Mömmur þurfa oft að vera leiðinlegar Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 27. október 2018 10:00 Rannveig Jónsdóttir, sem alltaf er kölluð Gagga, Jóhanna Friðrika og Silja við tökur á Akranesi í vikunni. Fréttablaðið/Ernir Silja Hauksdóttir leikstjóri tekur um þessar mundir upp kvikmyndina Hey hó Agnes Cho á Akranesi. Kvikmyndin er grátbrosleg þroskasaga mæðgna. Handrit kvikmyndarinnar skrifar Silja ásamt Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur og Rannveigu Jónsdóttur sem alltaf er kölluð Gagga. Tökur hafa farið fram víðs vegar um Akranes frá því í síðustu viku og munu standa yfir til 9. nóvember. „Við stefnum á að frumsýna myndina næsta haust,“ segir Silja um gang framleiðslunnar. Með aðalhlutverk í kvikmyndinni fara Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Björn Hlynur Haraldsson. Þá fara með hlutverk í myndinni Donna Cruz og Anna Kristín Arngrímsdóttir. Jóhanna Friðrika útskrifaðist sem leikari árið 2005 frá Listaháskóla Íslands og hefur starfað við leikstjórn og leiklist, bæði á sviði og í sjónvarpi. Hún bætti við sig meistaranámi í ritlist við Háskóla Íslands árið 2016.Rannveig Jónsdóttir, sem alltaf er kölluð Gagga, Jóhanna Friðrika og Silja við tökur á Akranesi í vikunni.Fréttablaðið/ErnirSilja er reynslumikill leikstjóri og handritshöfundur, landsmenn þekkja vel til verka hennar. Fyrsta kvikmynd hennar, Dís, var í fullri lengd. Þá stýrði hún sjónvarpsþáttaröðinni Ástríður, Stelpunum, Áramótaskaupum og Ríkinu, svo eitthvað sé nefnt. Gagga er sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarkona og hefur starfað við kvikmyndagerð í tvo áratugi, sem framleiðandi kvikmynda, sjónvarpsþátta og auglýsinga, en nýverið einnig við handritaskrif og leikstjórn.Hvernig kviknaði þessi hugmynd? Að skrifa þroskasögu mæðgna? Gagga: Hugmyndin er upphaflega frá Mikael Torfasyni. Hann sendi Silju uppkast að handriti að kvikmynd þar sem aðalsöguhetjan var ættleidd og bjó ásamt fjölskyldu sinni á Akranesi. Það sem okkur fannst strax spennandi var að þarna var ein aðalsöguhetjan stúlka, útlitslega af erlendum uppruna. Við tók svo vinna við að finna okkar eigin tón í sögunni, við rifum allt í sundur og fórum að leita að sögunni sem okkur langaði að segja. Það tók töluverðan tíma, mikið röfl og pælingar við hin ýmsu eldhúsborð. Við leigðum skrifstofur víðs vegar um bæinn. Við Silja eignuðumst líka hvor sína dótturina á meðan á ferlinu stóð, það er hálft ár á milli þeirra. Jósa kom svo inn í samstarfið eins og stormsveipur og í meðförum okkar þriggja varð okkar saga, handritið að myndinni, til. Þroskasaga mæðgna á Akranesi.Jóhanna Friðrika og GaggaFréttablaðið/ErnirSilja: Við kveiktum svo mikið á mömmunni. Móðirin varð að vera aðalpersónan. Og það gerðist einhvern veginn organískt. Við fundum fljótt að þar var mikill efniviður. Nú erum við allar að færast á þennan aldur sjálfar. Efnið stóð okkur nærri. Við kveiktum svo mikið á mömmunni. Þegar við leituðum eftir tilvísunum komumst við að því að það eru ekki til margar kvikmyndir sem skarta fimmtugri konu í aðalhlutverki, sem okkur þykir miður, því þetta er svo ótrúlega spennandi aldur og þroskaskeið.Hvernig þekkist þið? Hafið þið allar unnið saman áður? Silja: Ég og Gagga kynntumst við tökur á Kvikmyndinni Draumadísir. Og við höfum verið vinkonur síðan þá. Gagga: Kvikmyndagerð er fjölskyldubransinn. Það var kennaraverkfall og ég var send á sett hjá einni frænku til að hella upp á og smyrja lokur. Amma stjórnaði því af einskærri umhyggjusemi. Hún gat ekki hugsað sér að ég væri aðgerðalaus, það myndi enda illa. Ég hellti því upp á afar vont kaffi og bar fram gamalt rækjusalat og sumir fengu illt í magann.í aðalhlutverkum eru Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Þorsteinn Bachmann.Fréttablaðið/ernirSilja: Ég var nítján ára. Mér fannst Gagga vera skemmtileg lítil stúlka sem gaman væri að fylgjast með í framtíðinni. Það voru heil tvö ár á milli okkar.Þarna varstu leikkona, vildir þú þá verða leikstjóri? Silja: Ég var þá ekki komin í nokkrar pælingar um hvað ég ætlaði að verða. Það var röð af tilviljunum sem réð því að ég fékk hlutverk í þessari kvikmynd. En þarna fékk ég skýra innsýn í kvikmyndagerð. Beint í æð og mjög óvænt. Jóhanna: Ég kynnist þeim báðum í kringum handritaskrifin. Við höfum hins vegar lengi vitað hver af annarri. Ég hef ekki mikið verið í heimi kvikmyndagerðar. Ég hef mest verið í hlutverki leikkonu og að elda mat.Og hvernig líkar þér? Jóhanna: Ég kem inn í þennan heim í gegnum skrifin. Það er ofsalega skemmtilegt. Mér líður svolítið eins og ég hafi bankað upp á bakdyramegin. Það er góð leið inn í þennan iðnað. Tókuð þið ykkar eigin sambönd við mæður ykkar í handritaskrifin? Jóhanna: Ég held að það sé nánast ómögulegt að skrifa án þess að nýta eitthvað af eigin reynsluheimi. Að því sögðu er þessi mynd samt alls ekki um samband okkar við mæður okkar. Mæðgnasambönd eru oft og tíðum tilfinningalega flókin og þar af leiðandi agalega spennandi viðfangsefni. Gagga: Myndin fjallar mikið um samskipti. Ekki bara mæðgna. Líka hjóna og vina. Doðann í hversdeginum og vanann. Óheilbrigð samskipti sem erfast. Umhyggjusemi sem verður að sjúklegri afskiptasemi. Stjórnlausa stjórnsemi sem eyðileggjandi afl. Okkar kona á erfitt með að sleppa tökunum. Hún er svo hrædd við að missa stjórnina. Og hvað gerist þá? Við erum alltaf í einhverjum stellingum út á við, Langar alltaf að vera einhvers staðar annars staðar og erum alltaf að hugsa um næsta áfanga sem á að breyta öllu. Silja: Stjórnsemi er svo flókin í foreldrasamböndum, þegar rótin er ást og umhyggja sem afvegaleiðist og verður jafnvel takmarkandi. En hún er líka svo skiljanleg, þótt hún geti sannarlega verið alveg óþolandi. Gagga: Mömmur þurfa svo oft að vera leiðinlegar, maður heyrir í sjálfri sér eins og ókunnugri rödd að handan. Mig langar oft að segja við eldri dóttur mína: Ég er ekki svona hræðilega leiðinleg, ég er mjög skemmtileg, í alvöru. Silja: Sambönd stelpna við mæður sínar hafa miklu oftar verið rædd í mín eyru en sambönd þeirra við feður sína og mögulega fá mömmurnar minni afslátt frá dætrum sínum en feðurnir. Það er þessi sterka nánd og þessar kröfur. Mæður óttast fyrir hönd dætra sinna. Þær eyða mikilli orku í að koma í veg fyrir að dætur þeirra þurfi að reka sig á sömu veggi og þær sjálfar eða lenda í sömu ógnum og hafa orðið á vegi þeirra. Og það er dáldið vanþakklátt verk og ansi mikil vinna og kannski alveg vonlaust bara. Akranes Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Viðtal Mest lesið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Sjá meira
