Miðbæ Glasgow lokað fyrir Fast and Furious Benedikt Bóas skrifar 25. október 2018 09:00 Tvö mótorhjól elta McLaren-sportbíl yfir George-torgið í Glasgow. Um 200 manns koma að verkefninu. NordicPhotos/Getty Miðbænum í Glasgow hefur verið lokað til 29. október vegna vinnu við gerð Fast and Furious myndarinnar Hobbs & Shaw. Eru Jason Statham, Swayne The Rock Johnson og Idris Elba allir samankomnir til að taka upp atriðin. David Leitch leikstýrir. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að enginn muni fá aðgang að stóru svæði miðbæjarins nema þeir sem vinna að myndinni. Hefur þessi langa lokun farið þversum í eigendur verslana og þjónustufyrirtækja á svæðinu. Glasgow tilkynnti að borgin hefði fengið 15 milljónir punda, rúmlega 2,3 milljarða króna, fyrir kvikmyndaverkefni.Glasgow-borg hefur fengið um tvo milljarða í kassann fyrir kvikmyndaverkefni að undanförnu. NordicPhotos/gettyGlasgow hefur áður verið sögusvið þessara mynda en Fast and Furious 6 var tekin upp þar árið 2012 en þá komu engar stjörnur til að leika fyrir utan auðvitað bílana sem leika yfirleitt stórt hlutverk. Þingmaðurinn David McDonald sagðist í samtali við skoska miðla vera stoltur af því að fá svona stórt kvikmyndaverkefni til borgarinnar og íbúar Skotlands gætu verið ánægðir með að sjá borgina í svona stórri kvikmynd.Mótórhjólin fá smá malbik að borða.Hobbs and Shaw Myndin er skrifuð með þá Luke Hobbs, sem Dwayne Johnson leikur, og Dechard Shaw, sem Jason Statham, leikur í aðalhlutverkum. Myndin er væntanleg í bíó í ágúst á næsta ári. Þegar myndin var tilkynnt fór Tyrese Gibson, stjarna úr Fast and Furious-seríunni, á Instagram og lét þar móðan mása. Blótaði Johnson í sand og ösku og vildi frekar gera Fast and Furious níu. Myndin verður að megninu til tekin upp í London. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Miðbænum í Glasgow hefur verið lokað til 29. október vegna vinnu við gerð Fast and Furious myndarinnar Hobbs & Shaw. Eru Jason Statham, Swayne The Rock Johnson og Idris Elba allir samankomnir til að taka upp atriðin. David Leitch leikstýrir. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að enginn muni fá aðgang að stóru svæði miðbæjarins nema þeir sem vinna að myndinni. Hefur þessi langa lokun farið þversum í eigendur verslana og þjónustufyrirtækja á svæðinu. Glasgow tilkynnti að borgin hefði fengið 15 milljónir punda, rúmlega 2,3 milljarða króna, fyrir kvikmyndaverkefni.Glasgow-borg hefur fengið um tvo milljarða í kassann fyrir kvikmyndaverkefni að undanförnu. NordicPhotos/gettyGlasgow hefur áður verið sögusvið þessara mynda en Fast and Furious 6 var tekin upp þar árið 2012 en þá komu engar stjörnur til að leika fyrir utan auðvitað bílana sem leika yfirleitt stórt hlutverk. Þingmaðurinn David McDonald sagðist í samtali við skoska miðla vera stoltur af því að fá svona stórt kvikmyndaverkefni til borgarinnar og íbúar Skotlands gætu verið ánægðir með að sjá borgina í svona stórri kvikmynd.Mótórhjólin fá smá malbik að borða.Hobbs and Shaw Myndin er skrifuð með þá Luke Hobbs, sem Dwayne Johnson leikur, og Dechard Shaw, sem Jason Statham, leikur í aðalhlutverkum. Myndin er væntanleg í bíó í ágúst á næsta ári. Þegar myndin var tilkynnt fór Tyrese Gibson, stjarna úr Fast and Furious-seríunni, á Instagram og lét þar móðan mása. Blótaði Johnson í sand og ösku og vildi frekar gera Fast and Furious níu. Myndin verður að megninu til tekin upp í London.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira