David Gilmour hrósar Todmobile Benedikt Bóas skrifar 25. október 2018 06:00 Todmobile ásamt Jon Anderson sem flutti Awaken. Fréttablaðið/Daníel Ef ég myndi vilja fá hrós frá einhverjum gítarleikara, þá væri það frá David Gilmour. Nema að það væri frá sjálfum Steve Howe sem á þessar krefjandi laglínur sem ég er að flytja í þessum tilteknu vídeóum,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, gítarleikari Todmobile, en í ummælum við myndbandið Awaken er að finna ummæli frá Gilmour, sem er gítarleikari Pink Floyd. Gilmour segist í ummælum sínum alltaf setja upp efasemdagleraugun þegar hann heyri aðra tónlistarmenn flytja tónlist Yes en þetta sé besta útgáfan af laginu sem hann hafi heyrt, fyrir utan Yes að sjálfsögðu. Gítarleikarinn neglir það sem Steve Howe gerði og flutningurinn er mjög áhrifamikill. „Ég þurfti nú alveg að fara á tærnar þarna í Yes-meistarverkinu Awaken, maður minn,“ segir Þorvaldur.David Gilmour, einn af bestu gítarleikurum allra tíma. NordicPhotos/GettyTodmobile fagnar 30 ára afmæli sínu með stórtónleikum í Eldborg föstudaginn 2. nóvember en sérstakur heiðursgestur á tónleikunum verður skoski tónlistarmaðurinn Midge Ure, söngvari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Ultravox. Hann er með merkari tónlistarmönnum Bretlands á níunda áratugnum og einn af stofnendum Live Aid. Þá samdi hann lagið Do they know it’s Christmas ásamt Bob Geldof sem allir syngja um jólin. Todmobile hefur áður haldið tónleika í Eldborg ásamt erlendum listamönnum sem meðlimir hljómsveitarinnar líta á sem áhrifavalda sína. Árið 2013 var það Jon Anderson, söngvari hljómsveitarinnar Yes. Í janúar 2015 var komið að Steve Hackett, gítarleikara Genesis, og haustið 2016 var Nik Kershaw sérstakur gestur Todmobile í Eldborg. „Það er líka sérlega gaman hvað við erum að fá mikið af áhorfi á rokksögumyndböndin okkar, þetta er samanlagt komið í nærri milljón áhorf á YouTube, og það er fyrir utan áhorf á annað Todmobile-efni,“ segir Þorvaldur. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
Ef ég myndi vilja fá hrós frá einhverjum gítarleikara, þá væri það frá David Gilmour. Nema að það væri frá sjálfum Steve Howe sem á þessar krefjandi laglínur sem ég er að flytja í þessum tilteknu vídeóum,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, gítarleikari Todmobile, en í ummælum við myndbandið Awaken er að finna ummæli frá Gilmour, sem er gítarleikari Pink Floyd. Gilmour segist í ummælum sínum alltaf setja upp efasemdagleraugun þegar hann heyri aðra tónlistarmenn flytja tónlist Yes en þetta sé besta útgáfan af laginu sem hann hafi heyrt, fyrir utan Yes að sjálfsögðu. Gítarleikarinn neglir það sem Steve Howe gerði og flutningurinn er mjög áhrifamikill. „Ég þurfti nú alveg að fara á tærnar þarna í Yes-meistarverkinu Awaken, maður minn,“ segir Þorvaldur.David Gilmour, einn af bestu gítarleikurum allra tíma. NordicPhotos/GettyTodmobile fagnar 30 ára afmæli sínu með stórtónleikum í Eldborg föstudaginn 2. nóvember en sérstakur heiðursgestur á tónleikunum verður skoski tónlistarmaðurinn Midge Ure, söngvari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Ultravox. Hann er með merkari tónlistarmönnum Bretlands á níunda áratugnum og einn af stofnendum Live Aid. Þá samdi hann lagið Do they know it’s Christmas ásamt Bob Geldof sem allir syngja um jólin. Todmobile hefur áður haldið tónleika í Eldborg ásamt erlendum listamönnum sem meðlimir hljómsveitarinnar líta á sem áhrifavalda sína. Árið 2013 var það Jon Anderson, söngvari hljómsveitarinnar Yes. Í janúar 2015 var komið að Steve Hackett, gítarleikara Genesis, og haustið 2016 var Nik Kershaw sérstakur gestur Todmobile í Eldborg. „Það er líka sérlega gaman hvað við erum að fá mikið af áhorfi á rokksögumyndböndin okkar, þetta er samanlagt komið í nærri milljón áhorf á YouTube, og það er fyrir utan áhorf á annað Todmobile-efni,“ segir Þorvaldur.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“