Silja Hauksdóttir leikstjóri tekur um þessar mundir upp kvikmyndina Hey hó Agnes Cho á Akranesi. Kvikmyndin er grátbrosleg þroskasaga mæðgna. Handrit kvikmyndarinnar skrifar Silja ásamt Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur og Rannveigu Jónsdóttur sem alltaf er kölluð Gagga. Tökur hafa farið fram víðs vegar um Akranes frá því í síðustu viku og munu standa yfir til 9. nóvember. „Við stefnum á að frumsýna myndina næsta haust,“ segir Silja um gang framleiðslunnar. Með aðalhlutverk í kvikmyndinni fara Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Björn Hlynur Haraldsson. Þá fara með hlutverk í myndinni Donna Cruz og Anna Kristín Arngrímsdóttir. Jóhanna Friðrika útskrifaðist sem leikari árið 2005 frá Listaháskóla Íslands og hefur starfað við leikstjórn og leiklist, bæði á sviði og í sjónvarpi. Hún bætti við sig meistaranámi í ritlist við Háskóla Íslands árið 2016.Rannveig Jónsdóttir, sem alltaf er kölluð Gagga, Jóhanna Friðrika og Silja við tökur á Akranesi í vikunni.Fréttablaðið/ErnirSilja er reynslumikill leikstjóri og handritshöfundur, landsmenn þekkja vel til verka hennar. Fyrsta kvikmynd hennar, Dís, var í fullri lengd. Þá stýrði hún sjónvarpsþáttaröðinni Ástríður, Stelpunum, Áramótaskaupum og Ríkinu, svo eitthvað sé nefnt. Gagga er sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarkona og hefur starfað við kvikmyndagerð í tvo áratugi, sem framleiðandi kvikmynda, sjónvarpsþátta og auglýsinga, en nýverið einnig við handritaskrif og leikstjórn.Hvernig kviknaði þessi hugmynd? Að skrifa þroskasögu mæðgna? Gagga: Hugmyndin er upphaflega frá Mikael Torfasyni. Hann sendi Silju uppkast að handriti að kvikmynd þar sem aðalsöguhetjan var ættleidd og bjó ásamt fjölskyldu sinni á Akranesi. Það sem okkur fannst strax spennandi var að þarna var ein aðalsöguhetjan stúlka, útlitslega af erlendum uppruna. Við tók svo vinna við að finna okkar eigin tón í sögunni, við rifum allt í sundur og fórum að leita að sögunni sem okkur langaði að segja. Það tók töluverðan tíma, mikið röfl og pælingar við hin ýmsu eldhúsborð. Við leigðum skrifstofur víðs vegar um bæinn. Við Silja eignuðumst líka hvor sína dótturina á meðan á ferlinu stóð, það er hálft ár á milli þeirra. Jósa kom svo inn í samstarfið eins og stormsveipur og í meðförum okkar þriggja varð okkar saga, handritið að myndinni, til. Þroskasaga mæðgna á Akranesi.Jóhanna Friðrika og GaggaFréttablaðið/ErnirSilja: Við kveiktum svo mikið á mömmunni. Móðirin varð að vera aðalpersónan. Og það gerðist einhvern veginn organískt. Við fundum fljótt að þar var mikill efniviður. Nú erum við allar að færast á þennan aldur sjálfar. Efnið stóð okkur nærri. Við kveiktum svo mikið á mömmunni. Þegar við leituðum eftir tilvísunum komumst við að því að það eru ekki til margar kvikmyndir sem skarta fimmtugri konu í aðalhlutverki, sem okkur þykir miður, því þetta er svo ótrúlega spennandi aldur og þroskaskeið.Hvernig þekkist þið? Hafið þið allar unnið saman áður? Silja: Ég og Gagga kynntumst við tökur á Kvikmyndinni Draumadísir. Og við höfum verið vinkonur síðan þá. Gagga: Kvikmyndagerð er fjölskyldubransinn. Það var kennaraverkfall og ég var send á sett hjá einni frænku til að hella upp á og smyrja lokur. Amma stjórnaði því af einskærri umhyggjusemi. Hún gat ekki hugsað sér að ég væri aðgerðalaus, það myndi enda illa. Ég hellti því upp á afar vont kaffi og bar fram gamalt rækjusalat og sumir fengu illt í magann.