Sádar sagðir hafa sent fimmtán manna sveit eftir Khashoggi Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2018 10:35 AP/Burhan Ozbilici Myndir af fimmtán mönnum sem hefur verið lýst sem sveit launmorðingja hafa verið birtar í fjölmiðlum nátengdum Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Mennirnir eru sagðir vera frá Sádi-Arabíu og eru þeir sakaðir um að hafa myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. Hann sást síðast á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl á þriðjudaginn í síðustu viku, 2. október. Hatice Cengiz, unnusta Khashoggi, telur hann vera enn á lífi, þrátt fyrir að hafa ekki séð hann í rúma viku. Khashoggi er meðal annars blaðamaður og pistlahöfundur á Washington Post þar sem hann hafði í frammi gagnrýni á stjórnarhætti í heimalandi sínu. Hann hafði verið í sjálfskipaðri útlegð í Washington undanfarið ár af ótta við ofsóknir og ofbeldi yfirvalda.Segja hann hafa verið bútaðan niður Tyrkir hafa haldið því fram að Khashoggi hafi verið myrtur á ræðisskrifstofunni og lík hans hafi verið bútað niður og flutt á brott. Hann var á ræðisskrifstofunni til að verða sér út um skjöl svo hann gæti gifst unnustu sinni.Sádar hafa sagt ásakanirnar rugl en hafa ekki fært neinar sannanir fyrir því að Khashoggi hafi yfirgefið ræðisskrifstofuna. Öryggismyndavélar sína að hann gekk þar inn en ekkert hefur sést til hans síðan. Sádar segjast ekkert vita um hvar Khashoggi sé og að þeir hafi áhyggjur af honum. Bandarískir þingmenn hafa kallað eftir svörum frá Sádi-Arabíu og jafnvel sagt að hafi þeir myrt Khashoggi gæti það komið niður á vopnasölu Bandaríkjanna til Sádi-Arabíu.Fimmtán manna sveit send til Istanbúl Tyrknesk sjónvarpsstöð birti í morgun myndir af sendiferðabíl sem sagður er hafa verið notaður til að flytja lík Khashoggi og dagblaðið Sabah birti myndir af áðurnefndum mönnum en samkvæmt AP fréttaveitunni voru myndirnar teknar í vegabréfaeftirliti við komu mannanna til Tyrklands.Washington Post segir mennina hafa komið til Tyrklands um morguninn þegar Khashoggi hvarf og þeir hafi farið aftur seinna sama dag. Enn fremur segir í frétt WP að leyniþjónusta Bandaríkjanna hafi hlerað samskipti á milli embættismanna í Sádi-Arabíu þar sem þeir ræddu áætlun um að koma höndum yfir Khashoggi. Ekki er ljóst hvort að áætlunin snerist um að fangelsa hann eða myrða en mennirnir ræddu að laða hann til Sádi-Arabíu.Hér má sjá myndefni sem Tyrkir hafa opinberað en það tengist áðurnefndum sendiferðabíl og ferðum mannanna fimmtán.Sannfærðir um að Khashoggi hafi ekki yfirgefið húsnæðið Lögreglan í Istanbúl er með öryggismyndavél andspænis ræðisskrifstofu Tyrkja og sömuleiðis hafa rannsakendur skoðað upptökur úr myndavélum sem staðsettar eru fyrir aftan húsnæðið. Þar að auki hafa rannsakendur skoðað upptökur úr fjölda annarra myndavéla á svæðinu. Samkvæmt heimildum WP hefur Khashoggi ekki sést á neinum þeirra. „Það er ljóst að hann gekk ekki þaðan út,“ sagði einn heimildarmaður WP sem þekkir til rannsóknarinnar. Hins vegar eru bílastæði við hlið inngangsins í ræðisskrifstofuna sem eru í skjóli frá myndavélum. Tveimur tímum eftir að Khashoggi gekk þar inn var tveimur bíum ekið á brott. Annar þeirra var sendiferðabíllinn sem rætt var um hér að ofan og var honum ekið að heimili ræðismannsins sem er í um 500 metra fjarlægð frá ræðisskrifstofunni. Þar var bíllinn í um fjórar klukkustundir.Að missa vonina Hatice Cengiz, unnusta Khashoggi, skrifaði grein í Washington Post sem birt var í gærkvöldi. Þar segist hún trúa því að hann sé á lífi og kallar eftir því að yfirvöld Sádi-Arabíu birti upptökur úr öryggismyndavélum ræðisskrifstofunnar. Þar að auki biðlar hún til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hann krefji ríkisstjórn Sádi-Arabíu svara. Hún sagði frá því að hann hefði farið á ræðisskrifstofuna nokkrum dögum áður og sagt að hann óttaðist um öryggi sitt. Hins vegar væri ekki búið að gefa út handtökuskipun gagnvart honum og því fór hann aftur til að sækja áðurnefnd skjöl, svo þau gætu gengið í hjónaband. Hún segir hann hafa farið inn og hún hafi beðið fyrir utan. Eftir þrjár klukkustundir fór hún inn og spurði um Khashoggi. „Ég fékk svar sem jók á ótta minn: Jamal var farinn, sögðu þau, mögulega án þess að ég hefði tekið eftir því,“ skrifar Cengiz. Hún hringdi því í gamlan vin Khashoggi, sem er einnig ráðgjafi Erdogan. Eins og áður segir hefur Cengiz trú á því að Khashoggi sé á lífi, þó vonir hennar dvíni með hverjum deginum sem líður. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17 Telja að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður og flutt á brott Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu frá því hann heimsótti ræðisskrifstofu heimalands síns síðasta þriðjudag. Hann hefur undanfarið ár verið í sjálfskipaðri útlegð í Washington af ótta við ofsóknir yfirvalda. 7. október 2018 18:31 Yfirvöld í Tyrklandi leita bíls sem talinn er hafa flutt lík blaðamannsins Yfirvöld í Tyrklandi rannsaka nú umferðarmyndavélar í von um að finna svartan sendiferðabíl sem þau telja hafa flutt lík blaðamannsins Jamal Khashoggi frá ræðisskrifstofu Sádi-arabíu í Istanbúl. 8. október 2018 21:24 Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær. 7. október 2018 16:54 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Myndir af fimmtán mönnum sem hefur verið lýst sem sveit launmorðingja hafa verið birtar í fjölmiðlum nátengdum Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Mennirnir eru sagðir vera frá Sádi-Arabíu og eru þeir sakaðir um að hafa myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. Hann sást síðast á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl á þriðjudaginn í síðustu viku, 2. október. Hatice Cengiz, unnusta Khashoggi, telur hann vera enn á lífi, þrátt fyrir að hafa ekki séð hann í rúma viku. Khashoggi er meðal annars blaðamaður og pistlahöfundur á Washington Post þar sem hann hafði í frammi gagnrýni á stjórnarhætti í heimalandi sínu. Hann hafði verið í sjálfskipaðri útlegð í Washington undanfarið ár af ótta við ofsóknir og ofbeldi yfirvalda.Segja hann hafa verið bútaðan niður Tyrkir hafa haldið því fram að Khashoggi hafi verið myrtur á ræðisskrifstofunni og lík hans hafi verið bútað niður og flutt á brott. Hann var á ræðisskrifstofunni til að verða sér út um skjöl svo hann gæti gifst unnustu sinni.Sádar hafa sagt ásakanirnar rugl en hafa ekki fært neinar sannanir fyrir því að Khashoggi hafi yfirgefið ræðisskrifstofuna. Öryggismyndavélar sína að hann gekk þar inn en ekkert hefur sést til hans síðan. Sádar segjast ekkert vita um hvar Khashoggi sé og að þeir hafi áhyggjur af honum. Bandarískir þingmenn hafa kallað eftir svörum frá Sádi-Arabíu og jafnvel sagt að hafi þeir myrt Khashoggi gæti það komið niður á vopnasölu Bandaríkjanna til Sádi-Arabíu.Fimmtán manna sveit send til Istanbúl Tyrknesk sjónvarpsstöð birti í morgun myndir af sendiferðabíl sem sagður er hafa verið notaður til að flytja lík Khashoggi og dagblaðið Sabah birti myndir af áðurnefndum mönnum en samkvæmt AP fréttaveitunni voru myndirnar teknar í vegabréfaeftirliti við komu mannanna til Tyrklands.Washington Post segir mennina hafa komið til Tyrklands um morguninn þegar Khashoggi hvarf og þeir hafi farið aftur seinna sama dag. Enn fremur segir í frétt WP að leyniþjónusta Bandaríkjanna hafi hlerað samskipti á milli embættismanna í Sádi-Arabíu þar sem þeir ræddu áætlun um að koma höndum yfir Khashoggi. Ekki er ljóst hvort að áætlunin snerist um að fangelsa hann eða myrða en mennirnir ræddu að laða hann til Sádi-Arabíu.Hér má sjá myndefni sem Tyrkir hafa opinberað en það tengist áðurnefndum sendiferðabíl og ferðum mannanna fimmtán.Sannfærðir um að Khashoggi hafi ekki yfirgefið húsnæðið Lögreglan í Istanbúl er með öryggismyndavél andspænis ræðisskrifstofu Tyrkja og sömuleiðis hafa rannsakendur skoðað upptökur úr myndavélum sem staðsettar eru fyrir aftan húsnæðið. Þar að auki hafa rannsakendur skoðað upptökur úr fjölda annarra myndavéla á svæðinu. Samkvæmt heimildum WP hefur Khashoggi ekki sést á neinum þeirra. „Það er ljóst að hann gekk ekki þaðan út,“ sagði einn heimildarmaður WP sem þekkir til rannsóknarinnar. Hins vegar eru bílastæði við hlið inngangsins í ræðisskrifstofuna sem eru í skjóli frá myndavélum. Tveimur tímum eftir að Khashoggi gekk þar inn var tveimur bíum ekið á brott. Annar þeirra var sendiferðabíllinn sem rætt var um hér að ofan og var honum ekið að heimili ræðismannsins sem er í um 500 metra fjarlægð frá ræðisskrifstofunni. Þar var bíllinn í um fjórar klukkustundir.Að missa vonina Hatice Cengiz, unnusta Khashoggi, skrifaði grein í Washington Post sem birt var í gærkvöldi. Þar segist hún trúa því að hann sé á lífi og kallar eftir því að yfirvöld Sádi-Arabíu birti upptökur úr öryggismyndavélum ræðisskrifstofunnar. Þar að auki biðlar hún til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hann krefji ríkisstjórn Sádi-Arabíu svara. Hún sagði frá því að hann hefði farið á ræðisskrifstofuna nokkrum dögum áður og sagt að hann óttaðist um öryggi sitt. Hins vegar væri ekki búið að gefa út handtökuskipun gagnvart honum og því fór hann aftur til að sækja áðurnefnd skjöl, svo þau gætu gengið í hjónaband. Hún segir hann hafa farið inn og hún hafi beðið fyrir utan. Eftir þrjár klukkustundir fór hún inn og spurði um Khashoggi. „Ég fékk svar sem jók á ótta minn: Jamal var farinn, sögðu þau, mögulega án þess að ég hefði tekið eftir því,“ skrifar Cengiz. Hún hringdi því í gamlan vin Khashoggi, sem er einnig ráðgjafi Erdogan. Eins og áður segir hefur Cengiz trú á því að Khashoggi sé á lífi, þó vonir hennar dvíni með hverjum deginum sem líður.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17 Telja að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður og flutt á brott Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu frá því hann heimsótti ræðisskrifstofu heimalands síns síðasta þriðjudag. Hann hefur undanfarið ár verið í sjálfskipaðri útlegð í Washington af ótta við ofsóknir yfirvalda. 7. október 2018 18:31 Yfirvöld í Tyrklandi leita bíls sem talinn er hafa flutt lík blaðamannsins Yfirvöld í Tyrklandi rannsaka nú umferðarmyndavélar í von um að finna svartan sendiferðabíl sem þau telja hafa flutt lík blaðamannsins Jamal Khashoggi frá ræðisskrifstofu Sádi-arabíu í Istanbúl. 8. október 2018 21:24 Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær. 7. október 2018 16:54 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17
Telja að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður og flutt á brott Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu frá því hann heimsótti ræðisskrifstofu heimalands síns síðasta þriðjudag. Hann hefur undanfarið ár verið í sjálfskipaðri útlegð í Washington af ótta við ofsóknir yfirvalda. 7. október 2018 18:31
Yfirvöld í Tyrklandi leita bíls sem talinn er hafa flutt lík blaðamannsins Yfirvöld í Tyrklandi rannsaka nú umferðarmyndavélar í von um að finna svartan sendiferðabíl sem þau telja hafa flutt lík blaðamannsins Jamal Khashoggi frá ræðisskrifstofu Sádi-arabíu í Istanbúl. 8. október 2018 21:24
Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær. 7. október 2018 16:54