Afhöfðanir Óttar Guðmundsson skrifar 27. október 2018 10:00 Í Bjarnar sögu Hítdælakappa er sagt frá ástar- og afbrýðisemiþríhyrningi hans sjálfs, Oddnýjar eykindils og eiginmanns hennar, Þórðar Kolbeinssonar. Eftir mikil átök drepur hinn kokkálaði Þórður Björn eljara sinn. Heiftin var svo mikil að hann hjó af honum höfuðið. Móðir Björns var kvenhetja og sagði þegar hún sá afhoggið höfuð sonar síns: Farðu og færðu Oddnýju höfuðið og henni mun þykja það betra en hið litla og vesæla er lafir á þínum hálsi! Þórður fór þá til konu sinnar og sagði henni fall Bjarnar. Sagan fékk hörmulegan endi. Oddný missti vitið og lagðist í stjarfaþunglyndi. Þórður fékk mikið ámæli og fjársektir. Sannaðist hið fornkveðna: Dramb er falli næst. Þessi saga rifjaðist upp þegar krónprinsinn í Sádi-Arabíu sendi flokk manna til að höggva höfuðið af andstæðingi sínum. Sádar neituðu allri ábyrgð en viðurkenndu loks að maðurinn hefði misst höfuðið í slagsmálum á ræðismannsskrifstofu. (!!) Sádar eru ríkasta þjóð í heimi. Í skjóli olíuauðæva hafa þeir getað haldið uppi fornfálegu stjórnarfari, kvenfyrirlitningu, feðraveldi og fullkominni lítilsvirðingu á mannréttindum. Stórveldin hafa snobbað fyrir ríkidæminu og selt þeim vopn og lúxusvarning. Nýjasta ofbeldisverk þeirra sýnir þó að margur verður af aurum api, svo heimskulegur er verknaðurinn. Nú er að sjá hvort hið afhöggna höfuð verður krónprinsinum jafn dýrt og höfuð Hítdælakappans varð Þórði Kolbeinssyni. Vonandi átta þjóðir heimsins sig á því að hinir kuflklæddu prinsar eru ekkert annað en ótíndir götustrákar sem telja sig komast upp með allt vegna ríkidæmis föður síns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Í Bjarnar sögu Hítdælakappa er sagt frá ástar- og afbrýðisemiþríhyrningi hans sjálfs, Oddnýjar eykindils og eiginmanns hennar, Þórðar Kolbeinssonar. Eftir mikil átök drepur hinn kokkálaði Þórður Björn eljara sinn. Heiftin var svo mikil að hann hjó af honum höfuðið. Móðir Björns var kvenhetja og sagði þegar hún sá afhoggið höfuð sonar síns: Farðu og færðu Oddnýju höfuðið og henni mun þykja það betra en hið litla og vesæla er lafir á þínum hálsi! Þórður fór þá til konu sinnar og sagði henni fall Bjarnar. Sagan fékk hörmulegan endi. Oddný missti vitið og lagðist í stjarfaþunglyndi. Þórður fékk mikið ámæli og fjársektir. Sannaðist hið fornkveðna: Dramb er falli næst. Þessi saga rifjaðist upp þegar krónprinsinn í Sádi-Arabíu sendi flokk manna til að höggva höfuðið af andstæðingi sínum. Sádar neituðu allri ábyrgð en viðurkenndu loks að maðurinn hefði misst höfuðið í slagsmálum á ræðismannsskrifstofu. (!!) Sádar eru ríkasta þjóð í heimi. Í skjóli olíuauðæva hafa þeir getað haldið uppi fornfálegu stjórnarfari, kvenfyrirlitningu, feðraveldi og fullkominni lítilsvirðingu á mannréttindum. Stórveldin hafa snobbað fyrir ríkidæminu og selt þeim vopn og lúxusvarning. Nýjasta ofbeldisverk þeirra sýnir þó að margur verður af aurum api, svo heimskulegur er verknaðurinn. Nú er að sjá hvort hið afhöggna höfuð verður krónprinsinum jafn dýrt og höfuð Hítdælakappans varð Þórði Kolbeinssyni. Vonandi átta þjóðir heimsins sig á því að hinir kuflklæddu prinsar eru ekkert annað en ótíndir götustrákar sem telja sig komast upp með allt vegna ríkidæmis föður síns.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun