Sagðir ætla að skrifa Apu út úr þáttunum Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2018 18:15 Apu Nahasapeemapetilon er eigandi verslunarinnar Kwik-E-Mart í bænum Springfield. Getty/Fox Aðstandendur sjónvarpsþáttanna langlífu um Simpson-fjölskylduna hafa sætt mikilli gagnrýni síðustu misserin vegna búðareigandans Apu í þáttunum. Nú virðist sem að til standi að skrifa Apu alfarið út úr þáttunum. Apu Nahasapeemapetilon er eigandi verslunarinnar Kwik-E-Mart í bænum Springfield og hefur verið talað um að allar staðalímyndir sem Bandaríkjamenn hafa haft um suðurasíska innflytendur virðast birtast í persónunni. Gagnrýnin varð sérstaklega hávær eftir frumsýningu myndar grínistans Hari Kondabolu, The Problem with Apu, fyrir tæpu ári. Í myndinni ræddi hann við fjölda leikara af indverskum uppruna. Hank Azaria, leikarinn sem talar fyrir Apu í þáttunum, bað aðstandendur Simpsons-þáttanna að hlýða á gagnrýnisraddirnar og grípa til aðgerða.Heigulsháttur Framleiðandinn Adi Shankar segir í samtali við Indiewire að Apu verði nú skrifaður út úr þáttunum. „Ég hef heyrt það úr mörgum áttum að þeir muni losa sig alfarið við Apu,“ segir Shankar. „Þeir munu ekki gera mikið mál úr því eða þannig, en þeir muni losa sig við hann til að losna við ágreininginn.“ Shankar segir þetta vera heigulskap hjá framleiðendum þáttanna. „Þetta er ekki skref fram á við, eða skref aftur á bak. Þetta er bara risavaxið skref til hliðar.“Fór öfugt í sig Kondabolu, sem er af indverskum ættum líkt og persónan Apu, sagðist á sínum tíma hafa orðið aðdáandi Simpsons-þáttanna frá því að persónurnar birtust fyrst á skjám Bandaríkjamanna í innslögum í skemmtiþættinum The Tracy Ullman Show árið 1989. Hann sagði þó persónuna Apu ávallt hafa farið eitthvað öfugt ofan í sig, einnig þegar hann var barn. „Til að byrja með var ég mjög spenntur níu ára strákur þar sem brún andlit voru ekki algeng í sjónvarpinu,“ sagði Kondabolu í samtali við NBC, og bætti við að síðar hafi runnið á hann tvær grímur. Hann sagði það hafa verið sérstaklega erfitt að kyngja því að leikarinn Azaria, sem er hvítur, hafi ljáð persónunni rödd sína. „Að ímynda sér að hvítur gaur kæmi með þessa rödd, það var kvöl og pína. Þetta var eins og að verða fyrir einelti frá aðila handan sjónvarpsskjásins.“ Kondabolu segir á Twitter að reynist þær fréttir réttar, að Apu verði skrifaður út úr þáttunum, sé það slæmt. Hægt hefði verið að finna leiðir til að láta persónuna „virka“.Agreed. There are so many ways to make Apu work without getting rid of him. If true, this sucks. https://t.co/czBDIvaTV0— Hari Kondabolu (@harikondabolu) October 26, 2018 Að neðan má sjá uppistand Kondabolu þar sem hann ræðir Apu. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kortleggur vandamálið við Apu í Simpsons-þáttunum Kvikmynd grínistans Hari Kondabolu um búðareigandann Apu verður frumsýnd á kvikmyndahátíð í New York í kvöld. 14. nóvember 2017 13:24 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Aðstandendur sjónvarpsþáttanna langlífu um Simpson-fjölskylduna hafa sætt mikilli gagnrýni síðustu misserin vegna búðareigandans Apu í þáttunum. Nú virðist sem að til standi að skrifa Apu alfarið út úr þáttunum. Apu Nahasapeemapetilon er eigandi verslunarinnar Kwik-E-Mart í bænum Springfield og hefur verið talað um að allar staðalímyndir sem Bandaríkjamenn hafa haft um suðurasíska innflytendur virðast birtast í persónunni. Gagnrýnin varð sérstaklega hávær eftir frumsýningu myndar grínistans Hari Kondabolu, The Problem with Apu, fyrir tæpu ári. Í myndinni ræddi hann við fjölda leikara af indverskum uppruna. Hank Azaria, leikarinn sem talar fyrir Apu í þáttunum, bað aðstandendur Simpsons-þáttanna að hlýða á gagnrýnisraddirnar og grípa til aðgerða.Heigulsháttur Framleiðandinn Adi Shankar segir í samtali við Indiewire að Apu verði nú skrifaður út úr þáttunum. „Ég hef heyrt það úr mörgum áttum að þeir muni losa sig alfarið við Apu,“ segir Shankar. „Þeir munu ekki gera mikið mál úr því eða þannig, en þeir muni losa sig við hann til að losna við ágreininginn.“ Shankar segir þetta vera heigulskap hjá framleiðendum þáttanna. „Þetta er ekki skref fram á við, eða skref aftur á bak. Þetta er bara risavaxið skref til hliðar.“Fór öfugt í sig Kondabolu, sem er af indverskum ættum líkt og persónan Apu, sagðist á sínum tíma hafa orðið aðdáandi Simpsons-þáttanna frá því að persónurnar birtust fyrst á skjám Bandaríkjamanna í innslögum í skemmtiþættinum The Tracy Ullman Show árið 1989. Hann sagði þó persónuna Apu ávallt hafa farið eitthvað öfugt ofan í sig, einnig þegar hann var barn. „Til að byrja með var ég mjög spenntur níu ára strákur þar sem brún andlit voru ekki algeng í sjónvarpinu,“ sagði Kondabolu í samtali við NBC, og bætti við að síðar hafi runnið á hann tvær grímur. Hann sagði það hafa verið sérstaklega erfitt að kyngja því að leikarinn Azaria, sem er hvítur, hafi ljáð persónunni rödd sína. „Að ímynda sér að hvítur gaur kæmi með þessa rödd, það var kvöl og pína. Þetta var eins og að verða fyrir einelti frá aðila handan sjónvarpsskjásins.“ Kondabolu segir á Twitter að reynist þær fréttir réttar, að Apu verði skrifaður út úr þáttunum, sé það slæmt. Hægt hefði verið að finna leiðir til að láta persónuna „virka“.Agreed. There are so many ways to make Apu work without getting rid of him. If true, this sucks. https://t.co/czBDIvaTV0— Hari Kondabolu (@harikondabolu) October 26, 2018 Að neðan má sjá uppistand Kondabolu þar sem hann ræðir Apu.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kortleggur vandamálið við Apu í Simpsons-þáttunum Kvikmynd grínistans Hari Kondabolu um búðareigandann Apu verður frumsýnd á kvikmyndahátíð í New York í kvöld. 14. nóvember 2017 13:24 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kortleggur vandamálið við Apu í Simpsons-þáttunum Kvikmynd grínistans Hari Kondabolu um búðareigandann Apu verður frumsýnd á kvikmyndahátíð í New York í kvöld. 14. nóvember 2017 13:24