Getur ekki einhver annar sinnt þessu? Björn Berg Gunnarsson skrifar 10. október 2018 07:30 Fjármálalæsi ungs fólks er til allrar hamingju að komast í tísku sem umræðuefni meðal foreldra. Innreið smálána á markaðinn er eflaust meðal þess sem ýtt hefur við foreldrum og eftir margra ára vinnu hefur loks nokkur árangur náðst í að koma fjármálafræðslu inn í skólakerfið. Sennilega heyri ég fáa frasa oftar en „það þarf að kenna þetta í skólunum“ þegar ég ræði við foreldra í kjölfar námskeiða um fjármál fyrir ungt fólk. Það er þó með fjármálafræðslu unglinga eins og undirbúning starfsloka að það er hægt að býsnast yfir og bölva kerfinu en það er þó öllum nauðsynlegt að undirbúa sjálfa sig vel og vandlega til að tryggja sem besta fjárhagsstöðu við starfslok. Vonandi verðum við sáttari við kerfið þegar þar að kemur, en það græða allir á því að gera ráð fyrir því versta. Að sjálfsögðu á fjármálafræðsla að vera stærri hluti skólakerfisins. En á meðan svo er ekki verða foreldrar að taka meiri ábyrgð. Ef þeir telja sig ekki hafa næga þekkingu til að miðla áfram til barnanna er lítið mál að verða sér úti um hana. Það er algjört lágmark að undirbúa börnin með einföldum þumalputtareglum sem hjálpa þeim að standa á eigin fótum. Eitt dæmi um slíkt getur verið að eiga alltaf til lítinn varasjóð svo aldrei þurfi að taka neyslulán. Annað er að dreifa aldrei greiðslum og staðgreiða öll kaup. Hvað með að benda unglingunum á að það sé erfitt að safna fyrir útborgun í íbúð á leigumarkaði og því sé skynsamlegast að byrja að safna í foreldrahúsum? Sá sem temur sér heilbrigða fjármálahegðun snemma verður ævinlega þakklátur, hvort sem fræðslan fór fram heima eða í skóla. Aðalatriðið er að hann hafi fengið hana. Útvistun fjármálafræðslu inn í skólakerfið mun aldrei koma í stað fyrir gott fjármálalegt uppeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Fjármálalæsi ungs fólks er til allrar hamingju að komast í tísku sem umræðuefni meðal foreldra. Innreið smálána á markaðinn er eflaust meðal þess sem ýtt hefur við foreldrum og eftir margra ára vinnu hefur loks nokkur árangur náðst í að koma fjármálafræðslu inn í skólakerfið. Sennilega heyri ég fáa frasa oftar en „það þarf að kenna þetta í skólunum“ þegar ég ræði við foreldra í kjölfar námskeiða um fjármál fyrir ungt fólk. Það er þó með fjármálafræðslu unglinga eins og undirbúning starfsloka að það er hægt að býsnast yfir og bölva kerfinu en það er þó öllum nauðsynlegt að undirbúa sjálfa sig vel og vandlega til að tryggja sem besta fjárhagsstöðu við starfslok. Vonandi verðum við sáttari við kerfið þegar þar að kemur, en það græða allir á því að gera ráð fyrir því versta. Að sjálfsögðu á fjármálafræðsla að vera stærri hluti skólakerfisins. En á meðan svo er ekki verða foreldrar að taka meiri ábyrgð. Ef þeir telja sig ekki hafa næga þekkingu til að miðla áfram til barnanna er lítið mál að verða sér úti um hana. Það er algjört lágmark að undirbúa börnin með einföldum þumalputtareglum sem hjálpa þeim að standa á eigin fótum. Eitt dæmi um slíkt getur verið að eiga alltaf til lítinn varasjóð svo aldrei þurfi að taka neyslulán. Annað er að dreifa aldrei greiðslum og staðgreiða öll kaup. Hvað með að benda unglingunum á að það sé erfitt að safna fyrir útborgun í íbúð á leigumarkaði og því sé skynsamlegast að byrja að safna í foreldrahúsum? Sá sem temur sér heilbrigða fjármálahegðun snemma verður ævinlega þakklátur, hvort sem fræðslan fór fram heima eða í skóla. Aðalatriðið er að hann hafi fengið hana. Útvistun fjármálafræðslu inn í skólakerfið mun aldrei koma í stað fyrir gott fjármálalegt uppeldi.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun