Erlent

Megyn Kelly snýr ekki aftur í morgunspjallþátt sinn

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Megyn Kelly hefur stýrt morgunspjallþætti á NBC sjónvarpsstöðinni um nokkurt skeið.
Megyn Kelly hefur stýrt morgunspjallþætti á NBC sjónvarpsstöðinni um nokkurt skeið. Getty/NBC
Morgunspjallþáttur Megyn Kelly „Megyn Kelly Today“ mun ekki fara aftur í loftið á NBC sjónvarpsstöðinni. Þetta kemur í kjölfar þess að hún sá ekkert rangt við það að fólk málaði á sig svokallað „blackface“. Þessi ummæli hennar féllu þegar hún var að tala um Halloween búninga í morgunþætti hennar í vikunni.

Lögmaður Kelly, Bryan Freedman, sagði að hún væri enn þá starfsmaður NBC frétta og að viðræður um næstu skref í þessu máli standi yfir. Viðræðurnar snúast að öllum líkindum um hversu mikið NBC muni greiða af því sem stendur eftir af samningi hennar sem er um 69 milljónir Bandaríkjadala.

Staða Kelly hjá NBC hefur ekki verið góð undanfarna mánuði en yfirmenn hjá stöðinni vissu ekki almennilega hvað ætti að gera við Kelly sem vann áður hjá Fox sjónvarpsstöðinni. Morgunþáttur hennar hefur ekki hlotið það áhorf sem að búist var við og Kelly heldur áfram að valda usla.

Hér að neðan má sjá Megyn Kelly þar sem hún biðst afsöknunar á þessum ummælum en það virðist þó ekki hafa verið nóg. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×