Eyland Hörður Ægisson skrifar 26. október 2018 08:00 Markaðurinn getur vissulega oft verið skrýtin skepna. Sú þróun sem við höfum orðið vitni að síðustu vikur og mánuði – hlutabréfaverð fer lækkandi, gengið fellur og verðbólguálag hækkar – ætti hins vegar að koma fáum á óvart. Þrátt fyrir að engar undirliggjandi efnahagsforsendur réttlæti þá miklu og vaxandi svartsýni sem nú einkennir um margt stjórnendur fyrirtækja og fjárfesta þá eru fjármálamarkaðir framsýnir og stjórnast af væntingum um þróun efnahagsmála. Öll óvissa, líkt og við sjáum núna vegna stöðunnar á vinnumarkaði, er eitur í beinum fjárfesta. Eftir að kröfugerð verkalýðsfélaganna leit dagsins ljós hefur sú óvissa aukist til muna enda eru kröfurnar með slíkum ólíkindum að það tekur nánast engu tali. Ómögulegt er að sjá hvernig þær geta verið grundvöllur að viðræðum um kjarasamninga sem fela í sér raunverulegar kjarabætur. Það eru ekki aðeins fjárfestar sem eru að reyna að lágmarka skaðann af þeirri hringrás gengisveikingar, aukinnar verðbólgu og hækkunar vaxta sem nú er útlit fyrir að sé að hefjast. Heimilin óttast einnig afleiðingarnar af bólgnum kjarasamningum um innistæðulausar launahækkanir. Þau eru því farin að bregðast við með því að skuldbreyta verðtryggðum fasteignalánum í óverðtryggð á föstum vöxtum til að verja sig gagnvart mögulegu verðbólguskoti. Engan skal undra. Umræðan í aðdraganda kjarasamninga er nefnilega farin að taka á sig æ skrýtnari mynd þar sem staðreyndir virðast ekki skipta máli og efnislegri gagnrýni er svarað með skætingi og útúrsnúningum. Staðan er ískyggileg. Verkalýðshreyfingunni er nú stýrt af lýðskrumurum og fólki sem aðhyllist marxískar kennisetningar um viðvarandi stéttastríð milli atvinnurekenda og launafólks. Sameiginlega hafa þau vakið falsvonir á meðal almennings um að hægt sé að ná fram stórfelldum launahækkunum án þess að nokkuð muni gefa eftir. Í krafti valdastöðu sinnar sem leiðtogar helstu stéttarfélaga landsins hefur málflutningur þeirra, sem allajafna ætti að afgreiða sem jaðarskoðun sem engum bæri að taka alvarlega, fengið mun meira vægi í almennri umræðu en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Það er þess vegna ekki aðeins mikilvægt heldur nauðsynlegt að mun fleiri – stjórnendur fyrirtækja, stjórnmálamenn og núverandi og fyrrverandi áhrifamenn í verkalýðshreyfingunni – stígi fram og bendi á ruglið. Með sama framhaldi, þar sem sjálfskipuðum byltingarsinnum með takmarkað umboð á bak við sig, hálfgert eyland, er leyft að einoka umræðuna án mótspyrnu, stefnir að öðrum kosti í óefni. Stóra myndin er þessi. Á Íslandi eru meðallaun og lágmarkslaun ein þau hæstu sem þekkjast á meðal OECD-ríkja. Ólíkt Íslendingum þá dettur engum í hug í okkar nágrannaríkjum að semja um almennar launahækkanir sem eru í engu samræmi við framleiðni. Þannig var í Noregi nýlega samið um tæplega tveggja prósenta nafnlaunahækkun. Af hverju? Af því að þar ríkir sameiginlegur skilningur á því að atvinnulífið stæði ekki undir meiri launakostnaði við núverandi efnahagsaðstæður. Sömu sjónarmið eiga nú við hér á landi. Þótt Ísland sé eyríki á norðurhveli jarðar þá eigum við í alþjóðlegri samkeppni um vinnuafl og fjármagn. Hvernig Íslandi reiðir af í þeirri samkeppni, einkum útflutningsfyrirtækjunum, ákvarðar þá verðmætasköpun sem er til skiptanna hverju sinni. Ef við ákveðum að skeyta ekkert um þessi hagfræðilegu lögmál þá verður niðurstaðan enn ein efnahagslega kollsteypan. Þetta er ekki flókið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Skoðun Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Skoðun Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar Skoðun Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson skrifar Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Markaðurinn getur vissulega oft verið skrýtin skepna. Sú þróun sem við höfum orðið vitni að síðustu vikur og mánuði – hlutabréfaverð fer lækkandi, gengið fellur og verðbólguálag hækkar – ætti hins vegar að koma fáum á óvart. Þrátt fyrir að engar undirliggjandi efnahagsforsendur réttlæti þá miklu og vaxandi svartsýni sem nú einkennir um margt stjórnendur fyrirtækja og fjárfesta þá eru fjármálamarkaðir framsýnir og stjórnast af væntingum um þróun efnahagsmála. Öll óvissa, líkt og við sjáum núna vegna stöðunnar á vinnumarkaði, er eitur í beinum fjárfesta. Eftir að kröfugerð verkalýðsfélaganna leit dagsins ljós hefur sú óvissa aukist til muna enda eru kröfurnar með slíkum ólíkindum að það tekur nánast engu tali. Ómögulegt er að sjá hvernig þær geta verið grundvöllur að viðræðum um kjarasamninga sem fela í sér raunverulegar kjarabætur. Það eru ekki aðeins fjárfestar sem eru að reyna að lágmarka skaðann af þeirri hringrás gengisveikingar, aukinnar verðbólgu og hækkunar vaxta sem nú er útlit fyrir að sé að hefjast. Heimilin óttast einnig afleiðingarnar af bólgnum kjarasamningum um innistæðulausar launahækkanir. Þau eru því farin að bregðast við með því að skuldbreyta verðtryggðum fasteignalánum í óverðtryggð á föstum vöxtum til að verja sig gagnvart mögulegu verðbólguskoti. Engan skal undra. Umræðan í aðdraganda kjarasamninga er nefnilega farin að taka á sig æ skrýtnari mynd þar sem staðreyndir virðast ekki skipta máli og efnislegri gagnrýni er svarað með skætingi og útúrsnúningum. Staðan er ískyggileg. Verkalýðshreyfingunni er nú stýrt af lýðskrumurum og fólki sem aðhyllist marxískar kennisetningar um viðvarandi stéttastríð milli atvinnurekenda og launafólks. Sameiginlega hafa þau vakið falsvonir á meðal almennings um að hægt sé að ná fram stórfelldum launahækkunum án þess að nokkuð muni gefa eftir. Í krafti valdastöðu sinnar sem leiðtogar helstu stéttarfélaga landsins hefur málflutningur þeirra, sem allajafna ætti að afgreiða sem jaðarskoðun sem engum bæri að taka alvarlega, fengið mun meira vægi í almennri umræðu en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Það er þess vegna ekki aðeins mikilvægt heldur nauðsynlegt að mun fleiri – stjórnendur fyrirtækja, stjórnmálamenn og núverandi og fyrrverandi áhrifamenn í verkalýðshreyfingunni – stígi fram og bendi á ruglið. Með sama framhaldi, þar sem sjálfskipuðum byltingarsinnum með takmarkað umboð á bak við sig, hálfgert eyland, er leyft að einoka umræðuna án mótspyrnu, stefnir að öðrum kosti í óefni. Stóra myndin er þessi. Á Íslandi eru meðallaun og lágmarkslaun ein þau hæstu sem þekkjast á meðal OECD-ríkja. Ólíkt Íslendingum þá dettur engum í hug í okkar nágrannaríkjum að semja um almennar launahækkanir sem eru í engu samræmi við framleiðni. Þannig var í Noregi nýlega samið um tæplega tveggja prósenta nafnlaunahækkun. Af hverju? Af því að þar ríkir sameiginlegur skilningur á því að atvinnulífið stæði ekki undir meiri launakostnaði við núverandi efnahagsaðstæður. Sömu sjónarmið eiga nú við hér á landi. Þótt Ísland sé eyríki á norðurhveli jarðar þá eigum við í alþjóðlegri samkeppni um vinnuafl og fjármagn. Hvernig Íslandi reiðir af í þeirri samkeppni, einkum útflutningsfyrirtækjunum, ákvarðar þá verðmætasköpun sem er til skiptanna hverju sinni. Ef við ákveðum að skeyta ekkert um þessi hagfræðilegu lögmál þá verður niðurstaðan enn ein efnahagslega kollsteypan. Þetta er ekki flókið.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun