Bíó og sjónvarp

Lof mér að falla fer yfir 50 þúsund kvikmyndagesti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kvikmyndin Lof mér að falla var frumsýnd í byrjun september.
Kvikmyndin Lof mér að falla var frumsýnd í byrjun september. Lof mér að falla
Eftir sjö sýningarhelgar hafa 49.323 manns séð kvikmyndina Lof mér að falla í kvikmyndahúsum landsins. Þetta kemur fram í grein á vefsíðunni Klapptré.

Undir halastjörnu eftir Ara Alexander er í áttunda sæti aðsóknarlistans eftir aðra sýningarhelgi.

Alls sáu 2.619 gestir Lof mér að falla í síðustu viku, en heildarfjöldi gesta er tæplega 50 þúsund ef marka má nýjustu tölur frá FRISK og gera má ráð fyrir því að fjöldinn sé í dag kominn yfir 50 þúsund.

(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Tengdar fréttir

Drungi og ungæði einkenna hljóðrás harmsögunnar

Mikið hefur verið fjallað um kvikmyndina Lof mér að falla en minna hefur verið rýnt í tónlistina í myndinni. Ungt og tiltölulega óþekkt íslenskt tónlistarfólk stendur að baki megni hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.