernig Gunnar kemst að þeirri niðurstöðu er illskiljanlegt þar sem umbjóðandi minn kannast ekki við Gunnar Smára Egilsson nema úr fjölmiðlum og minnist þess ekki að hafa hitt þann mann né átt nein samskipti við hann,“ skrifar Lára. Þá segir Lára Gunnar einnig hafa haldið því fram að Kristjana „hafi örugglega verið rándýr á fóðrum innan félagsins.“ „Hvaðan hann hefur þær upplýsingar er alls ekki ljóst, en Kristjana kannast ekki við annað en að hafa unnið félaginu af heilindum enda hafi henni verið þökkuð góð störf í þess þágu. Hún hafi þegið laun sem hún ætlar að séu sambærileg launum annarra í svipaðri stöðu. Þess má geta að hefð var fyrir því innan Dagsbrúnar sem fylgdi inn í Eflingu að starfsmenn, ábyrgðarmenn og forystumenn voru yfirleitt á hóflegum launum miðað við sambærileg störf innan verkalýðshreyfingarinnar,“ segir í yfirlýsingu Láru.Hafnar ásökunum um tilfærslur á fjármunum Hún segir Gunnar einnig ræða tilfærslur Kristjönu á fjármunum félagsins til Gamma. „Tekið skal fram að allar meiri háttar fjárfestingar Eflingar eiga stoð í fjárfestingarstefnu félagsins sem byggðar eru á lögum þess og eru samþykktar í hvert og eitt skipti af stjórn félagsins. Ábyrgð umbjóðanda míns á einstökum fjármálagerningum felst í því að framkvæma ákvarðanir sem stjórnin eða formenn Eflingar hafa tekið með heimild stjórnar og innan ramma ávöxtunarstefnu félagsins. Þessar ásakanir eiga sér því enga stoð í raunveruleikanum,“ segir Lára.Auðvelt að sanna með beinum vitnum Hún segir Gunnar einnig hafa nefnt að Kristjana hafi beitt sér fyrir því að beina viðskiptum Eflingar að veitingarekstri sambýlismanna síns, Marks Brink. „Að þessu tilefni er nauðsynlegt að taka fram að viðskipti eldri félaga og síðan Eflingar við hann hófust fyrst í stjórnartíð Guðmundar J. Guðmundssonar og fluttust síðan yfir til Halldórs Björnssonar. Þetta var löngu áður en kynni Kristjönu og Marks hófust. Umbjóðandi minn tengdist aldrei pöntunum veitinga vegna funda. Slíkt var á hendi formanna félagsins eða skrifstofustjóra í umboði þeirra. Rétt er að nefna að viðskipti Eflingar á veitingum og fundarsölum beindust að mun fleiri aðilum í gegn um árin. Engin forsenda er því fyrir þessum ásökunum og auðvelt mál að sanna það með beinum vitnum um málið,“ skrifar Lára. Hún segir skrif Gunnars full af tilhæfulausum ásökunum og ávirðingum sem séu til þess eins gerðar að koma af stað óhróðri um umbjóðanda sinn. „Tilgangur Gunnars Smára Egilssonar er sýnilega ekki annar en að sverta mannorð hennar með skrifum sínum og leitast við að draga úr þeim trúverðugleika sem umbjóðandi minn hefur ætíð notið innan Eflingar og eldri félaga. Það hlýtur að teljast mjög ómaklegt að ráðast með þessum hætti gegn starfsmanni í ábyrgðarstarfi á skrifstofu stéttarfélags og lítillækka hann og vanvirða með tilhæfulausum ásökunum, starfsmanns sem nú um stundir er óvinnufær vegna veikinda,“ segir Lára í yfirlýsingunni.Nægt tilefni til að krefjast bóta Hún vísar á bug öllum ásökunum, ávirðingum og alhæfingum um að Kristjana „beri ábyrgð á vondri stöðu verkalýðshreyfingarinnar og hafið því valdið verkafólki fjárhagslegu tjóni“. Hún segir engin rök eða sannanir fyrir þeim ásökunum. Lára segir myndbirting af Kristjönu sem fylgi þessum ósönnu ásökunum sé ámælisverð og hluti af árás á persónu umbjóðanda síns sem ekki sé hægt að sitja undir. „Hvað Gunnari Smára gengur til með umfjöllun sinni skal ósagt látið og ekki vitað til þess að hann hafi hingað til borið hag verkalýðsstéttar þessa lands sérstaklega fyrir brjósti, en allar þessar fölsku og röngu ávirðingar sem bornar eru á umbjóðanda minn hljóta að kalla fram viðbrögð af hálfu hennar. Ljóst er að þær eru alvarleg aðför að mannorði hennar og meira en nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu miskabóta á hendur Gunnari Smára Egilssyni,“ segir Lára í yfirlýsingunni að lokum. Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira
Lögmaður fjármálastjóra Eflingar segir að höfð hafi verið ummæli um fjármálastjórann á opinberum vettvangi sem séu alvarleg aðför að mannorði hennar og meira en nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu miskabóta. Þetta ritar Lára V. Júlíusdóttir sem er lögmaður Kristjönu Valgeirsdóttur. Lára sendi yfirlýsingu á fjölmiðla vegna umfjöllunar um Kristjönu í fjölmiðlum. Lára segir að um síðastliðna helgi birtust í Morgunblaðinu, DV og Eyjunni og víðar fregnir af ólgu meðal starfsmanna á skrifstofu verkalýðsfélagsins Eflingar. Segir Lára að í þeirri umfjöllun hafi Gunnar Smári Egilsson blaðamaður fjallað um Kristjönu með ærumeiðandi hætti sem nauðsynlegt sé að gera athugasemdir við. Umfjöllunin byggði á mestu á skrifum sem Gunnar Smári birti á Facebook. Hún segir Kristjönu hafa verið ráðna sem gjaldkera Verkamannafélagsins Dagsbrúnar fyrir 36 árum. Þegar Dagsbrún sameinaðist öðrum stéttarfélögum í Eflingu stéttarfélag þá var hún ráðin sem gjaldkeri og síðar fjármálastjóri Eflingar. Hún hafi því að sögn Láru starfað hjá Eflingu og eldri félögum nær allan sinn starfsaldur. „Hún hefur greinilega notið trausts formanna og stjórna stéttarfélaganna sem hún hefur starfað hjá,“ ritar Lára.Gunnar Smári EgilssonFréttablaðið/Sigtryggur AriSegir frétt Mbl ekki frá KristjönuÍ umfjöllun Morgunblaðsins af meintri ólgu innan stéttarfélagsins Eflingar kom fram að Kristjana væri í veikindafríi en Lára segir Kristjönu hafa kosið að tjá sig ekki opinberlega um veikindi sín né störf innan Eflingar að undanförnu. „Hún vill taka fram að frétt Mbl. um helgina er ekki frá henni komin og ræðir hún ekki einstök störf eða verkefni á skrifstofu Eflingar á opinberum vettvangi, enda telur hún sig bundna trúnaði hvað slíkt varðar. Þó er óhjákvæmilegt að bregðast við þeim rangfærslum og óhróðri sem hún nú verður fyrir af hálfu Gunnars Smára,“ ritar Lára. Hún segir Gunnar Smára halda því fram að Kristjana hafi svert nafn Öldu Lóu Leifsdóttur, eiginkonu Gunnar, í von um að koma höggi á yfirmenn Kristjönu hjá Eflingu. „Kristjana kannast ekki við að hafa tjáð sig um viðskipti félagsins við einstaka aðila, hvorki Öldu Lóu né annarra og vísar til þess að við afgreiðslu þess máls innan félagsins hafi verið farið eftir þeim verklagsreglum sem viðhafðar hafa verið á skrifstofu Eflingar. Ekki er ljóst til hvers Gunnar vísar þegar hann segir að von Kristjönu hafi verið að koma höggi á yfirmenn sína. Þess má geta að nafn Öldu Lóu Leifsdóttur kemur hvergi fram á reikningum eða gögnum sem um ræðir og umbjóðandi minn hefur aldrei hitt hana og þekkir hana ekki. Ásökunin telst því algerlega tilhæfulaus enda vandséð hvaða ástæðu umbjóðandi minn hefur til að sverta nafn persónu sem hvergi kemur fram í viðkomandi skjölum og umbjóðandi minn þekkir ekki og sér fyrst nafnið í umfjöllun Gunnars Smára Egilssonar,“ skrifar Lára.Kannast ekki við Gunnar Smára Hún segir Gunnar hafa haldið því fram að Kristjana sé „augljóslega ómerkileg manneskja og illgjörn.“ „Hvernig Gunnar kemst að þeirri niðurstöðu er illskiljanlegt þar sem umbjóðandi minn kannast ekki við Gunnar Smára Egilsson nema úr fjölmiðlum og minnist þess ekki að hafa hitt þann mann né átt nein samskipti við hann,“ skrifar Lára. Þá segir Lára Gunnar einnig hafa haldið því fram að Kristjana „hafi örugglega verið rándýr á fóðrum innan félagsins.“ „Hvaðan hann hefur þær upplýsingar er alls ekki ljóst, en Kristjana kannast ekki við annað en að hafa unnið félaginu af heilindum enda hafi henni verið þökkuð góð störf í þess þágu. Hún hafi þegið laun sem hún ætlar að séu sambærileg launum annarra í svipaðri stöðu. Þess má geta að hefð var fyrir því innan Dagsbrúnar sem fylgdi inn í Eflingu að starfsmenn, ábyrgðarmenn og forystumenn voru yfirleitt á hóflegum launum miðað við sambærileg störf innan verkalýðshreyfingarinnar,“ segir í yfirlýsingu Láru.Hafnar ásökunum um tilfærslur á fjármunum Hún segir Gunnar einnig ræða tilfærslur Kristjönu á fjármunum félagsins til Gamma. „Tekið skal fram að allar meiri háttar fjárfestingar Eflingar eiga stoð í fjárfestingarstefnu félagsins sem byggðar eru á lögum þess og eru samþykktar í hvert og eitt skipti af stjórn félagsins. Ábyrgð umbjóðanda míns á einstökum fjármálagerningum felst í því að framkvæma ákvarðanir sem stjórnin eða formenn Eflingar hafa tekið með heimild stjórnar og innan ramma ávöxtunarstefnu félagsins. Þessar ásakanir eiga sér því enga stoð í raunveruleikanum,“ segir Lára.Auðvelt að sanna með beinum vitnum Hún segir Gunnar einnig hafa nefnt að Kristjana hafi beitt sér fyrir því að beina viðskiptum Eflingar að veitingarekstri sambýlismanna síns, Marks Brink. „Að þessu tilefni er nauðsynlegt að taka fram að viðskipti eldri félaga og síðan Eflingar við hann hófust fyrst í stjórnartíð Guðmundar J. Guðmundssonar og fluttust síðan yfir til Halldórs Björnssonar. Þetta var löngu áður en kynni Kristjönu og Marks hófust. Umbjóðandi minn tengdist aldrei pöntunum veitinga vegna funda. Slíkt var á hendi formanna félagsins eða skrifstofustjóra í umboði þeirra. Rétt er að nefna að viðskipti Eflingar á veitingum og fundarsölum beindust að mun fleiri aðilum í gegn um árin. Engin forsenda er því fyrir þessum ásökunum og auðvelt mál að sanna það með beinum vitnum um málið,“ skrifar Lára. Hún segir skrif Gunnars full af tilhæfulausum ásökunum og ávirðingum sem séu til þess eins gerðar að koma af stað óhróðri um umbjóðanda sinn. „Tilgangur Gunnars Smára Egilssonar er sýnilega ekki annar en að sverta mannorð hennar með skrifum sínum og leitast við að draga úr þeim trúverðugleika sem umbjóðandi minn hefur ætíð notið innan Eflingar og eldri félaga. Það hlýtur að teljast mjög ómaklegt að ráðast með þessum hætti gegn starfsmanni í ábyrgðarstarfi á skrifstofu stéttarfélags og lítillækka hann og vanvirða með tilhæfulausum ásökunum, starfsmanns sem nú um stundir er óvinnufær vegna veikinda,“ segir Lára í yfirlýsingunni.Nægt tilefni til að krefjast bóta Hún vísar á bug öllum ásökunum, ávirðingum og alhæfingum um að Kristjana „beri ábyrgð á vondri stöðu verkalýðshreyfingarinnar og hafið því valdið verkafólki fjárhagslegu tjóni“. Hún segir engin rök eða sannanir fyrir þeim ásökunum. Lára segir myndbirting af Kristjönu sem fylgi þessum ósönnu ásökunum sé ámælisverð og hluti af árás á persónu umbjóðanda síns sem ekki sé hægt að sitja undir. „Hvað Gunnari Smára gengur til með umfjöllun sinni skal ósagt látið og ekki vitað til þess að hann hafi hingað til borið hag verkalýðsstéttar þessa lands sérstaklega fyrir brjósti, en allar þessar fölsku og röngu ávirðingar sem bornar eru á umbjóðanda minn hljóta að kalla fram viðbrögð af hálfu hennar. Ljóst er að þær eru alvarleg aðför að mannorði hennar og meira en nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu miskabóta á hendur Gunnari Smára Egilssyni,“ segir Lára í yfirlýsingunni að lokum.
Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira