Neyðarástand sem nærri skapaðist sýni að framkvæmdir á varaflugvöllum þoli ekki margra ára bið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2018 21:00 Akureyrarflugvöllur. vísir/völundur Framkvæmdir við stækkun flughlaða Akureyrar- og Egilsstaðaflugvallar þola ekki tíu til fimmtán ára bið eins og lagt er upp með í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 að mati öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Þetta kemur fram í umsögn nefndarinnar um Samgönguáætlun 2019-2033 sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Áætlunin gerir ráð fyrir að á árunum 2024 til 2028 verði ráðist í að ljúka við stækkun flughlaðs Akureyrarflugvallar. Á árunum 2029 til 2034 er gert ráð fyrir að flugstöðvarnar á Akureyri og á Egilsstöðum verði stækkaðar ásamt flughlaðinu á síðarnefnda flugvellinum, svo að flugvellirnir geti tekið á móti auknu millilandaflugi. Þetta gagnrýnir öryggisnefndin og segir að framkvæmdirnar sem gert er ráð fyrir á flugvöllunum í áætluninni þoli ekki svo langa bið. Ekki síst með tilliti til öryggishlutverks flugvallanna sem eru varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll.„Á hverjum degi koma um 60 til 80 flugvélar til Keflavíkurflugvallar og í mörgum tilfellum eru Akureyrar- og Egilsstaðaflugvellir notaðir sem varaflugvellir. Hins vegar er einungis pláss fyrir 4-5 farþegaþotur á hvorum flugvelli með góðu móti,“ segir í umsögn öryggisnefndarinnar.Frá Egilsstaðaflugvelli.vísir/vilhelmÁtta mínútum frá því að lýsa yfir neyðarástandi Til stuðnings máls síns vísar nefndin til atviks sem átti sér stað þann 2. apríl síðastliðinn þegar fjöldi flugvéla þurftu frá að hverfa frá Keflavíkurflugvelli vegna mikillar ofankomu. Ein lenti í Glasgow, tvær á Akureyri og fjórar á Egilsstöðum. Varla hafi verið pláss fyrir fleiri flugvélar á völlunum tveimur hér á landi af þeim sökum. „Þar sem fyrrnefndir flugvellir eru takmarkaðir leiddu aðstæður þennan dag til þess að ein þeirra flugvéla sem þurfti að hverfa frá Keflavíkurflugvelli til Egilsstaða hafði gengið verulega á eldsneytisforða sinn og var 8. mín frá því að lýsa yfir neyðarástandi vegna eldsneytisskorts. Ástæður þessa eru óviðunandi aðbúnaður og þjónusta með tilliti til tíðni flugumferðar á íslandi,“ segir í umsögn nefndarinnar. Þar segir einnig að verkefnalisti vegna nauðsynlegrar endurnýjunar búnaðar á flugvöllum landsins sé orðinn langur og fjölbreyttur vegna vanfjárfestingar síðari ára. Þessi langvinna þróun valdi brestum í flugvallakerfinu sem séu almenningi huldar en séu engu að síður ógn við flugöryggi.Umsögn öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna má lesa hér. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Framkvæmdir við stækkun flughlaða Akureyrar- og Egilsstaðaflugvallar þola ekki tíu til fimmtán ára bið eins og lagt er upp með í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 að mati öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Þetta kemur fram í umsögn nefndarinnar um Samgönguáætlun 2019-2033 sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Áætlunin gerir ráð fyrir að á árunum 2024 til 2028 verði ráðist í að ljúka við stækkun flughlaðs Akureyrarflugvallar. Á árunum 2029 til 2034 er gert ráð fyrir að flugstöðvarnar á Akureyri og á Egilsstöðum verði stækkaðar ásamt flughlaðinu á síðarnefnda flugvellinum, svo að flugvellirnir geti tekið á móti auknu millilandaflugi. Þetta gagnrýnir öryggisnefndin og segir að framkvæmdirnar sem gert er ráð fyrir á flugvöllunum í áætluninni þoli ekki svo langa bið. Ekki síst með tilliti til öryggishlutverks flugvallanna sem eru varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll.„Á hverjum degi koma um 60 til 80 flugvélar til Keflavíkurflugvallar og í mörgum tilfellum eru Akureyrar- og Egilsstaðaflugvellir notaðir sem varaflugvellir. Hins vegar er einungis pláss fyrir 4-5 farþegaþotur á hvorum flugvelli með góðu móti,“ segir í umsögn öryggisnefndarinnar.Frá Egilsstaðaflugvelli.vísir/vilhelmÁtta mínútum frá því að lýsa yfir neyðarástandi Til stuðnings máls síns vísar nefndin til atviks sem átti sér stað þann 2. apríl síðastliðinn þegar fjöldi flugvéla þurftu frá að hverfa frá Keflavíkurflugvelli vegna mikillar ofankomu. Ein lenti í Glasgow, tvær á Akureyri og fjórar á Egilsstöðum. Varla hafi verið pláss fyrir fleiri flugvélar á völlunum tveimur hér á landi af þeim sökum. „Þar sem fyrrnefndir flugvellir eru takmarkaðir leiddu aðstæður þennan dag til þess að ein þeirra flugvéla sem þurfti að hverfa frá Keflavíkurflugvelli til Egilsstaða hafði gengið verulega á eldsneytisforða sinn og var 8. mín frá því að lýsa yfir neyðarástandi vegna eldsneytisskorts. Ástæður þessa eru óviðunandi aðbúnaður og þjónusta með tilliti til tíðni flugumferðar á íslandi,“ segir í umsögn nefndarinnar. Þar segir einnig að verkefnalisti vegna nauðsynlegrar endurnýjunar búnaðar á flugvöllum landsins sé orðinn langur og fjölbreyttur vegna vanfjárfestingar síðari ára. Þessi langvinna þróun valdi brestum í flugvallakerfinu sem séu almenningi huldar en séu engu að síður ógn við flugöryggi.Umsögn öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna má lesa hér.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira