Vaðlaheiðargöngin ekki opnuð 1. desember eins og stefnt var að Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2018 13:15 Frá gerð Vaðlaheiðarganga. Fréttablaðið/Auðunn Ekki mun takast að opna Vaðlaheiðargöngin fyrir umferð þann 1. desember eins og vonir stóðu til. „Það er mjög óraunhæft að það náist,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðagarganga í samtali við Vísi um hvort verklok náist 1. desember. Hann vill ekki segja til um það hvenær göngin verði opnuð en vonar þó að það verði fljótlega. Á ýmsu hefur gengið frá því að framkvæmdir hófust árið 2013 en töluvert vatnsmagn, jarðhiti og erfið setlög hafa tafið verklok um nærri tvö ár, samkvæmt áætlunum átti að taka göngin í notkun á seinni hluta ársins 2016. Í september var hins vegar tilkynnt að ef allt myndi ganga að óskum yrðu göngin afhent 30. nóvember og tekin í notkun degi síðar, á fullveldisdaginn 1. desember. Undanfarna daga hefur verið unnið að því að malbika göngin sjálf og inn í göngin á eftir að leggja um 3,5 kílómetra af yfirlagi. „Eins og staðan er núna þá er malbiksáætlunin um tuttugu daga á eftir áætlun,“ segir Valgeir en klára þarf malbiksvinnunna svo hægt sé að ljúka við að setja upp ljós, rafmagnskapla og annan frágang í göngunum. Þá á einnig eftir að ljúka frágangi á vegtengingum við þjóðveg 1 í Fnjóskadal og í Vaðlaheiði en þar hefur veðrið sett strik í reikninginn. Fnjóskadalsmegin á til dæmis eftir að leggja slitlag á veginn en það hefur beðið í nokkrar vikur þar sem of kalt hefur verið til þess að leggja slitlagið. „Það mátti svo sem alveg búast við þessu þegar maður kominn fram í desember,“ segir Valgeir en unnið er allan sólarhringinn að því að klára allt sem þarf að klára. Þá segir Valgeir að malbiksvinnu muni ljúka fljótlega og þegar henni sé lokið er ekki útilokað að vinna við frágang muni ganga hratt fyrir sig. Samgöngur Tengdar fréttir Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33 Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15 Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Ekki mun takast að opna Vaðlaheiðargöngin fyrir umferð þann 1. desember eins og vonir stóðu til. „Það er mjög óraunhæft að það náist,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðagarganga í samtali við Vísi um hvort verklok náist 1. desember. Hann vill ekki segja til um það hvenær göngin verði opnuð en vonar þó að það verði fljótlega. Á ýmsu hefur gengið frá því að framkvæmdir hófust árið 2013 en töluvert vatnsmagn, jarðhiti og erfið setlög hafa tafið verklok um nærri tvö ár, samkvæmt áætlunum átti að taka göngin í notkun á seinni hluta ársins 2016. Í september var hins vegar tilkynnt að ef allt myndi ganga að óskum yrðu göngin afhent 30. nóvember og tekin í notkun degi síðar, á fullveldisdaginn 1. desember. Undanfarna daga hefur verið unnið að því að malbika göngin sjálf og inn í göngin á eftir að leggja um 3,5 kílómetra af yfirlagi. „Eins og staðan er núna þá er malbiksáætlunin um tuttugu daga á eftir áætlun,“ segir Valgeir en klára þarf malbiksvinnunna svo hægt sé að ljúka við að setja upp ljós, rafmagnskapla og annan frágang í göngunum. Þá á einnig eftir að ljúka frágangi á vegtengingum við þjóðveg 1 í Fnjóskadal og í Vaðlaheiði en þar hefur veðrið sett strik í reikninginn. Fnjóskadalsmegin á til dæmis eftir að leggja slitlag á veginn en það hefur beðið í nokkrar vikur þar sem of kalt hefur verið til þess að leggja slitlagið. „Það mátti svo sem alveg búast við þessu þegar maður kominn fram í desember,“ segir Valgeir en unnið er allan sólarhringinn að því að klára allt sem þarf að klára. Þá segir Valgeir að malbiksvinnu muni ljúka fljótlega og þegar henni sé lokið er ekki útilokað að vinna við frágang muni ganga hratt fyrir sig.
Samgöngur Tengdar fréttir Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33 Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15 Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33
Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15
Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00