Nauðungarvistaðir vegna geðrofs af völdum kannabisneyslu Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. október 2018 18:45 Málum þar sem ungir karlmenn eru nauðungarvistaðir vegna geðræns vanda sem er afleiðing kannabisneyslu hefur fjölgað mikið fyrir dómstólum og skipta þau tugum á ári hverju. Þetta segir dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sem hefur haft mörg slík mál til meðferðar. Hann kallar eftir átaki í fræðslu fyrir þennan hóp. Mikil kannabisneysla ungmenna, sérstaklega ungra drengja, er vandamál á Íslandi eins og annars staðar á Vesturlöndum. Hefur kannabisneysla stóraukist ekki síst vegna áhrifa bandarísks afþreyingarefnis sem hefur sýnt kannabisneyslu sem hluta af eðlilegu lífi og þannig normalíserað hana. Þá er dreifing og sala kannabiss í afþreyingarskyni orðin lögleg í Kanada og í níu ríkjum Bandaríkjanna en talið er nær öruggt að þetta muni í fyllingu tímans auka neyslu á kannabisi. Í dag var greint frá því að kannabisneysla ungmenna í Hólavallagarði, gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík, hefði margfaldast að undaförnu og segir umsjónarmaður kirkjugarðsins að hún sé orðin sérstakt vandamál. Hann skrifaði áskorun til foreldra í hópi Vesturbæinga á Facebook og hvatti þá til að ræða þetta við börnin sín. „Síðustu daga hefur algjörlega keyrt um þverbak. Ekki bara að umbúðir eru út um allt heldur eru ungir drengir c.a. 15 ára farnir að mæta í garðinn fyrir hádegið og „fá sér í haus" og finnst það bara allt í lagi. Skora ég á foreldra að setjast niður með börnum sínum og aðeins ræða þessi mál,“ sagði hann. Skúli Magnússon segir að skólayfirvöld og foreldrar verði að virkja samtal við unga drengi um skaðsemi kannabisneyslu. Hann segist skynja að ekki sé nóg gert í skólakerfinu til að ræða tengsl kannabisneyslu og geðrofs.Málin eru nákvæmlega eins Skúli Magnússon hefur í starfi sínu sem dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur komið að miklum fjölda nákvæmlega eins mála þar sem ungir karlmenn eru nauðungarvistaðir vegna geðrofs sem er bein afleiðing kannabisneyslu. Skúli skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag þar sem hann varpaði fram spurningum um hvort ungir karlmenn fengju nægilega mikla fræðslu um tengsl kannabisneyslu og geðrænna vandamála. Málin sem hafa ratað til dómstóla, þar sem ungir karlmenn upp úr tvítugu eru nauðungarvistaðir eða jafnvel lögræðissviptir, eru öll eins. „Þetta voru strákar sem höfðu byrjað í kannabisneyslu 12, 13, 14 ára. Glímdu við vaxandi geðræna erfiðleika og voru komnir í geðrof með mjög alvarleg einkenni fyrir og um tvítugt. Og það þótti fyrirsjáanlegt að í flestum þessara mála væru þessir strákar með varanlega geðsjúkdóma og þyrftu stuðning og jafnvel að vera inni á lokuðum eða hálflokuðum deildum til lengri tíma og stuðning alla sína ævi,“ segir Skúli. Þessi mál hlaup á tugum árlega. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl kannabisreykinga og geðrofs og er kannabisneysla viðurkennd sem sjálfstæður áhættuþáttur fyrir þróun geðklofa. „Þegar strákar á þessum aldri eru að reykja gras þá er þetta rússnesk rúlletta. Þeir eru í sérstakri og óvenjulegri hættu. Þegar maður fær svona mál sem dómari og lendir í þessari stöðu þá langar manni helst að ganga út af skrifstofunni, ganga í skóla og tala við þessa stráka og biðja þá í öllum Guðs lifandi bænum: Ekki fara að reykja gras! Gerið þá bara frekar eitthvað annað. En það er nú ekki þannig að maður geti gert það. Þannig að maður verður að treysta því að skólayfirvöld, foreldrar og menntayfirvöld séu að gera eitthvað í málinu. Ég er ekki alveg viss um að þau séu að gera allt sem í þeirra valdi stendur þótt að ég sé ekki að vanþakka þá fræðslu sem fer fram,“ segir Skúli. Hann segist vonast til þess að skólayfirvöld og foreldrar standi vaktina. Því virkja þurfi samtal við unga drengi um skaðsemina. „Ég held að það þurfi að smala strákum saman og taka þá út fyrir sviga því þetta er strákamál á þessum aldri. Það þarf að taka þá í sérstökum hópum og ræða við þá einslega.“Sjá má viðtalið við Skúla Magnússon í heild sinni hér fyrir neðan. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Sjá meira
Málum þar sem ungir karlmenn eru nauðungarvistaðir vegna geðræns vanda sem er afleiðing kannabisneyslu hefur fjölgað mikið fyrir dómstólum og skipta þau tugum á ári hverju. Þetta segir dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sem hefur haft mörg slík mál til meðferðar. Hann kallar eftir átaki í fræðslu fyrir þennan hóp. Mikil kannabisneysla ungmenna, sérstaklega ungra drengja, er vandamál á Íslandi eins og annars staðar á Vesturlöndum. Hefur kannabisneysla stóraukist ekki síst vegna áhrifa bandarísks afþreyingarefnis sem hefur sýnt kannabisneyslu sem hluta af eðlilegu lífi og þannig normalíserað hana. Þá er dreifing og sala kannabiss í afþreyingarskyni orðin lögleg í Kanada og í níu ríkjum Bandaríkjanna en talið er nær öruggt að þetta muni í fyllingu tímans auka neyslu á kannabisi. Í dag var greint frá því að kannabisneysla ungmenna í Hólavallagarði, gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík, hefði margfaldast að undaförnu og segir umsjónarmaður kirkjugarðsins að hún sé orðin sérstakt vandamál. Hann skrifaði áskorun til foreldra í hópi Vesturbæinga á Facebook og hvatti þá til að ræða þetta við börnin sín. „Síðustu daga hefur algjörlega keyrt um þverbak. Ekki bara að umbúðir eru út um allt heldur eru ungir drengir c.a. 15 ára farnir að mæta í garðinn fyrir hádegið og „fá sér í haus" og finnst það bara allt í lagi. Skora ég á foreldra að setjast niður með börnum sínum og aðeins ræða þessi mál,“ sagði hann. Skúli Magnússon segir að skólayfirvöld og foreldrar verði að virkja samtal við unga drengi um skaðsemi kannabisneyslu. Hann segist skynja að ekki sé nóg gert í skólakerfinu til að ræða tengsl kannabisneyslu og geðrofs.Málin eru nákvæmlega eins Skúli Magnússon hefur í starfi sínu sem dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur komið að miklum fjölda nákvæmlega eins mála þar sem ungir karlmenn eru nauðungarvistaðir vegna geðrofs sem er bein afleiðing kannabisneyslu. Skúli skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag þar sem hann varpaði fram spurningum um hvort ungir karlmenn fengju nægilega mikla fræðslu um tengsl kannabisneyslu og geðrænna vandamála. Málin sem hafa ratað til dómstóla, þar sem ungir karlmenn upp úr tvítugu eru nauðungarvistaðir eða jafnvel lögræðissviptir, eru öll eins. „Þetta voru strákar sem höfðu byrjað í kannabisneyslu 12, 13, 14 ára. Glímdu við vaxandi geðræna erfiðleika og voru komnir í geðrof með mjög alvarleg einkenni fyrir og um tvítugt. Og það þótti fyrirsjáanlegt að í flestum þessara mála væru þessir strákar með varanlega geðsjúkdóma og þyrftu stuðning og jafnvel að vera inni á lokuðum eða hálflokuðum deildum til lengri tíma og stuðning alla sína ævi,“ segir Skúli. Þessi mál hlaup á tugum árlega. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl kannabisreykinga og geðrofs og er kannabisneysla viðurkennd sem sjálfstæður áhættuþáttur fyrir þróun geðklofa. „Þegar strákar á þessum aldri eru að reykja gras þá er þetta rússnesk rúlletta. Þeir eru í sérstakri og óvenjulegri hættu. Þegar maður fær svona mál sem dómari og lendir í þessari stöðu þá langar manni helst að ganga út af skrifstofunni, ganga í skóla og tala við þessa stráka og biðja þá í öllum Guðs lifandi bænum: Ekki fara að reykja gras! Gerið þá bara frekar eitthvað annað. En það er nú ekki þannig að maður geti gert það. Þannig að maður verður að treysta því að skólayfirvöld, foreldrar og menntayfirvöld séu að gera eitthvað í málinu. Ég er ekki alveg viss um að þau séu að gera allt sem í þeirra valdi stendur þótt að ég sé ekki að vanþakka þá fræðslu sem fer fram,“ segir Skúli. Hann segist vonast til þess að skólayfirvöld og foreldrar standi vaktina. Því virkja þurfi samtal við unga drengi um skaðsemina. „Ég held að það þurfi að smala strákum saman og taka þá út fyrir sviga því þetta er strákamál á þessum aldri. Það þarf að taka þá í sérstökum hópum og ræða við þá einslega.“Sjá má viðtalið við Skúla Magnússon í heild sinni hér fyrir neðan.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Sjá meira