í aðalhlutverkum eru Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Þorsteinn Bachmann.Fréttablaðið/ernirSilja: Ég var nítján ára. Mér fannst Gagga vera skemmtileg lítil stúlka sem gaman væri að fylgjast með í framtíðinni. Það voru heil tvö ár á milli okkar.Þarna varstu leikkona, vildir þú þá verða leikstjóri? Silja: Ég var þá ekki komin í nokkrar pælingar um hvað ég ætlaði að verða. Það var röð af tilviljunum sem réð því að ég fékk hlutverk í þessari kvikmynd. En þarna fékk ég skýra innsýn í kvikmyndagerð. Beint í æð og mjög óvænt. Jóhanna: Ég kynnist þeim báðum í kringum handritaskrifin. Við höfum hins vegar lengi vitað hver af annarri. Ég hef ekki mikið verið í heimi kvikmyndagerðar. Ég hef mest verið í hlutverki leikkonu og að elda mat.Og hvernig líkar þér? Jóhanna: Ég kem inn í þennan heim í gegnum skrifin. Það er ofsalega skemmtilegt. Mér líður svolítið eins og ég hafi bankað upp á bakdyramegin. Það er góð leið inn í þennan iðnað. Tókuð þið ykkar eigin sambönd við mæður ykkar í handritaskrifin? Jóhanna: Ég held að það sé nánast ómögulegt að skrifa án þess að nýta eitthvað af eigin reynsluheimi. Að því sögðu er þessi mynd samt alls ekki um samband okkar við mæður okkar. Mæðgnasambönd eru oft og tíðum tilfinningalega flókin og þar af leiðandi agalega spennandi viðfangsefni. Gagga: Myndin fjallar mikið um samskipti. Ekki bara mæðgna. Líka hjóna og vina. Doðann í hversdeginum og vanann. Óheilbrigð samskipti sem erfast. Umhyggjusemi sem verður að sjúklegri afskiptasemi. Stjórnlausa stjórnsemi sem eyðileggjandi afl. Okkar kona á erfitt með að sleppa tökunum. Hún er svo hrædd við að missa stjórnina. Og hvað gerist þá? Við erum alltaf í einhverjum stellingum út á við, Langar alltaf að vera einhvers staðar annars staðar og erum alltaf að hugsa um næsta áfanga sem á að breyta öllu. Silja: Stjórnsemi er svo flókin í foreldrasamböndum, þegar rótin er ást og umhyggja sem afvegaleiðist og verður jafnvel takmarkandi. En hún er líka svo skiljanleg, þótt hún geti sannarlega verið alveg óþolandi. Gagga: Mömmur þurfa svo oft að vera leiðinlegar, maður heyrir í sjálfri sér eins og ókunnugri rödd að handan. Mig langar oft að segja við eldri dóttur mína: Ég er ekki svona hræðilega leiðinleg, ég er mjög skemmtileg, í alvöru. Silja: Sambönd stelpna við mæður sínar hafa miklu oftar verið rædd í mín eyru en sambönd þeirra við feður sína og mögulega fá mömmurnar minni afslátt frá dætrum sínum en feðurnir. Það er þessi sterka nánd og þessar kröfur. Mæður óttast fyrir hönd dætra sinna. Þær eyða mikilli orku í að koma í veg fyrir að dætur þeirra þurfi að reka sig á sömu veggi og þær sjálfar eða lenda í sömu ógnum og hafa orðið á vegi þeirra. Og það er dáldið vanþakklátt verk og ansi mikil vinna og kannski alveg vonlaust bara.
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Viðtal Mest lesið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Sjá meira