Svavar hyggst verða heimsmeistari í Tetris Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. október 2018 06:00 Frá viðureign Svavars, sem er lengst til hægri, og Jonasar í átta manna úrslitunum. Svavar ætlar sér að vinna Jonas næst. MYND/MORTEN RIIS SVENDSEN „Stemningin var brjáluð og allt pakkað af fólki. Það voru ótrúlega margir hæfileikaríkir spilarar þarna,“ segir Svavar Gunnar Gunnarsson sem tók um helgina þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti í Tetris. Keppnin hefur verið haldin árlega í Portland í Bandaríkjunum frá árinu 2010. Tölvuleikurinn Tetris kom fyrst út í Sovétríkjunum sálugu 1984 en í keppninni er stuðst við klassíska útgáfu fyrir Nintendo-tölvu frá 1989. Svavar hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn undanfarin ár en hann er bæði tvöfaldur Danmerkur- og Evrópumeistari í Tetris. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í kennilegri eðlisfræði frá Niels Bohr-stofnuninni við Kaupmannahafnarháskóla 2014. „Það er kannski ekki eitthvað eitt sem gerir mig góðan í Tetris. Ég hef samt alltaf verið fljótur að læra og góður að taka eftir mynstrum. Það er alls konar fólk sem er að keppa á þessum mótum og það hefur mismunandi bakgrunn.“ Svavar segir að allir hafi sennilega spilað Tetris einhvern tímann en sjálfur spilaði hann leikinn sem strákur en tók það ekki mjög alvarlega. „Ég komst djúpt inn í keppnistölvuleikjaspil 2007 þegar ég var að spila Donkey Kong. Ég var orðinn mjög góður en var að leita að einhverju öðru og vissi af þessari miklu keppnismenningu í Tetris.“ Hann segist hafa heillast algjörlega af þessum heimi og var byrjaður að spila á fullu fyrir rúmum sex árum. Keppnin fer þannig fram að tveir keppendur spila saman í útsláttarkeppni. Alls komust 32 í lokakeppnina en mikill fjöldi reyndi að komast að. Svavar komst í átta manna úrslit en andstæðingur hans þar var Jonas Neubauer sem hafði fyrir mótið í ár unnið sjö af þeim átta sem haldin höfðu verið. „Það er einhver ára í kringum hann sem allir finna fyrir. Ég var ekkert stressaður þegar við byrjuðum en svo tók ég eftir því að ég var farinn að spila öðruvísi en ég er vanur. Þannig að ég var kannski pínu stressaður. Ég átti samt góðan séns og ætla að vinna hann á næsta ári.“ Jonas tapaði svo óvænt í úrslitum fyrir hinum 16 ára Joseph Saelee. „Þetta er allt mjög vinalegt. Ég átti gott spjall við alla keppendurna í eftirpartíinu sem var mjög gaman því flestir þarna eru stjörnur fyrir mér. Ég elska samfélagið í kringum þetta og hef eignast marga nýja vini og upplifað margt skemmtilegt. Ég gefst ekki upp fyrr en ég er búinn að vinna þetta mót.“ Leikjavísir Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
„Stemningin var brjáluð og allt pakkað af fólki. Það voru ótrúlega margir hæfileikaríkir spilarar þarna,“ segir Svavar Gunnar Gunnarsson sem tók um helgina þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti í Tetris. Keppnin hefur verið haldin árlega í Portland í Bandaríkjunum frá árinu 2010. Tölvuleikurinn Tetris kom fyrst út í Sovétríkjunum sálugu 1984 en í keppninni er stuðst við klassíska útgáfu fyrir Nintendo-tölvu frá 1989. Svavar hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn undanfarin ár en hann er bæði tvöfaldur Danmerkur- og Evrópumeistari í Tetris. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í kennilegri eðlisfræði frá Niels Bohr-stofnuninni við Kaupmannahafnarháskóla 2014. „Það er kannski ekki eitthvað eitt sem gerir mig góðan í Tetris. Ég hef samt alltaf verið fljótur að læra og góður að taka eftir mynstrum. Það er alls konar fólk sem er að keppa á þessum mótum og það hefur mismunandi bakgrunn.“ Svavar segir að allir hafi sennilega spilað Tetris einhvern tímann en sjálfur spilaði hann leikinn sem strákur en tók það ekki mjög alvarlega. „Ég komst djúpt inn í keppnistölvuleikjaspil 2007 þegar ég var að spila Donkey Kong. Ég var orðinn mjög góður en var að leita að einhverju öðru og vissi af þessari miklu keppnismenningu í Tetris.“ Hann segist hafa heillast algjörlega af þessum heimi og var byrjaður að spila á fullu fyrir rúmum sex árum. Keppnin fer þannig fram að tveir keppendur spila saman í útsláttarkeppni. Alls komust 32 í lokakeppnina en mikill fjöldi reyndi að komast að. Svavar komst í átta manna úrslit en andstæðingur hans þar var Jonas Neubauer sem hafði fyrir mótið í ár unnið sjö af þeim átta sem haldin höfðu verið. „Það er einhver ára í kringum hann sem allir finna fyrir. Ég var ekkert stressaður þegar við byrjuðum en svo tók ég eftir því að ég var farinn að spila öðruvísi en ég er vanur. Þannig að ég var kannski pínu stressaður. Ég átti samt góðan séns og ætla að vinna hann á næsta ári.“ Jonas tapaði svo óvænt í úrslitum fyrir hinum 16 ára Joseph Saelee. „Þetta er allt mjög vinalegt. Ég átti gott spjall við alla keppendurna í eftirpartíinu sem var mjög gaman því flestir þarna eru stjörnur fyrir mér. Ég elska samfélagið í kringum þetta og hef eignast marga nýja vini og upplifað margt skemmtilegt. Ég gefst ekki upp fyrr en ég er búinn að vinna þetta mót.“
Leikjavísir Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira