David Schwimmer segist saklaus Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2018 17:51 Schwimmer gerði góðlátlegt grín að myndinni. Mynd/Skjáskot Bandaríski leikarinn David Schwimmer segist ekki vera maðurinn sem lögreglan í Blackpool í Bretlandi leitar nú að í tengslum við þjófnað í verslun. Maðurinn þykir nauðalíkur Friends-leikaranum vinsæla.Á mynd sem tekin er úr eftirlitsmyndavél sést maðurinn halda á kassa af bjór en hans er leitað vegna gruns um aðild að þjófnaði þann 20. september síðastliðinn. Lögregla deildi myndinni á Facebook-síðu sinni í gær og voru netverjar afar fljótir að taka við sér og spyrja hvort verið væri að leita að Schwimmer. Svo virðist sem að leikarinn sjálfur hafi ekki farið varhluta af umfjöllun um tvífara sinn og birti hann myndband á Twitter í dag þar sem hann segist vera alsaklaus og gerir grín að myndinni sem lögreglan birti. Á myndbandinu sem hann birtir má sjá Schwimmer í matvöruverslun hlaupandi á brott með kassa af bjór, líkt og tvífarinn á myndinni sem lögreglan í Blackpool birti. Þetta segir Schwimmer sýna fram á að hann sé saklaus þar sem hann hafi verið staddur í New York, en ekki Blackpool, þegar glæpurinn var framinn. „Ég sver að þetta var ekki ég. Eins og sjá má, þá var ég í New York. Til hinnar harðduglegu lögreglu í Blackpool, gangi ykkur vel að rannsaka málið #þaðvarekkiég,“ skrifar Schwimmer við myndbandið sem sjá má hér að neðan.Officers, I swear it wasn't me. As you can see, I was in New York. To the hardworking Blackpool Police, good luck with the investigation.#itwasntmepic.twitter.com/EDFF9dZoYR — schwim (@DavidSchwimmer) October 24, 2018 Bretland Friends Tengdar fréttir Lögregla lýsir eftir tvífara Davids Schwimmers Líkindin hafa vakið mikla kátínu netverja. 24. október 2018 09:53 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Bandaríski leikarinn David Schwimmer segist ekki vera maðurinn sem lögreglan í Blackpool í Bretlandi leitar nú að í tengslum við þjófnað í verslun. Maðurinn þykir nauðalíkur Friends-leikaranum vinsæla.Á mynd sem tekin er úr eftirlitsmyndavél sést maðurinn halda á kassa af bjór en hans er leitað vegna gruns um aðild að þjófnaði þann 20. september síðastliðinn. Lögregla deildi myndinni á Facebook-síðu sinni í gær og voru netverjar afar fljótir að taka við sér og spyrja hvort verið væri að leita að Schwimmer. Svo virðist sem að leikarinn sjálfur hafi ekki farið varhluta af umfjöllun um tvífara sinn og birti hann myndband á Twitter í dag þar sem hann segist vera alsaklaus og gerir grín að myndinni sem lögreglan birti. Á myndbandinu sem hann birtir má sjá Schwimmer í matvöruverslun hlaupandi á brott með kassa af bjór, líkt og tvífarinn á myndinni sem lögreglan í Blackpool birti. Þetta segir Schwimmer sýna fram á að hann sé saklaus þar sem hann hafi verið staddur í New York, en ekki Blackpool, þegar glæpurinn var framinn. „Ég sver að þetta var ekki ég. Eins og sjá má, þá var ég í New York. Til hinnar harðduglegu lögreglu í Blackpool, gangi ykkur vel að rannsaka málið #þaðvarekkiég,“ skrifar Schwimmer við myndbandið sem sjá má hér að neðan.Officers, I swear it wasn't me. As you can see, I was in New York. To the hardworking Blackpool Police, good luck with the investigation.#itwasntmepic.twitter.com/EDFF9dZoYR — schwim (@DavidSchwimmer) October 24, 2018
Bretland Friends Tengdar fréttir Lögregla lýsir eftir tvífara Davids Schwimmers Líkindin hafa vakið mikla kátínu netverja. 24. október 2018 09:53 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Lögregla lýsir eftir tvífara Davids Schwimmers Líkindin hafa vakið mikla kátínu netverja. 24. október 2018 09:53