Innlent

Fáránlegt að berjast fyrir sömu hlutum og árið 1975

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Una Dís og Fjóla Ósk eru á meðal nemenda í femíniskri sögu sem hvöttu samnemendur sína til að taka þátt í kvennafríi.
Una Dís og Fjóla Ósk eru á meðal nemenda í femíniskri sögu sem hvöttu samnemendur sína til að taka þátt í kvennafríi. Vísir/Einar
„Mér finnst í rauninni fáránlegt að við séum að berjast fyrir sömu hlutum og árið 1975,“ segir Fjóla Ósk Guðmannsdóttir, nemi við Kvennaskólann í Reykjavík. „Ef það þarf mætir maður og styður málstaðinn. Ég á skilið sömu virðingu og laun og karlmaðurinn við hliðina á mér.“

Nemendur í feminískri sögu við Kvennaskólann í Reykjavík hvöttu samnemendur sína til að taka þátt í kvennafríi sem fram fór í dag.

Fjöldi safnaðist saman í porti gamla Miðbæjarskólans áður en haldið var á Arnarhól til baráttufundar. Hrefna Margrét Viðarsdóttir, ein þeirra sem hvöttu til þátttöku í kvennafríinu, segir því hafa verið vel tekið af bæði samnemendum og starfsfólki „Það gengur ótrúlega vel, það eru allir ótrúlega pepp í þetta.“ Engin kennsla var í skólanum eftir að nemendur gengu út klukkan 14:55.

Kvennaskólakonur ætlast til þess að fullu jafnrétti verði náð áður en þær fara á vinnumarkað. „Ég vil náttúrulega sömu virðingu og karlarnir,“ segir Una Dís Ingimarsdóttir, nemi við skólann. „Sömu laun og allt þetta. Bara basic réttindi auðvitað.“


Tengdar fréttir

„Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“

Fjöldi kvenna kom saman víða um land í tilefni af kvennafrídeginum sem haldinn var í dag. Konur voru hvattar til þes að leggja niður störf klukkan 14.55 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×